Bændablaðið - 19.09.2013, Side 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Á Íslandi er starfandi Íslenski
fjallahjólaklúbburinn. Geir
Harðarson er ritari klúbbsins.
Hann segir starfsemina mjög
fjölbreytta og við allra hæfi.
„Við bjóðum upp á skipulagðar
ferðir sem taka 1 til 2 daga ásamt
ferðum á þriðjudagskvöldum.
Þriðjudagsferðirnar eru
fjölskylduvænar ferðir um
höfuðborgarsvæðið þar sem
hjólað er á hraða sem er um 2 km/
klukkustund – og hentar öllum.
Oft enda ferðirnar á kaffihúsum
þar sem fólk spjallar saman.
Eins til tveggja daga ferðirnar
eru oft trússferðir þar sem keyrt
er út á land, hjólað yfir daginn,
gist í sumarbústöðum eða
skálum og hjólað einnig seinni
daginn. Fjallahjólaklúbburinn
er með klúbbhús að Brekkustíg
2, 101 Reykjavík, þar sem við
erum með viðgerðaraðstöðu
með öllum verkfærum. Þar er
opið hús á fimmtudagskvöldum
og boðið er upp á fjölbreytta
dagskrá, kaffihúsakvöld,
viðgerðarnámskeið, myndakvöld
og fleira. Stjórn klúbbsins
tekur þátt í hagsmunagæslu
fyrir hjólreiðafólk í tengslum
við ýmis skipulagsmál sem
snerta hjólreiðar. Við gefum út
Hjólhestinn einu sinni til tvisvar
sinnum á ári sem er vandaður
bæklingur með ferðasögum,
ferðaáætlun og kynningum á
vörum og starfsemi klúbbsins.
Einnig höldum við úti vandaðri
heimasíðu, fjallahjolaklubburinn.
is. Um 800 meðlimir eru á
félagaskrá klúbbsins.
Hægt að hjóla um allt land
Í stuttu máli má segja að
það sé hægt að hjóla um
allt Ísland ef viljinn er fyrir
hendi. Hjólreiðakappar
hafa birt myndbönd úr
ferðum yfir Fimmvörðuháls.
Fjallahjólaklúbburinn
hefur skipulagt ferðir frá
Reykjavík að Úlfljótsvatni, frá
Landmannalaugum að Hellu,
um Skorradal, ýmsar leiðir á
Snæfellsnesi og á Vestfjörðum.
Bændur eins og aðrir sem bjóða
ferðaþjónustu mega í auknum
mæli höfða til hjólreiðafólks og
bjóða þjónustu sem það kann
að meta; eins og heita potta,
aðstöðu til að þvo og þurrka föt,
viðgerðaraðstöðu, hjólageymslu
inni eða undir þaki og ódýra
gistingu. Hjólreiðafólk er góðir
viðskiptavinir, ferðast með lítinn
farangur og vill kaupa mat og
annað á staðnum. Við höfum
ekki orðið vör við vandamál við
að ferðast um fjöll og firnindi
enda fara hjólreiðamenn oftast
eftir götum og slóðum utan
girðinga. Þeir sem tjalda utan
hefðbundinna tjaldsvæða hafa
ekki verið í vandræðum að fá
leyfi hjá landeigenda enda oftast
einungis tjaldað til einnar nætur á
hverjum stað.
Fengið töluvert af
fyrirspurnum frá útlöndum
Í gegnum heimasíðuna hefur
Fjallahjólaklúbburinn fengið
töluvert af fyrirspurnum um
hjólaferðalög um Ísland. Einna
helst er verið að óska eftir tillögum
að leiðum, færð og hæfilegum
dagsleiðum. Við höfum reynt að
greiða götu fólks eftir bestu getu
en við höfum einnig bent fólki á
fagaðila í hjólaferðamennsku sem
eru að selja hjólreiðaferðir.“
Jón Örn Bergsson í Landmannalaugum. Mynd / Hrönn Harðardóttir
Íslenski fjallahjólaklúbburinn:
Bændur mega höfða meira til hjólreiðafólks
hjólaleigur og dagsferðir á hjólum.
Undirrituð telur að hvert hérað
landsins hafi góða möguleika á að
byggja upp hjólaferðamennsku, bæði
fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn.
Þó að hægt hafi gengið hefur miklu
verið áorkað undanfarin ár og byggir
sú sókn hjólaferðamennsku á Íslandi
á einstaklingsframtaki áhugamanna
um þessi mál. Hjólaferðamennska á
Íslandi hefur lítið verið auglýst né
hafa ferðaskrifstofur sinnt þessum
þætti nægjanlega vel […] Það sem
helst vantar eru merktar hjólaleiðir,
kort af hjólaleiðum og það að
hjólandi gestir finni að þeir séu
velkomnir á gisti- og matsölustaði
rétt eins og hestaferðamenn og
bílaleiguferðamenn,“ segir þar enn
fremur.
Ferðaþjónustubændur myndi net
Í erindi Stefáns leitaðist hann
eftir því að svara þeirri spurningu
hvort hjólreiðamenn væru
áhugaverður markhópur fyrir
ferðaþjónustubændur – eins og hann
sjálfan. Niðurstaða hans er að við
eigum ýmissa kosta völ varðandi
auknar tekjur af hjólreiðamönnum.
Það muni þó fyrst og fremst ráðast
af áhuga ferðaþjónustubænda hvort
það lánist. Hann telur vænlegast að
bændur starfi saman að því að mynda
net sem geri hjólreiðaferðamennsku
að spennandi valkosti til lengri tíma
litið. „Ég sé fyrir mér að viðkomandi
gististaður byggi upp þjónustu, merki
og skipuleggi ferðir sem geta verið
viðfangsefni fyrir gesti í 3-5 daga
á sama næturstað. Þetta geta eftir
atvikum verið ferðir með leiðsögn
en aðalatriðið er að selja sem flestar
nætur samfellt. Með 4-6 svona
stöðum umhverfis landið getum við
boðið til spennandi Íslandsferðar
fyrir velborgandi áhugafólk um
hjólreiðar sem vill eyða hluta
dagsins í holla hreyfingu og njóta
síðan góðra veitinga og dekurs á
kvöldin. Ef umfang rekstrar er orðið
umtalsvert getur það staðið undir
frekari þjónustu eins og kerrum
og bílum sem geta flutt hjól og
trúss milli staða sé þess þörf. Þá er
mótahald af einhverjum toga svo sem
hjólareiðakeppnir, hjóladagar/vikur,
söfnun hjólaleiða o.s.frv. æskilegt
tæki í markaðsstarfi,“ segir Stefán í
greinargerð sinni.
ÚTBOÐ
Veiðifélag Brynjudalsár í Kjós óskar hér með eftir tilboðum í
lax- og silungsveiði í Brynjudalsá fyrir árin 2014 til 2017, að
báðum árum meðtöldum, samkvæmt meðfylgjandi útboðs-
skilmálum og fyrirliggjandi upplýsingum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Bændasamtaka Íslands,
Bændahöllinni við Hagatorg, sími 563-0300.
Þeir sem óska eftir að fá útboðsgögnin send á rafræni formi snúi
sér til Guðbrands Brynjúlfssonar, netfang buvangur@emax.is
s. 844-0429/437-1817.
Tilboðum skal skila til formanns Veiðifélags Brynjudalsár,
Lúthers Ástvaldssonar, Þrándarstöðum, 276 Mosfellsbæ, merkt
Útboð v/ Brynjudalsár.
Frestur til að skila tilboði rennur út mánudaginn 7. október
2013 kl. 14.00.
Tilboðin verða opnuð fimmtudaginn 10. október, kl. 14.00 í
viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska, á heimili formanns
veiðifélagsins að Þrándarstöðum í Brynjudal.
F.h. Veiðifélags Brynjudalsár,
Lúther Ástvaldsson, formaður
Mest seldu jarðvarmadælurnar
á Íslandi
Thermia varmadælur loft í vatn og
vatn í vatn (jarðvarmadælur).
Hafðu samband og kynntu þér mögulegan
orkusparnað með varmadælu. Bjóðum
fría ráðgjöf og útreikninga um mögulegan
orkusparnað.
Vertu velkominn í hóp ánægðra viðskipta-
vina, við bjóðum þér að hafa samband við
okkar viðskiptavini til þess að kynna þér
gæði og þjónustu okkar.
Thermia fagnar 90 ára afmæli
í ár og er í eigu Danfoss.
Á R A
Smiðjuvegur 70 - 200 Kópavogur
www.verklagnir.is - info@verklagnir.is
Styrkir til
jarðræktar og
hreinsunar
affallsskurða
Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til
jarðræktar og hreinsunar affallsskurða samkvæmt reglum
nr. 707/2013. Reglurnar eru aðgengilegar á www.bondi.is.
Styrkhæf er ræktun grass, korntegunda til dýrafóðurs og
manneldis, ræktunar olíujurta, þar með talin til lífdíselolíu-
framleiðslu enda sé hratið nýtt til fóðurs, ræktun grænfóðurs
til beitar og uppskeru á því ári sem uppskorið er. Upp-
skera er kvöð, sjá nánar í reglum. Samkvæmt ákvæði til
bráðabrigða er uppskera ekki kvöð þegar um er að ræða
endurræktun vegna kals vorið 2013.
Einnig eru veittir styrkir til hreinsunar stórra affallsskurða
sem taka við vatni af stóru vatnasvæði.
Umsóknarfrestur er til 20. september nk. Sótt er um á
sem nálgast má á sömu heimasíðu.
Bændasamtök Íslands,
Bændahöllinni við Hagatorg,
107 Reykjavík