Bændablaðið - 06.06.2013, Page 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013
er að skoða yfirlit yfir úthlutun
styrkja úr Landbótasjóði á vefsíðu
Landgræðslunnar, www.land.is
Landgræðslunni brigslað
um lögbrot
Stjórn Félags afréttareigenda sakar
Landgræðsluna um að þverbrjóta
stjórnsýslulög, þar með taldar
reglur um meðalhóf og jafnræði.
Landgræðslan frábiður sér þau
brigsl um leið og hún bendir á að í
jafnræðisreglunni felst ekki að þó að
einhver aðili komist (að sinni) upp
með óásættanlega hegðun megi aðrir
gera það.
Greinarhöfundar velta fyrir
sér hvort Landgræðslan vilji
ná Almenningum af afréttar-
eigendum og telja það kæta
stofnunina að ná undir sig sem
flestum jörðum og jarðahlutum.
Fyrir það fyrsta eru Almenningar
þjóðlenda í almenningseign, ekki
í eigu bændanna og því engum
grunneignarrétti þar fyrir að fara.
Landgræðslan hefur í sinni umsjá
nokkrar jarðir og jarðahluta sem eru
eign ríkisins. Undirritaður á ekki í
neinum vandræðum með að svara
fyrir það að tryggja lögmæt réttindi
ríkisins til þeirra jarða og jarðahluta
sem stofnuninni er trúað fyrir. Hins
vegar væri erfiðara að svara fyrir það
að gefa eftir slík réttindi og leitast
ekki við að tryggja þau, enda væri þá
um að ræða lögbrot og ámælisverða
embættisfærslu.
Landgræðsla til hvers
og fyrir hvern?
Fullyrðing stjórnarinnar um að
nytjaréttarhafar eigi að ráða hvaða
gróður eigi að vaxa á þjóðlendunni
er með ólíkindum. Enn verra er
þegar þeir telja að þeirra óbeini
nýtingarréttur gangi framar lögum um
vernd gróðurs og jarðvegs og einnig
að þeir hafi, sem beitarrétthafar, rétt
til að koma í veg fyrir náttúrulega
gróðurframvindu á landi sem er í
almenningseign. Sú gróðurframvinda,
eins og reynslan í Þórsmörk sýnir,
mun leiða til þess að birki og víðir
verði með tímanum ríkjandi á þeim
svæðum sem eru ekki mjög hátt yfir
sjávarmáli. Þá er kominn öflugur
gróður er þolir öðrum betur öskufall
í náttúruhamförum og hóflega nýtingu
þegar fram líða stundir.
Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri.
Tilboð óskast í bæjarhúsin á ríkisjörðinni
Syðri - Bakka í Hörgársveit
15438 – Syðri Bakki í Hörgársveit, íbúðarhús og útihús á 11090 m²
leigulóð, sambyggt að hluta, eigandi Ríkissjóður Íslands.
Um er að ræða íbúðarhús 146,2 m² byggt 1952 og sambyggt því
alifuglahús 58,3 m² byggt 1967, og véla-/verkfærageymsla 65,7 m²
byggt 1959. Sambyggt fjárhús með áburðarkjallara 214,2 m² byggt
1982 og hlaða 78,3 m² byggð 1982 og er brunabótamat eignarinnar kr.
44.990.000,- og fasteignamat er kr. 11.482.000,- skv. Þjóðskrá Íslands
- fasteignaskrá. Húsin þarfnast mikils viðhalds eða jafnvel niðurrifs.
Húseignin verður til sýnis í samráði við Þórð Þórðarson í síma 898 1636.
Tilboðseyðublöð liggja frammi hjá ofangreindum aðila og hjá
Ríkiskaupum ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðu-
blaði.
Gögnin eru einnig aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikis-
kaup.is
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 10.00
þann 11. júní 2013 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda
er þess óska.
Hross til sölu frá Hrafnsstöðum
Is2012165058 Ari Brúnn F: Gígjar Auðholtshjáleigu M: Gerður Hrafnsstöðum
Is2012165055 Kári Brúnn F: Nói Hrafnsstöðum M: Ásdís Hrafnsstöðum
Is2012265058 Grafík Grá F: Gandálfur Selfossi M: Brynja Hrafnsstöðum
Is2011165057 Nafni Brúnn F: Vilmundur Feti M: Gáta Hrfansstöðum
Is2011265059 Álma Brún F: Vilmundur Feti M: Sella Hrafnsstöðum
Is2011165058 Goði Brúnn F: Gígjar Auðholtshjáleigu M: Brynja Hrafnsstöðum
Is2011265058 Aría Brún F: Gígjar Auðholtshjáleigu M: Gerður Hrafnsstöðum
Is2010265058 Glóð Rauð F: Andvari Ey l M: Brynja Hrafnsstöðum
Is2010265057 Helga Brún F: Klettur Hvammi M: Gáta Hrfansstöðum
Is2009265059 Ágústa Brún F: Kappi Kommu M: Sella Hrafnsstöðum
Ágústa er efni í 4 ganga keppnishest.
Is2009165058 Gaumur Brúnn F: Tindur Varmalæk M: Brynja Hrafnsstöðum
Is2007265059 Andri Brúnn F: Andvari Ey l M: Gerður Hrafnsstöðum
Andri er efni í 4 ganga keppnishest.
Is2007265059 Álfheiður Rauðskjótt F: Álfasteinn Selfossi M: Sella Hrafnsstöðum
Is2007165058 Garri Raðstjörnóttur F: Hrymur Hofi M: Brynja Hrafnsstöðum
Is2008165055 Gnýr Rauðblesóttur F: Andvari Ey l M: Leista Hrafnsstöðum
Is2008265056 Gríma Rauðblesótt F: Andvari Ey l M: Gjósta Hrafnsstöðum
Is2009265055 Stjarna Rauðblesótt F: Andvari Ey l M: Leista Hrafnsstöðum
Is2010265056 Suðræna Brún 2700 F: Suðri Holtsmúla 1 M: Gjósta Hrafnsstöðum
Is2011265056 Villimey Brún F: Vilmundur Feti M: Gjósta Hrafnsstöðum
Upplýsingar í síma 8926905 eða á netfangið, zophonias@centrum.is