Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 16

Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 OLÍUR OG GLUSSI FYRIR BÆNDUR OG BÝLIÐ FULL BÚÐ AF OLÍU, GLUSSA OG REKSTRARVÖRUM.KÍKTU Í KEMI BÚÐINA OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. Matreiðslumeistari heimsækir bændur Grísirnir eru aldir á íslensku korni Sala á svínakjöti hefur margfaldast á síðustu árum og það er gott hljóð í svínabændum. Margir þeirra stunda kornrækt en það er keppikefli þeirra að auka hlut íslensks korns í svínaræktinni. Bóndinn í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi veit að það er ekki nóg að framleiða vöruna heldur þarf líka að gera hana eftirsóknarverða og áhugaverða fyrir þá sem neyta hennar á endanum. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, fór í heimsókn í sveitina og ræddi við Hörð Harðarson svínabónda, sem selur grísakjöt til Grillsins. Myndband af heimsókninni í Laxárdal er að finna á Facebook-síðu Grillsins og á vef Bændablaðsins, bbl.is. Hvað vilja kokkarnir? Hörður: „Hvað er það sem þið kokkarnir mynduð helst vilja leggja áherslu á varðandi svínakjötið?“ Sigurður: „Við erum alltaf á höttunum eftir ákveðnum hluta hverju sinni. Þannig kaupum við ekki hálft dýr heldur erum við að leita eftir ákveðnum vöðvum eftir því hvaða verkefnum við erum í. Það er ýmislegt sem við leggjum áherslu á og sumt kann að virðast sérviskulegt. Ég vil til dæmis ekki að búið sé að vakúmpakka hryggvöðvum sem eiga að fara í söltun og þurrkun. Við það kreistist safi úr kjötinu sem við viljum hafa. Það sem við viljum auðvitað að sé í lagi er bragðgæðin og ákveðinn meyrleiki þegar kjöt er annars vegar. Sjálfur legg ég mikið upp úr því að vera í sambandi við framleiðendur og sem næst þeim. Mér finnst mjög gott að geta talað um vörurnar og aflað upplýsinga hjá bóndanum.“ Hörður: „Þetta er gott að heyra. Það skiptir gríðarlega miklu máli fyrir okkur bændur að fá fram sjónarmið og óskir þeirra sem taka við vörunni eftir að hún fer frá okkur. Það minnir okkur á að búskapur er ekki bara það að framleiða vöru heldur líka að gera hana eftirsóknarverða og áhugaverða fyrir þá sem eiga að neyta hennar á endanum.“ Hörður Harðarson svínabóndi í Laxárdal og Sigurður Helgason matreiðslumeistari á Grillinu. Myndir og texti / TB Ræktunin: Hörður: „Við hófum svínarækt hér á býlinu árið 1978 og höfum verið að þróa þetta allar götur síðan, fyrst í mjög smáum stíl, en reynt að fikra okkur áfram og sótt þekkingu til annarra landa. Við notum okkar eigið fóður fyrst og fremst. Það hófum við að gera í kringum aldamótin þegar við settum upp okkar eigin blöndunarstöð. Þá var farið í það að rækta hér í kring og finna heppileg svæði fyrir kornrækt. Á tímabili vorum við í heilmiklu samstarfi við Landgræðsluna sem hefur tekið ákveðnum breytingum en er mjög öflugt enn í dag. Öll kornrækt okkar fer nú fram í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þar ræktum við bæði bygg og hveiti og höfum gert ýmsar tilraunir með repju, rúg og fleira.“ Sigurður: „Þið eruð með ákveðnar aðferðir þegar þið fóðrið ykkar grísi. Hvernig alið þið svínin?“ Hörður: „Til að skerpa á stöðu okkar í samkeppnisumhverfinu höfum við lagt áherslu á að kalla framleiðslu okkar nafni sem tengist kornræktinni. Við köllum þetta „Korngrís“. Við notum innlent hráefni frá því að grísirnir byrja að fá tilbúið fóður og þar til þeir eru sendir í sláturhús.“ Sigurður: „Ég upplifi það með vöruna ykkar að mér finnst kjötið vera dekkra og bragðmeira. Einmitt meyrt og gott. Við höfum verið að gera hráskinku úr hryggvöðva frá ykkur sem kemur alveg sérstaklega vel út.“ Hörður: „Það ber líka að hafa í huga að við kornrækt notum við ekki eiturefni á akrana til að verjast skordýrum. Það skapar ákveðna sérstöðu að nota korn sem verður til með öðrum hætti en almennt er með korn sem flutt er inn til landsins. Þetta kann að skapa okkur ákveðna sérstöðu hvað varðar áferð á kjötinu, bragðgæði og svo framvegis.“ Sigurður: „Það er skemmtilegt að segja frá því að við fengum virtan gestakokk til okkar á Grillið á síðustu Food and Fun hátíð, Paul Cunningham. Þá fengum við grísahnakka frá þér í það verkefni. Paul talaði sérstaklega um bragðgæði kjötsins, sem hann var hissa á. Hann var virkilega hrifinn af korngrísnum og hældi honum mikið.“ Hráskinka að hætti Grillsins Hráefni: 1 kg grísahryggur (úrbeinaður en ósnyrtur að öðru leyti) 40 g gróft salt 10 g villt íslensk einiber Aðferð: Þegar grísahryggurinn er valinn er best að hann sé ekki búinn að frjósa og sé ekki pakkað í loftþéttar umbúðir ef völ er á. Gott er að á hrygginn. Látið grísahrygginn standa í kæli í 6 daga. Gott er að snúa hryggnum 4 sinnum á tímanum. Í söltuninni er meginreglan sú að nota 4% salt á þyngd af grísakjöti. Svo kryddin og um að gera að prófa sig áfram í þeim efnum. Eftir 6 daga þarf að skola saltið af grísahryggnum með köldu vatni og þerra hann vel. Svo hengið þið hrygginn í góðan kæli eða leggið hann á grind þannig að það lofti vel um kjötið. Mánuði seinna er hráskinkan klár og þá þarf einungis að tálga mestu fituna af, snyrta skinkuna og skera hana í næfurþunnar sneiðar. Hráskinka með peru- og laukchutney. Uppskrift að maukinu er á næstu síðu.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.