Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 29

Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Í lok ágúst hélt Búfjárræktar- samband Evrópu (EAAP) 64. ársþing sitt í Nantes í Frakklandi, nánar tiltekið 26.-30. ágúst. Þátttaka var með mesta móti, um 1.300 manns, aðallega frá Evrópulöndum en einnig allmargir frá öðrum heimsálfum, samtals frá 64 löndum. Sá sem þetta ritar var eini Íslendingurinn þar að þessu sinni og þá jafnframt fulltrúi á aðalfundinum sem haldinn er um leið. Mikil landbúnaðarþjóð Frakkar eru ein af helstu landbúnaðar- þjóðum Evrópu. Mikil áhersla er lögð á fæðuöryggi en þar að auki er mikill útflutningur margvíslegra landbúnaðarafurða. Af 66 milljónum íbúa Frakklands vinnur ein milljón við landbúnaðinn og eru sveitabýli 490.000 að tölu. Athygli vekur hve mikla áherslu franskir bændur leggja á gæðamerkingar búvara þar sem uppruninn kemur skýrt fram og 18% þeirra selja afurðir sínar beint frá býli. Búfjárframleiðsla er á um helmingi sveitabýla og var við hæfi að halda ársþingið í Nantes, 600.000 manna borg við ána Leiru (Loire) þar sem hún rennur í Atlantshafið, skammt sunnan við Bretaníuskaga. Þar um slóðir er mikil og margvísleg búfjárrækt og einnig umfangsmikil afurðavinnsla. Tengsl við sjóinn eru einnig mikil og fiskmeti oft á borðum líkt og á Íslandi. Á menningarsviðinu má nefna að Jules Verne sem skrifaði m.a. ævintýrasöguna Umhverfis jörðina á 80 dögum er þekktasti rithöfundur Nantes-borgar. Hún stendur að hluta á eyju, Ile de Nantes, þar sem ég bjó, en þingið og aðalfundurinn voru í glæsilegu ráðstefnusetri í miðri borginni. Sterk staða landbúnaðarrannsókna Nú um stundir er Frakkland sú þjóð Evrópu sem hefur forystu í landbúnaðarrannsóknum og fylgir þar með eftir þeirri markvissu stefnu að halda uppi sterkum landbúnaði byggðum á vísindalegum grunni. Þekktasta búvísindastofnun þeirra er INRA en margar fleiri koma við sögu, bæði á vegum opinberra aðila og fyrirtækja. Þá er og rekin mikil fræðslu- og leiðbeiningastarfsemi. Búfjárkyn eru mörg og ræktunarfélög þeim tengd sömuleiðis. Auk þess eru Frakkar stórtækir víða erlendis, m.a. í fyrri nýlendum. Þá er útgáfustarfsemi í þágu landbúnaðar fjölþætt og innan Evrópusambandsins eru Frakkar meðal lykilþjóða. Alkunna er hve franskir bændur eru skeleggir baráttumenn, bæði heima fyrir og í Brussel. Fjölbreytt og góð fagleg umræða Ársþing Búfjárræktarsambands Evrópu er þekkt fyrir gott skipulag og fjölbreytilegt efni um svo til allt sem varðar búvísindi. Nýjar niður- stöður rannsókna eru lagðar fram, eldra efni er tekið til endurskoðunar og miklar umræður fara fram, bæði inni á formlegum fundum og utan þeirra. Svo var vissulega að þessu sinni og aðstaða öll var til fyrir- myndar hjá Frökkum. Nú sem fyrr voru erfðir og kynbætur búfjár veigamikill þáttur en fóðurfræði og eldi voru einnig ofarlega á baugi. Á meðal athyglisverðs efnis um sjúkdómavarnir í sauðfé voru tilraunir til kynbótaúrvals gegn ormaveiki, júgurbólgu og garnaveiki. Á seinni árum er farið að huga meira að sjálfbærri þróun í víðu samhengi þar sem þættir á borð við útblástur gróðurhúsalofttegunda og mengun frá búfjárframleiðslu, eink- um verksmiðjubúskap, fær ítarlega umfjöllun. Nú voru m.a. flutt afbragðs erindi um búvistfræði, dýravelferð og siðferðileg sjónarmið sem varða framleiðslu búfjárafurða. Þá kom eyðing erfðaefnis töluvert við sögu því að hún hefur verið fylgifiskur þéttbærra búskaparhátta, einkum í alifugla- og svínarækt. Nauðsynlegt er að spyrna við fótum en bændur og aðrir búvöruframleiðendur benda gjarnan á að þeir séu undir stöð- ugum þrýstingi frá neytendum og stjórnmálamönnum að lækka mat- vælaverð. Þessi þróun á sér ýmsar skugga- hliðar og eru búvísindamenn að átta sig betur og betur á slæmum afleiðingum ýmissa búskaparhátta þótt þeir séu taldir hagkvæmir. Ekki eru gæði afurða alltaf tekin til greina, aðeins einblínt á verðið og í raun gætir töluverðs tvískinn- ungs og mótsagna. Lífræni geirinn tekur best á þessum málum enda í nánustum tengslum við neytendur. Það er vissulega kominn verðmiði á umhverfisþætti, dýravelferð o.fl. sem t.d. kemur fram í hærra verði lífrænt vottaðra afurða en annarra. Ábyrgari búfjárframleiðsla Í Nantes var m.a. verið að tala um ábyrgari búfjárframleiðslu og nú þegar eru merki um árangur, t.d. með samdrætti í notkun sýklalyfja, en þar er staða íslensks landbún- aðar mjög sterk eins og fram kom í viðtali við yfirdýralækni hér í blaðinu í sumar. Þarna gefur lífræni geirinn mjög gott fordæmi og kom m.a. fram í umræðum að lífrænir búskaparhættir væru farnir að hafa jákvæð áhrif á þá hefðbundnu. Þess sæi jafnvel stað í vali á rannsóknar- verkefnum og fjármögnum þeirra, m.a. úr sjóðum Evrópusambandsins. Yfirlit allra erinda og veggspjalda, samtals 1070 að tölu, voru gefin út fyrir þingið, bæði í vefútgáfu og prentútgáfu. Þá verða erindin í heild birt bráðlega á vefsíðunni www.eaap2013.org, þar á meðal erindi okkar Jóns Viðars Jónmundssonar og Emmu Eyþórsdóttur um forystufé sem er einstakt á heimsvísu og vekur alltaf athygli hvar sem frá því er sagt. Sterk staða Búfjárræktarsambands Evrópu Í ársskýrslu forseta sambandsins, dr. Philippe Chemineau frá Frakklandi sem nú var að ljúka fyrsta stjórnarári sínu, kom m.a. fram að betra jafnvægi er komið á rekstur EAAP en var um árabil og lögð var fram ný stefnuyfirlýsing. Raunar mátti greina hluta þeirrar nýbreytni í Nantes. Lögð verður aukin áhersla á vandað val efnis og gæði framsetningar, reynt að höfða til sem flestra, hvort sem þeir stunda rannsóknir, kennslu eða leiðbeiningar, eða, hvort sem þeir starfa hjá opinberum stofnunum eða hjá fyrirtækjum af ýmsu tagi. Mér finnst því sérstök ástæða til þess að vekja athygli íslenskra búvísindamanna og dýralækna á starfseminni sem er raunar mun víðfeðmari en kemur fram á hinum árlegu þingum. Forsetinn greindi m.a. frá blómlegri útgáfustarfsemi sem sambandið er aðili að, svo sem hinu virta búvísindariti Animal auk ritanna Advances in Animal Biosciences, Animal Frontiers, allt prentútgáfur, að ógleymdum fréttabréfinu EAAP Flash-e-News og vefsíðunni www.eaap.org Þess ber að geta að næstu ársþing sambandsins verða haldin í Kaupmannahöfn 25.-29. ágúst 2014, í Varsjá 31. ágúst-4. september 2015 og í Belfast 2016, sennilega í lok ágúst. Nánari upplýsingar um EAAP veitir undirritaður fúslega og með glöðu geði. Ólafur R. Dýrmundsson PhD Bændasamtökum Íslands ord@bondi.is, 563-0300/0317 Sunbeam-Oster fjárklippur Varahlutaþjónusta og sala á fjárklippum. Startarar, alternatorar, varahlutaþjónusta sími. 696-1050 netfang. okspare@simnet.is Í Frakklandi er lögð mikil áhersla á nýtingu beitilanda við búfjárframleiðslu og eru um 2/3 nautakjötsins framleid með þeim hætti. Holdakýr í góðum sumarhaga með grasi, rauðsmára og öðrum gæðagróðri. Mynd / Institut de l' elevage Búfjárræktin vistvænni og sjálfbærari – Búfjárræktarsamband Evrópu fundaði í Frakklandi Í frönskum sumarhögum. Nautgripir af tveim þeirra fjölmörgu kynja sem til eru í Frakklandi. Mynd / Institut de l' elevage Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt!

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.