Bændablaðið - 06.06.2013, Síða 36

Bændablaðið - 06.06.2013, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 Þeir Sveinn Runólfsson land- græðslu stjóri og Ólafur Arnalds, prófessor við Land búnaðar- háskóla Íslands, skrifuðu hvor sína greinina um afréttinn Almenninga í Rangárvallasýslu og nýtingu hans í Bændablaðið þann 8. maí. Við getum tekið undir sumt í þessum greinum en annað ekki eins og áður hefur komið fram. Við stöndum við það sem við höfum áður sagt um þetta efni. Þótt umræðan að þessu sinni snúist um þennan litla afrétt er þetta angi af miklu stærra máli sem er nýting beitilanda og afrétta landsins sem nýttir hafa verið til beitar frá upphafi byggðar í landinu. Í þessu sambandi þarf að svara nokkrum lykilspurningum eins og hvaða land megi beita, hversu margir gripir megi vera á viðkomandi svæði og í hversu langan tíma. Við höfum velt því fyrir okkur hvernig svona mat ætti að fara fram í framtíðinni. Við lítum á það sem grundvallaratriði að byrja á því að reikna út stærð gróins lands á viðkomandi svæði, meta hvers konar gróður vex þar og hve mikilli uppskeru svæðið skilar í þunga og fóðureiningum. Þetta var kjarninn í aðferðafræði sem Ingvi Þorsteinsson og margir fleiri unnu að hjá Rannsóknarstofnun land- búnaðarins um langt skeið og er enn í fullu gildi. Við þekkjum fóðurþarfir og átgetu beitarfénaðar og ef við vitum hversu mikið af beitargróðri er til ráðstöfunar höfum við forsendur til að takmarka beitina þannig að hæfilegur hluti uppskerunnar verði skilinn eftir. Það getur verið breyti- legt eftir svæðum hversu mikið er talið æskilegt að skilja eftir. Þessu til viðbótar þarf að skoða hvort landið er einsleitt sem beitiland eða mjög breytilegt. Einsleitt land stuðlar að jafnari dreifingu fénaðar um landið en land sem er mjög breytilegt getur bitist ójafnt og tillit þarf þá að taka til þess við beitarþolsmat. Ef land er í mismunandi hæð yfir sjó heldur fénaðurinn sig á láglendari hlutum til að byrja með en færir sig svo ofar eftir því sem líður á beitartímann. Þessu til viðbótar þarf að skoða hversu mikið af ógrónu landi er á svæðinu og hvort það er stöðugt eða hvort efni er að fjúka úr því. Við teljum að Landgræðsla ríkisins leggi of mikla áherslu á að gróður- þekja þurfi að vera samfelld til að land sé hæft til beitar. Við höfum á undanförnum árum séð ógróin svæði á hóflega beittu landi gróa upp og taka miklum framförum. Að okkar mati getur beit á land þar sem skiptast á ógróin og gróin svæði haft jákvæð áhrif ekki síður en neikvæð. Kindur liggja gjarnan þar sem er ógróið og skilja þar eftir saur og þvag. Þær færa þá næringarefni þaðan sem meira er af þeim inn á snauðari svæði. Þá geta þær troðið niður fræ eða skapað skjól fyrir það og jafnvel dreift því. Ef ógróin svæði eru laus í sér og efni fýkur úr þeim eiga þau erfitt með að gróa af sjálfsdáðum. Laust efni fýkur hvort sem landið er friðað eða beitt og slíkir efnisflutningar þurfa því ekki að vera rök gegn beit. Ef loka á slíku landi með sáningu getur sauðfé verið til trafala til að byrja með á meðan gróðurinn er að binda lausa efnið. Þá þarf að huga að uppblæstri. Þar sem gróið land er að blása upp þarf að leggja mikla áherslu á að stöðva hann og sauðkindin getur tafið upp- græðsluna ef loka á rofum með sáningu. Við slíkar aðstæður getur þurft tímabundna friðun. Þá þarf að taka tillit til jarðvegsgerðar og meta hættuna á rofi vegna umferðar beitarfénaðar. Eitt atriði viljum við nefna til viðbótar, en það er veðurfarið. Í aldanna rás hafa skipst á tímabil með hagstæðu veðri fyrir gróður og svo harðindatímabil. Tímabilið frá 1960-1990 var t.d. mun kaldara en síðastliðin 20 ár hafa verið. Sá munur sem var á sumarhita þessara tímabila skiptir mjög miklu máli fyrir fram- vindu gróðurs og getur ráðið úrslit- um um hvort plöntur nái að þroska fræ. Þó að spáð sé hlýnandi loftslagi í framtíðinni munu sveiflur í veður- fari halda áfram og við þurfum að taka tillit til þess við beitarstjórnun. Við teljum ofangreind atriði vera aðalatriði þegar beitarþol lands er ákveðið. Menn þurfa að koma sér saman um það hvernig vega eigi hvert þessara atriða inn í matið. Í sumum tilvikum gæti mat á þeim gróðri sem er til staðar verið aðal- viðmiðið en í öðrum tilvikum gæti rof og uppblástur takmarkað nýtingu tímabundið. Til grundvallar þurfa að liggja mæliniðurstöður á þessum þáttum sem nefndir hafa verið og að þessari vinnu þurfa að koma sér- fræðingar af mismunandi sviðum, sem og hagsmunaaðilar. Þá þarf að stunda reglubundna vöktun jarðvegs og gróðurs þar sem farið er á sömu staðina með nokkurra ára millibili. Sveinn og Ólafur vilja friða sem flesta afrétti á gosbeltinu. Á gos- beltinu eru til mjög falleg beitilönd og við sjáum ekki að þetta sé réttmæt krafa. Þessa afrétti þarf, eins og aðra afrétti, að nýta hóflega og hjálpa til við uppgræðslu eftir því sem því verður við komið. Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með því hversu hratt beitilönd við Eyjafjallajökul hafa náð sér eftir gosið þrátt fyrir að vera beitt. Það er mikilvægt að vinna þessi mál með bændum og við skulum ekki vanmeta þekkingu þeirra á afréttum sínum. Nú vilja bændur sem eiga lagalegan rétt til beitar á Almenningum fara að nýta landið eftir 23 ára friðun og uppgræðslu- starf. Þeir hafa gert mikið meira en að standa við sinn hluta samnings- ins. Meirihluti ítölunefndar lagði til mjög hóflega beit, sama beitarþunga og notaður er á tveimur nálægum afréttum, en á þeim afréttum hefur landið verið í góðri framför með þessum beitarþunga. Eitt af skil- yrðum okkar varðandi ítöluna er að uppgræðslustarfi verði haldið áfram á Almenningum líkt og gert hefur verið á afrétti Fljótshlíðinga hinum megin við Markarfljótið. Þar hefur verið unnið að landbótum í samvinnu við Landgræðslu ríkisins í áratugi samhliða nýtingu afréttarins. Annað skilyrði er vöktun á svæðinu þannig að hægt sé að breyta beitarálagi ef ástæða þykir til. Það þarf sterk rök til að banna alla beit á Almenningum næstu áratugi og að okkar mati eru þau rök sem við höfum séð fjarri því að nægja. Guðni Þorvaldsson og Ólafur R. Dýrmundsson Sími 480 0400 jotunn@jotunn.is Austurvegur 69 - 800 Selfoss Lónsbakki - 601 Akureyri www.jotunn.is Jötunn Vélar ehf. - Kt. 600404 2610 Hafðu samband við sölumenn í síma 480 0402. Eigum á lager allar stærðir Vinnslubreidd frá 3,80 - 8,80 m Öll heyvinnutæki eru afhent samsett! Stjörnumúgavélar Stjörnumúgavélar í úrvali Beit á afrétti Úr Almenningum. Sveitahótelið í Vatnsholti í Flóahreppi: Tuttugu ára afmæli Jóhanns Helga & Co Jóhann Helgi & Co ehf. hélt upp á 20 ára kennitöluafmæli sitt föstudaginn 24. maí. Veislan var haldin í sveitahótelinu Vatnsholti, þar sem rekið er blómlegt veitingarhús í uppgerðu fjósi. Gestirnir voru sóttir og sendir með Siggaferðum. Jóhann Helgi Hlöðversson stofnaði fyrirtækið sitt árið 1990 sem verktakafyrirtæki í garðyrkju en árið 1994 hóf hann að flytja inn Lappset-útileiktækin frá Finnlandi. Núna er fyrirtækið með mjög fjölbreyttan innflutning og má nefna girðingar, gúmmíhellur, gervigras, hjólabretta rampa, ýmsar vörur úr endurunnu plasti og vörur á íþróttasvæði. Einnig leitast fyrirtækið við að bjóða upp á heildarlausnir á leiksvæði. Þá er Jóhann Helgi & Co með ýmislegt fyrir landbúnaðinn og hestamenn eins og nótuð plastborð í hesthús, gegnheil plastborð í fjárhúsgólf, básamottur, drenmottur og girðingarstaura úr gegnheilu plasti, sem og glugga og hurðar frá Færeyjum. Í tilefni dagsins kom Juha Lakonen, forstjóri Lappset og ræðismaður Íslands í Finnlandi, og fræddi gesti um nýjungar í framleiðslu hjá Lappset. Einnig leit við Ron Asveld frá Fivestar Grassen, sem framleiðir gervigras, og hélt kynningu á vörum fyrirtækisins. /MHH Jóhann Helgi Hlöðversson í Vatnsholti, eigandi fyrirtæksins. Hann rekur líka ö uga ferðaþjónustu í Vatnsholti með konu sinni, Margréti Ormsdóttur, en þau eru hér saman á myndinni. Hér var verið að afhenda þeim þakklætisvott frá leikskólanum Krakkaborg í Flóahreppi, en þau gáfu skólanum tuttugu borð og eira til starfseminnar. Karen Viðarsdóttir leikskólastjóri afhenti þeim blómvöndinn. Mynd / MHH Eyjafjarðarsveit: Áfram barist gegn skógarkerfli Aðgerðir til að hefta útbreiðslu skógarkerfils hafa staðið yfir í Eyjafjarðarsveit frá því vorið 2008. Í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir 2 milljónum króna til verkefnisins í ár og Vegagerðin hefur lofað 500 þúsund króna styrk til rannsóknar verkefnis um heftingu skógarkerfils meðfram vegum. „Megináherslan er á að koma í veg fyrir að kerfillinn nemi ný svæði og eyða stökum hreiðrum um leið og þau skjóta upp kollinum,“ segir Jónas Vigfússon sveitarstjóri. Átakið verður með svipuðu sniði nú og síðastliðið ár, en sveitarfélagið útvegar varnarefni til eyðingar kerfilsins landeigendum að kostnaðarlausu. Landeigendur sjá sjálfir um úðunina og sveitarfélagið greiðir síðan hluta af útlögðum kostnaði.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.