Bændablaðið - 19.09.2013, Qupperneq 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 19. september 2013
Harðkornadekk voru um
árabil framleidd hér á landi en
hafa verið framleidd í Evrópu,
Bandaríkjunum og í Kanada
síðastliðin 15 ár. Hafa þau reynst
vel í hvívetna að sögn Helga
Geirharðssonar, verkfræðings
og talsmanns Harðkornadekkja
ehf., sem skoðar nú ásamt félaga
sínum Kristni Rúnari Sigurðssyni
möguleika á að hefja á ný
framleiðslu dekkjanna á Íslandi.
Dekkin eru framleidd erlendis
samkvæmt einkaleyfi íslenskra
frumkvöðla sem gengur út á að
hörðum kornum (iðnaðardemöntum)
er blandað í allt munstur dekkjanna
þegar þau eru sóluð. Virknin varir
því allan líftíma dekkjanna.
Áætlanir Harðkornadekkja
ehf eru að gera tilraun á íslenska
markaðnum með dekkjum sem
framleidd eru í Svíþjóð og á Ítalíu
næstu 2 árin og byggja undir
verkefni sem þróast í framleiðslu
harðkornadekkja hér á landi.
Voru framleidd á Íslandi um
árabil
Harðkornadekk voru framleidd
á Íslandi hjá Sólningu og
Gúmmívinnustofunni en hafa
verið flutt til landsins frá Evrópu
og Bandaríkjunum undanfarin
ár þar sem þau eru framleidd
samkvæmt íslensku einkaleyfi.
Að sögn Helga hafa tekjur
dekkjaverkstæða komið að stórum
hluta frá umskiptingum vor og haust
og frá neglingu dekkja. Því hefur
markaðssetning harðkornadekkja
hérlendis einkennst til þessa
af mikilli liðið fyrir andstöðu
dekkjaverkstæða við dekk sem nota
má allt árið. Segir hann að miklar
viðhorfsbreytingar hafa hinsvegar
átt sér stað undanfarin misseri, enda
fari Reykjavíkurborg opinberlega
fram á það við ökumenn að þeir
hlífi götum við notkun nagladekkja.
Segir hann að reynsla af framleiðslu
og sölu harðkornadekkja staðfesti
að stór markaður sé fyrir innlenda
framleiðslu slíkra dekkja, ef rétt sé
á málum haldið. Jafnframt að gæði
þessarar framleiðslu séu sambærileg
við nýframleiðslu í dag vegna þess
búnaðar sem þróaður hefur verið til
eftirlits með framleiðslu. Þar nefnir
Helgi sérstaklega tölvusjón og
gegnumlýsingar enda sé gallatíðni
harðkornadekkja sambærileg við
ný dekk í dag.
Endurnýta notaða hjólbarða
Harðkornadekk eru umhverfisvæn þar
sem við framleiðslu þeirra eru belgir
notaðra hjólbarða endurnýttir. Belgirnir
eru langstærsti hluti dekkjanna og
eru hjá betri framleiðendum gjarnan
framleiddir til að endast fyrir fleiri
en eitt slitlag. Við endurnýtingu
belgjanna dregur úr myndun úrgangs
og flutningar sparast milli landa.
Áætlað er að orkusparnaður vegna
þessarar endurnýtingar sé allt að 3-9
gallon af jarðefnaeldsneyti á hvert
dekk. Það hefur síðan jákvæð áhrif
á skuldbindingar okkar Íslendinga
gagnvart Kyoto samningnum.
Helgi segir að samkvæmt
samanburðar rannsóknum í Svíþjóð
og Þýskalandi á harðkorna- og
nagladekkjum sé virkni dekkjanna
sambærileg við flest erfið vetrar-
skilyrði. Rannsóknir dr. Haraldar
Sigþórssonar umferðarverkfræðings
leiða til þeirrar niðurstöðu að
nagladekk veiti falskt öryggi.
Gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar
áætlar að beinn kostnaður embættis
hans vegna notkunar nagladekkja sé
nálægt 300 milljónir kr. á ári. Notkun
nagladekkja vegur þyngst (um. 55%)
í svifryksmenguninni á höfuðborgar-
svæðinu. Svifryksmengunin fór 28
sinnum yfir skilgreind hættumörk
í fyrra. Þann 10. febrúar sl. var
börnum í ákveðnum leikskólum
borgarinnar meinað að fara út undir
bert loft vegna svifryksmengunnar,.
Samkvæmt rannsóknum í Svíþjóð
og Finnlandi deyja fleiri úr öndunar-
og hjartasjúkdómum sem rekja má
til svifryks en í umferðarslysum.
Norðmenn hafa frá árinu 2001 beitt
skattaálögum á þá ökumenn sem notast
við nagladekk, með þeim árangri að
nagladekkjanotkun hefur minnkað til
muna.
Þessu til viðbótar bendir Helgi
á að viðskiptaráðherra hafi sagði í
kvöldfréttum RÚV þann 17. febrúar
2010 að takmarka yrði innflutning.
Segir Helgi að öllum megi ljóst vera að
við verðum að fara eins vel og kostur
er með þann gjaldeyri sem við höfum.
„Áætlað er að gjaldeyrir að
verðmæti hátt í 2 milljarða fari
í kaup á innfluttum hjólbörðum
árlega. Framleiðsla harðkornadekkja
innanlands er því ekki aðeins
atvinnuskapandi heldur gæti hún sparað
hálfan til einn milljarð í gjaldeyri.
Þá kemur framleiðslan með beinum
hætti til góða fyrir alla landsmenn þar
sem dekkin eru umtalsvert ódýrari
en innflutt samkeppnishæf dekk.
Þjóðhagsleg hagkvæmni þess að
framleiða harðkornadekk hér á landi
eru því augljóslega margþætt.“
Harðkornadekk með iðnaðardemöntum – umhverfisvæn íslensk hönnun:
Hugmyndir uppi um að hefja á ný framleiðslu
harðkornadekkja hérlendis
Kristinn Rúnar Sigurðsson og Helgi Geirharðsson verkfræðingur með
sýnishorn af harðkornadekkjum.
Bækur
Sting þú, páll, moka þú, reka!
– tuttugasta bók Þórðar Tómassonar er full af fróðleik um landbúnaðarsögu
Bókaútgáfan Sæmundur á
Selfossi hefur sent frá sér bókina
Sýnisbók safnamanns eftir Þórð
Tómasson safnvörð í Skógum.
Þetta er 20. bók Þórðar og eins
og nafnið bendir til helguð safn-
munum í Skógum, sögu þeirra
og samhengi í listasögu og þjóð-
háttum.
Stór hluti verksins er helgaður
landbúnaðarsögu Íslands en þar býr
Skógasafn að því að eiga safngripi
af öllu landinu.
Miklu skiptir að sá sem hér held-
ur á penna hefur sjálfur þekkingu og
reynslu af verkháttum með hinum
fornu verkfærum og ber saman
verklag landshluta og mismunandi
gerð verkfæra. Gott dæmi um þetta
er kafli Þórðar um pálana:
Páll
„Páll og reka hafa átt samleið í
íslenskum bús hlutum allt frá land-
námi. Hlutverkum þeirra er lýst
mjög hnitmiðað í gömlu ævintýri:
„Sting þú, páll, moka þú, reka.“
Um mann sem kominn var að
fótum fram var hægt að segja: „Það
er mál til komið að taka pálinn og
rekuna.“ Gröfin var nálæg. Séra
Matthías Jochumsson orðar þetta
skýrt í þýðingu sinni á Hamlet eftir
Shakespeare:
Reku, pál og hjúp um hold
heimtar lífsins gáta.
Páll, fullu nafni stungupáll, var
alltaf bændasmíði og hélst víða í
notkun langt fram á 20. öld. Faðir
minn, Tómas Þórðarson (1886–
1976), smíðaði sér og nágrönnum
sínum stungupála fram um 1930,
gilti einu þótt stálskóflur væru þá
fyrir allnokkru komnar til nytja á
hverju bóndabýli. Margan kökkinn
og margan skánarhnausinn í fjárhúsi
tók ég frá páli í æsku.
Fornt orðafar bendir til þess að
mismunandi gerðir af pálum hafi
til verið. Pálstaf áttu sér fjármenn
á Norðurlandi. Þeir stafir voru með
mjóu pálblaði, vel fallnir til þess að
höggva með spor í ísa, jafnvel til að
vaka ís svo fénaður næði til vatns.
Í ævagamalli bæn sem ég lærði í
æsku segir:
Með þeim stinna stoðpál
sting ég frá mér svell hál.
Líklega er þetta sama og pálstafur.
Orðið grjótpáll var notað um kraft-
mikinn mann:
„Hann er grjótpáll fyrir búi.“
Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar frá 1772
er mikilsverð teikning af páli
gerólíkum pálum 19. og 20. aldar.
Pállinn sá er að skafti og blaði gerður
úr einu tré og hakið til hliðar við
skaftið hefur verið fótstigið. Blaðið
er til mestra muna klætt járnþynnu,
vafalítið á bæði borð. Þverhalda er
efst á skafti. Þetta er stílhreint og
fagurt áhald. Í einni af snuddferðum
mínum í hið gamla bæjarstæði
Stóru-Borgar undir Eyjafjöllum
fann ég í brotsári vatna og vinda
framan í hólnum pálblað sömu
gerðar og hjá Eggerti og Bjarna.
Fúi og ryð hafði leikið það illa en
lagið leyndi sér ekki. Ég afhenti það
Þjóðminjasafninu til varðveislu og
meðferðar. Í bók Finns Jónssonar á
Kjörseyri, Þjóðhættir og ævisögur
frá 19. öld, er teikning af páli
talsvert frábrugðnum þeim pálum
sem næstir eru í tíma á söfnum eða
í einkaeigu. Blaðið er þríhyrnt og
stig mjög frábrugðið.
Varðveittum pálum svipar mjög
saman. Blöðum svipar til þess að
vera rétthyrningar, stig ýmist sér-
smíðað og rekið upp í skaft með
festitanga eða þá hnoðað á blaðið.
Á þessu er mikil og kolafrek járn-
smíði. Mörg pálblöð voru smíðuð úr
járni sem fékkst frá skipsströndum.
Blaðið var ýmist rekið upp í skaft eða
þá hnoðað utan á það og járnhólkur
til styrktar skafti. Tvíhendishald var
alltaf ofan á skafti. Lengd pála er
nokkuð breytileg en yfirleitt var
miðað við það að pállinn væri í um
mittishæð á stungumanni er hann
hóf verk. Í Byggðasafninu í Skógum
hefur einn páll sérstöðu. Hann er
kominn frá Suður-Vík í Mýrdal.
Skaft er með venjulegum hætti en
í stað blaðs er þríhyrnd járngrind
með bjúglaga skera neðst, 29 cm
fyrir egg. Verklegur stiggaddur er
hnoðaður tryggilega utan á skaft.
Orðið pálstunga var til við-
miðunar í mæltu máli. Það er sú
þykkt jarðvegs sem pálblað tekur
þegar því er stungið beint niður. Við
upptöku mós (svarðar) í mógröfum
var um það rætt hve margar
pálstungur væru niður á móinn
og eins hve margar pálstungur af
mó fengjust úr gröf. Pálstunga
samsvarar um 24 cm.
Skemmtilegur orðaleikur um
áhaldið pál og mannsnafnið Pál er
í gömlum húsgangi:
Páll einn beiddi Pál um pál,
Páll því neita réði.
Páll kvaðst engan eiga pál,
utan pál sem léði.
Barkrókar og barnaleikföng
Önnur verkfæri sem Þórður segir
hér frá eru ókunnari nútímafólki
eins og barkrókarnir en einum
þeim síðustu þeirra náði Þórður að
bjarga frá eyðileggingu árið 1938.
Barkrókar voru til flutnings á kekkj-
um og hnausum til vegghleðslu en
hurfu með tilkomu hestvagna um
aldamótin 1900.
Barkrókarnir voru silaðir upp
á reiðhest „með ólasila ristum úr
smokki framan af hálsi stórgrips“.
Tveir til þrír kekkir voru lagðir á
hvorn barkrók og aðrir tveir lagðir
á klakkana.
Þá eru heimildir Þórðar um
leikföng fyrri tíðar ekki síður
merkilegur kafli í sögu landbúnaðar-
þjóðar. Fornleifar úr landi Stóru
Borgar sýna að frá fornu fari hafa
börn haft til leikja litla klyfbera og
einn slíkan er að finna í Skógasafni.
Kennslubók í hvítagaldri
Í fjölmörgum heimildum fyrri tíðar
er getið um hnúta þá sem höfðu
yfirnáttúrulega þýðingu þá riðnir
voru og gátu gagnast til að leysa
kvenkind frá burði, lækna undirflog
og bægðu öllu illu frá.
Eggert Ólafsson getur þessa
í Ferðabók sinni frá 18. öld og
sömuleiðis Jónas frá Hrafnagili í riti
sínu Íslenskir þjóðhættir. Hvorugur
hefur þó á færi að skýra frá því
hvernig hnútar þessir eru gerðir.
„Allar prentaðar
heimildir um sigurlykkju og
sigurhnút eiga það sameiginlegt
að skilja við lesandann með öllu
ófróðan um verklag við hnýtingu og
eru að öðru nokkuð þokukenndar.
Fram undir þetta hafa verið ofar
moldu konur sem kunnu á þessu
glögg skil. Þrjár konur úr Vestur-
Skaftafellssýslu hafa orðið mér
notadrýgstar með fróðleik á
þessu sviði, þær Ragnhildur
Guðbrandsdóttir frá Hraunbóli
á Brunasandi (f. 1878–1980),
frænka hennar, Pálína Stefánsdóttir
á Dalshöfða í Fljótshverfi (1887–
1984) og Elín Runólfsdóttir frá
Ketilsstöðum í Mýrdal (1873–
1969), en hana hitti ég háaldraða
í Unnarholti í Hrunamannahreppi.
Ragnhildur kenndi mér að
hnýta sigurlykkju og sigurhnút,
og hét verkið, er notað var til
lækninga, á hennar máli að ríða
á. Heimildarkonum mínum bar
saman um að við verkið hefðu
jafnan verið notuð sokkabönd
kvenna. Hef ég ástæðu til að ætla
út frá öðru hlutverki sokkabanda
í samskiptum kvenna og dýra, að
þau hafi átt að flytja nokkra orku
eða magn frá þeim, sem bar, til þess
sem var hjálparþurfi. Kynni það þá
að vera að nokkru tengt skreytingu
eða áletrunum hinna fornu fótofnu
eða spjaldofnu banda.“
Þórður skýrir síðan frá hnútum
þessum í lausu máli en með fylgja
vandaðar ljósmyndir Guðmundar
Ingólfssonar ljósmyndara þannig
að kennslan í þessari gömlu
galdrakúnst er svo ítarleg sem
frekast verður kosið.
Klyfberi, barnaleikfang í Skógasafni.
Mynd / Óli Haukur Valtýsson