Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 51

Bændablaðið - 06.06.2013, Qupperneq 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 6. júní 2013 Allir þurfa einhvern tímann að nota sendibíla og fyrir skemmstu fékk undirritaður lánaðan nokkurra ára gamlan Benz-sendibíl til að fara með vörur á Kaffi Norðurfjörð í Árneshreppi. Þar sem verið var að opna kaffihúsið og ekki hægt að fá sendar þangað vörur með flutningabíl vegna þungatakmarkana á slæmum vegum norður Strandir hentaði Benz-sendibíllinn vel. Í framhaldinu vildi ég skoða muninn á nýjum Renault-sendibíl og þeim gamla Benz sem ég fór á. Hjá BL, sem er með umboðið fyrir Renault, stóðu nokkrir mismunandi sendibílar á bílaplaninu og biðu afhendingar til nýrra eigenda sinna. Mér bauðst að prufuaka einhverjum þeirra og valdi dæmigerðan lokaðan sendibíl sem heitir Renault Master. Hann er beinskiptur millilangur með 125 hestafla vél. Renault Master er hægt að fá í mörgum útgáfum, pallbíl, 9 manna, 17 manna eða að láta sérpanta/ smíða bíl eftir þörfum hvers og eins. Áður en ég lagði af stað skoðaði ég bílinn vel og verð að hæla frágangi inni í kassanum, þar sem tréplata er snyrtilega kíttuð við gólfið. Svona plata hljóðeinangrar og ver gólfið, einnig er farangursrýmið klætt upp á miðjar hliðar. Undir vélinni á Renault Master er heil plata sem ætti að koma sér vel í vetrarakstri. Hún ætti að varna saltpækilsslabbi sem oft er hér á götum Reykjavíkur og á venjulega greiðan aðgang upp um allan vélarsalinn. Sennilega nægur kraftur Krafturinn í 125 hestafla vélinni fannst mér nægur, en þess ber að geta að ég prófaði ekki að setja neitt inn í bílinn til að skoða hleðslugetu og hvernig krafturinn væri í bílnum fullhlöðnum. Gæti ég þó trúað að ég hefði viljað hafa nokkur hestöfl í viðbót á þessum bíl fullhlöðnum á ferð minni í Kaffi Norðurfjörð. Einstaklega gott bílstjórasæti Strax og ég settist inn í bílinn varð ég hrifinn af bílstjórasætinu, en að mínu mati er það einstaklega vel heppnað með þægilegheit að leiðarljósi. Það er atriði sem aðrir sendibílaframleiðendur mættu hugsa meira út í, þar sem í sendibílum situr bílstjórinn oft allan daginn. Sérlega góðir hliðarspeglar Í innanbæjarakstri er bíllinn lipur í snúningum og leggur vel á í beygjum. Útsýni er mjög gott til allra átta og ekkert sem truflar það. Speglar eru tvískiptir, sá neðri er víður og kúptur sem sýnir blinda punktinn jafnt sem niður á jörðina við afturhjól. Tölvuborð og glasafesting á baki miðjusætis Inni í bílstjórarýminu eru sæti fyrir þrjá en undir miðjusætinu er góð geymsla og ef miðjusætisbakið er lagt niður kemur borð með glasafestingum og hólfi fyrir stóra samloku. Á þessu borði er sérhannað borð sem er snúanlegt og er ætlað fyrir tölvu. Útvarpið er mjög gott með USB- tengi svo að maður getur tekið uppáhaldslögin sín með sér á lykli til að hlusta á við aksturinn. Bluetooth er fyrir GSM-símann og hægt að tengja heyrnartól við hljómflutningstækin. Eyðir litlu Kunningi minn sem á svona bíl er mjög ánægður með hann. Hrifnastur er hann af eyðslunni, en að hans sögn eyðir bíllinn næstum helmingi minna en gamli Benzinn sem hann átti áður. Lengd: 5.548 mm Hæð 2.496 mm Breidd: 2.020 mm Burðargeta: 1.631 kg Vél: L2H2 2300 dCi 125 hestöfl hlj@bondi.is Vélabásinn Hjörtur L. Jónsson Renault Master: Lipur og sparneytinn sendiferðabíll Renault Master millilangur kostar 4.294.821 + vsk. Renault Master er til í mörgum útgáfum. Hér er millilangur sendibíll eins og prófaður var og pallbíll. Mynd / HLJ Fínn frágangur er í farangursrými. Ofan á mælaborði er geymsla fyrir tölvu. Tölvuborð með snúningsdiski er að nna á baki miðjusætis. Mjög góðir hliðarspeglar eru á Renault Master. afsláttur af öllum síum um helgina Í tilefni af sýningu hjá Kraftvélum í samstarfi við Toyota Kauptúni helgina 8.-9. júní, verður varahlutaverslun okkar opin frá kl. 12-17 laugardag og sunnudag. Dalvegur 6-8 201 Kópavogur Sími 535 3500 www.kraftvelar.is kraftvelar@kraftvelar.is 15%

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.