Bændablaðið - 19.09.2013, Side 32

Bændablaðið - 19.09.2013, Side 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Í þriðja og síðasta hluta umfjöllunarinnar um barrtré verður sagt frá viðkvæmari ættkvíslum og tegundum sem geta þrifist hér á landi en þurfa gott skjól, alúð, aðhlynningu og jafnvel huggun yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hér er því um gælutré að ræða. Apatré (Araucaria) Ættkvísl með um 19 tegundum sem vaxa í Suður-Ameríku og Eyjaálfu. Einstofna tré sem geta náð 80 metra hæð. Barrið líkist aflöngum laufblöðum. Apatré/apahrellir (A. araucana). Uppruni til fjalla í Síle og Argentínu. Einstofna tré sem getur náð 40 metra hæð. Barrið ljósgrænt, breitt, hvasst og oddmjótt. Viðkvæm og sjaldgæf tegund sem þarf góða umönnun. Hefur náð 2 metra hæð í Reykjavík. Dögglingsviður (Pseudotsuga) Ættkvísl með 4 tegundir sem deilast í nokkrar undirtegundir sem eiga heimkynni í Austur-Asíu og á vestur- strönd Norður-Ameríku. Einstofna og beinvaxin tré. Börkurinn sléttur í fyrstu en flagnar og verður hruf- óttur og korkkenndur með aldrinum. Könglarnir hangandi. Dögglingsviður (P. menziesii). Uppruni á vesturströnd Norður- Ameríku. Getur náð 100 metra hæð og orðið hátt í tíu alda gamall. Beinvaxið, súlulaga eða kræklótt tré með láréttar greinar. Barrið ljós- grænt, flatvaxið og mjúkt. Ilmar af harpixi og ávöxtum. Þrífst ágætlega í skjóli og frjósömum og rökum jarðvegi. Einn mikilvægasti nytja- viður í heimi til viðarframleiðslu. Lífviður (Thuja) Lítil ættkvísl með sex tegundum sem vaxa í Norður-Ameríku og Austur-Asíu. Allt frá smávöxnum runnum upp í risastór tré. Lífviðir gefa frá sér ilm sem minnir á ólíka ávexti eftir tegundum. Blöðin flöt og minna á blævæng. Ræturnar vaxa þétt og því auðvelt að flytja plönturnar. Laus við vanþrif og sjúkdóma. Kanadalífviður (T. occidentalis). Heimkynni í Norður-Ameríku þar sem tréð nær tæplega 40 metra hæð og er keilulaga við bestu skilyrði. Hægvaxta og oft margstofna runni. Börkurinn rauðbrúnn í fyrstu en síðan grábrúnn og flagnar með aldrinum. Greinarnar margskiptar, stuttar og láréttar með flötum smágreinum. Blöðin dökkgræn að ofan en gulleit á neðra borði og gulnar á veturna, flöt og þétt með eplailmi. Könglar litlir, rauðbrúnir og egglaga. Viðkvæmur hér en lifir veturinn af á skjólgóðum stað eða með vetrarskýli. Dafnar best norðanmegin við hús. Fjöldi ólíkra yrkja í ræktun. Hentar vel í ker. Kóreulífviður (T. koraiensis). Uppruni á Kóreuskaga þar sem einstaka tré geta náð 20 metra hæð en eru yfirleitt lægri. Börkurinn rauðbrúnn, hrjúfur og flagnar með aldrinum. Greinar þéttar, útréttar og uppsveigðar á endunum. Blöðin skærgræn á efra borði en bláhvít á því neðra, flöt og þétt með möndlu- keim. Könglar ljós- eða dökkbrúnir og egglaga. Dafnar best í skjóli og skugga og í rökum, frjósömum og eilítið súrum jarðvegi. Hentar vel í ker. Japanslífviður (T. standishii). Vex villtur til fjalla í Japan þar sem hann getur náð 35 metra hæð. Krónan breið og keilulaga. Börkurinn rauðbrúnn og flagnar með árunum. Greinarnar útréttar og uppréttar á endunum. Blöðin grænmött, þétt og flöt og gefa frá sér sítrónukeim. Könglar brúnir og egglaga. Dafnar best í skjóli og skugga. Hentar vel í ker. Risalífviður (T. plicata). Heimkynni á vesturströnd Norður- Ameríku. Getur náð 85 metra hæð við góð skilyrði en er yfirleitt lægri. Börkurinn rauð- eða grábrúnn. Greinar útstæðar og uppsveigðar í endann. Blöðin dökkgræn og gljáandi að ofan en ljósari og með hvítum blettum að neðan. Ilmar eins og ananas. Könglar rauðbrúnir og egglaga. Dafnar best í skugga og á skjólgóðum stað. Hentar vel í ker. Sýprus (Chamaecyparis) Ættkvísl með fimm tegundum sem vaxa í Norður-Ameríku, Japan og Taívan. Hávaxin tré með keilu- laga krónu í heimkynnum sínum. Hægvaxta og langlíf. Blöðin ilm- andi og einkennandi fyrir hverja tegund. Þurfa bestu skilyrði hér. Skuggþolin og dafna best norðan við hús í góðu skjóli og þurfa vetrar- skjól fyrstu veturna. Laus við sjúk- dóma og vanþrif. Alaskasýprus (C. nootkatensis). Heimkynni við strendur Suður- og Suðaustur-Alaska. Einstofna tré eða runni sem getur náð 40 metra hæð og 3.500 ára aldri. Krónan keilulaga. Börkurinn grábrúnn og flagnar með aldrinum. Greinar láréttar og upp- sveigðar á endunum með slútandi smágreinar. Blöðin dökk- eða gul- græn, hrjúf viðkomu. Könglar litlir, brúnir og hnöttóttir. Dafnar best í miklum loftraka og í djúpum og næringarríkum jarðvegi. Hægvaxta en hefur náð 3 metra hæð hér. Fjöldi yrkja í ræktun, til dæmis ‘Elwoodii’, ‘Elwoodii Gold’ og ‘Columnaris’ sem öll hafa reynst vel, en ‘Ivonne’ er keilulaga skálaplanta með gullna greinaenda. Skálaplanta eða mjög gott skjól yfir veturinn. Fagursýprus (C. lawsoniana). Kemur frá Norðvestur-Kaliforníu og Oregon í Norður-Ameríku þar sem hann getur náð ríflega 70 metra hæð. Krónan keilulaga. Börkurinn rauðbrúnn og hreistraður. Greinarnar stuttar, láréttar og slút- andi. Barrið grannt en gult í endann. Könglar hnöttóttir, blágrænir í fyrstu en verða brúnir við þroska. Þrífst best við háan loftraka og í djúpum og næringarríkum jarðvegi. Fjöldi yrkja í ræktun, til dæmis ‘White Spot’ sem er keilulaga skálarunni með hvítan nývöxt. Sólsýprus (C. obtusa). Heimkynni í Japan og Kína þar sem hann nær ríflega 50 metra hæð. Krónan keilulaga og börkurinn rauðbrúnn. Greinar slútandi. Barrið ljósgrænt, sljótt í endann og með sítrónuilmi. Könglar hnöttóttir. Skálaplanta og fjöldi yrkja í ræktun. Vinsælt bonsai-tré í Japan. Ýviður (Taxus) Ættkvísl með átta tegundum sem vaxa í Norður-Ameríku, Evrasíu og Norður-Afríku. Hægvaxta og lang- lífar plöntur. Til forna ríkti helgi á ýviði í Evrópu. Góður smíðaviður. Sumar tegundir sæmilega harðgerð- ar og dafna best í skugga og skjóli hér á landi. Barrið og berin eitruð. Laus við vanþrif og sjúkdóma. Ýviður/ýr (T. baccata). Heimkynni í Vestur-Evrópu og Skandínavíu. Getur náð 30 metra hæð við bestu skilyrði og 1.000 ára aldri. Krónan hvelfd. Stofninn rauðbrúnn og flagnar með aldrinum. Greinarnar langar og útstæðar. Barrið flatt, mjúkt, dökkgrænt og glansandi. Berin rauð. Plantan er eitruð. Seinvaxin og þolir klippingu og hentar því vel í ker. Viðkvæm og þarf gott skjól og góða umönnun. Fjöldi mismunandi yrkja í ræktun. Japansýr (T. cuspidata). Uppruni í Japan, Kóreu og á austurströnd Síberíu. Vex sem runni eða einstofna tré sem nær 20 metra hæð og öld í aldri. Krónan breytileg eftir vaxtar- stað. Börkurinn ljósbrúnn. Greinar útstæðar, láréttar og uppsveigðar í endann. Barrið dökkgrænt á efra borði en gulgrænt á því neðra, flatt og mjúkt viðkomu. Berin rauð og nokkur saman í hnapp. Þrífst best í góðu skjóli og hálfskugga. Fjöldi yrkja í ræktun, til dæmis dvergjapan- sýr (T. cuspidata ´nana´) sem vex ekki nema um 3 til 4 sentímetrar á ári og hentar vel í ker. Garðaýr (T. media). Kynblendingur milli ýviðar og Japansýrs og líkist báðum foreldrum. Fjöldi yrkja í ræktun, t.d. ‘Brownii’ sem er lág- vaxinn kúlulaga runni, ‘Hicksii’ sem vex á breiddina og ‘Summergold’ sem er hálfjarðlægur og með gul- leitan nývöxt. Fjallaþöll (T. mertensiana). Uppruni á vesturströnd Norður-Ameríku, frá Alaska til Kaliforníu. Runni eða tré sem getur náð 40 metra hæð og 500 ára aldri. Barrið bláleitt, flatt og útstætt. Könglarnir langir og fremur mjóir. Dafnar ágætlega hér í skjóli og er skuggþolið. Dafnar yfirleitt betur norðanmegin við hús í skjóli fyrir vorsólinni. Marþöll (T. heterrophylla). Heimkynni á vesturströnd Norður- Ameríku, frá Alaska til Kaliforníu. Einstofna, grannvaxið og keilulaga tré sem getur náð 80 metra hæð og allt að 500 ára aldri. Greinar láréttar og toppsprotinn slútandi. Barrið fagurgrænt eða matt í fyrstu en síðan gljáandi dökkgrænt og með tvær hvítar rákir á neðra borði. Könglarnir egglaga. Hefur náð 10 metra hæð og myndað fræ hér á landi. Kýs skuggsælan stað og rakan jarðveg. Indíánar nýttu innra lag barkarins til matar. Þurrkaður var hann mulinn og notaður í sósur og með mjöli til brauðgerðar. Þinur (Abies) Ættkvísl með um 50 tegundir. Í heimkynnum sínum, á norðurhveli jarðar, er þinur stórt, súlulaga tré sem líkist greni í vexti og myndar þétta skóga. Skuggþolnar plöntur. Hér er þinur ræktaður sem skrauttré en flestir kannast þó við hann sem jólatréð norðmannsþin. Þináta er sveppasjúkdómur sem leggst á þin og getur drepið börkinn. Balsamþinur (A. balsamea). Upprunninn í Norður-Ameríku þar sem hann er uppmjór og nær allt að 25 metrar hæð. Barrið stutt, gljáandi dökkgrænt og með daufum rákum fremst. Könglar uppréttir á grein- unum. Ilmar af balsami. Þrífst best í skjóli fyrir vorsól og vetrarvindum. Eðalþinur/nobilis (A. procera). Fallegt tré sem getur orðið ríflega 80 metrar á hæð í náttúrulegum heimkynnum sínum á vesturströnd Norður-Ameríku. Greinarnar krans- stæðar. Barrið uppsveigt og bláleitt, langt og breitt. Vex í nokkrum görðum hér. Skuggaþolinn en við- kvæmur. Fluttur inn sem jólatré og stakar greinar. Evrópuþinur (A. alba). Heimkynni til fjalla í Mið- og Austur-Evrópu þar sem hann hefur mælst tæplega 60 metra hár. Barrið dökkgrænt með ljósri rák á efra og neðra borði, upp- sveigt. Algengasti þinurinn í Evrópu en viðkvæmur hér. Fjallaþinur (A. lasiocarpa). Vex villtur á vesturströnd Norður- Ameríku, nær 40 metra hæð og getur orðið 250 til 300 ára. Súlulaga. Greinar stuttar og slútandi. Barrið þétt, útstætt, fölblágrænt og með ljósum rákum báðum megin. Ilmar vel. Könglarnir stilklausir og tunnu- laga. Þrífst vel inn til landsins hér. Indíánar Norður-Ameríku not- uðu kvoðuna úr fjallaþini líkt og tyggigúmmí til að hreinsa tenn- urnar. Malaðir könglar sagðir sætir og góðir fyrir meltinguna. Viðurinn er góður til upphitunar vegna þess hve hægt hann brennur. Hvítþinur (A. concolor). Heimkynni í Norður-Ameríku og getur náð 60 metra hæð. Greinarnar láréttar, barrið uppsveigt, grágrænt og nokkuð gisið. Könglarnir rauð- leitir og vísa upp. Skuggþolinn en hægvaxta hér á landi. Þolir illa vorsól. Norðmannsþinur (A. nordman- niana). Heimkynni í Kákasus og Litlu-Asíu. Þéttvaxið tré sem getur orðið tæplega 70 metra hátt. Barrið þétt og framstætt og gljáandi dökk- grænt. Mjög skuggþolinn og þolir margs konar jarðveg en þarf skjól- góðan stað til að þrífast hér á landi. Fluttur inn sem jólatré og stakar greinar sem halda barrinu vel. Síberíuþinur (A. sibirica). Heimkynni frá Úralfjöllum og norður í Síberíu, nær tæplega 40 metra hæð. Keilulaga og grann- vaxinn. Greinarnar sveigjast niður á við. Barrið mjúkt, grasgrænt, þétt og vísar fram. Ilmar vel. Með fyrstu barrtrjám sem plantað var hér á landi, hefur náð um 18 metra hæð og myndað fræ. Tekur ekki mikið pláss og hentar því ágætlega í einkagarða. Garðyrkja & ræktun Sígræn gælutré – þriðji hluti Apatré (Araucaria araucana). Kanadalífviður (Thuja occidentalis). Ýviður ýr (Taxus baccata).

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.