Bændablaðið - 21.03.2013, Qupperneq 45

Bændablaðið - 21.03.2013, Qupperneq 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013 TRAUST FASTEIGNASALA Sími: 464 9955 SÍMI: 464 9955 FAX: 464 9901 SKIPAGATA 16 OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 9- SÍMI: 464 9955 FAX: 464 9901 SKIPAGATA 16 OPIÐ MÁN. - FÖS. KL. 9-12 & 13-17 Til sölu er býlið Ásgarður vestri í Skagafirði. Íbúðarhús 175,7 fm2, byggt 1997, hesthús 86,8 fm2, byggt árið 2000 og um 35 ha lands auk upprekstrarréttar. Hentug aðstaða fyrir hesta- áhugamenn. Stutt er í skóla og aðra þjónustu. Til sölu er um 40 fm. sumarhús til brottflutnings. Húsið er staðsett í orlofs- byggðinni í Svignaskarði í Borgarbyggð og selst í núverandi ástandi og með hluta húsbúnaðar. Einnig fylgir um 50 fm. verönd og handrið. Seljandi sér um að aftengja allar lagnir og heimtaugar. Kaupandi sér um að losa hús og pall af núverandi undirstöðum og fjarlægja af svæðinu. Hægt verður að skoða húsið í samráði við Svein (sími 898-9077 eða 510-7500) sem einnig veitir nánari upplýsingar. Tilboð sendist á Efling, Sætúni 1, 105 Reykjavík, merkt „Tilboð Svigna- skarð“ eða á netfangið sveinni@efling.is fyrir 5. apríl n.k. Til sölu sumarhús til flutnings TILBOÐ ÓSKAST Íslenskur matur á allra borðum Í tilefni af aðalfundi Samtaka verslunar og þjónustu vilja íslenskir bændur þakka matvöruverslunum fyrir áralanga samvinnu. Saman tryggjum við framboð af innlendum úrvalsmatvælum fyrir neytendur. Verslunin gegnir veigamiklu hlutverki við markaðssetningu og sölu á íslenskum búvörum. Bændur vilja vinna að því með Samtökum verslunar og þjónustu að efla innlenda matvælaframleiðslu um ókomna tíð – öllum til heilla. Íslenskur landbúnaður skiptir máli. Kveðja frá bændum Landbúnaður, framtíð og nýliðun Samtök ungra bænda héldu á dögunum fund á Hvanneyri um framtíð landbúnaðar og nýliðun. Sterkur samhljómur var á milli inngangsræðu fráfarandi formanns samtaka ungra bænda og stefnu Sjálfstæðisflokksins í að efla íslenskan landbúnað. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur sett sókn í íslenskum landbúnaði í forgrunn endurreisnar á íslensku atvinnulífi. Framsögur allra frambjóðenda báru þess enda merki að nú ríkir mikil samstaða um að nýta tækifæri í íslenskum landbúnaði. Það er af sem áður var þegar hann var talinn vera vandamál – nú er horft til hans sem afls sem getur sótt fram. Að sjálfsögðu voru áherslur mismunandi – nánar um það síðar. Áhersla mín til fundarins um hvernig við sæjum framtíðina og nýliðun má skipta í þrjú atriði. Í fyrsta lagi þarf að greina tækifærin og „stækka landbúnaðinn“. Það er grunnur að því að við getum gert fleira fólki kleift að hasla sér völl í búskap. Heimurinn og matvælamarkaður heimsins hefur sannarlega breyst og þar eru að opnast tækifæri. Spár greina frá gríðarlegum breytingum í þeim efnum. Þá má ekki gleyma að með vaxandi ferðaþjónustu stækkar markaðurinn. Fátt er reyndar meira hagsmunamál fyrir ferðaþjónustu en öflugur landbúnaður og blómleg byggð. Í öðru lagi þarf að huga að starfs- umhverfi bænda, formi á eignarhaldi bújarða, rekstri og lánamálum. Huga þarf að sérstöðu bænda, sem er að heimili bænda eru hluti af bújörðum. Ættliðaskipti eru alltaf flókin. Ekki er hægt að gefa út allsherjar leiðbeiningar í þeim efnum. Hér er hvatt til að Ráðgjafarþjónusta landbúnaðarins efli þann þátt sérstaklega. Í þriðja lagi þarf landbúnaðurinn traust og stöðugt rekstrarumhverfi. Við lokum ekki augunum fyrir þeirri staðreynd að árin 2007 til 2011 hækkaði framleiðslukostnaður búvöru um 60% en tekjur af þeim aðeins um 49%. Við þessu þarf að bregðast og huga sérstaklega að því rekstrarumhverfi sem landbúnaðinum er ætlað að starfa við. Treysta þarf stoðir landbúnaðarstefnunnar. Það hefur ríkt ágætur samhljómur og stuðningur flestra stjórnmálaflokka um íslenskan landbúnað undanfarin ár. Bændur hafa tekið með ábyrgum hætti þátt í að bregðast við erfiðleikum í okkar þjóðarbúskap. Framlag þeirra hefur verið ómetanlegt og án atvinnu sem landbúnaður skapar, og þeirra verðmæta sem hann framleiðir, væri sannarlega margt með öðrum hætti hér á landi. Á fundi ungra bænda kristallaðist líka hvernig viðhorf stjórnmálamanna og flokka eru ólík. Hörmulegt var að hlusta á fullyrðingar um að íslenskur landbúnaður væri allt of mikið styrktur og að aðild að ESB væri bjargráð, því þar væru miklir styrkir fyrir bændur. Gagnrýnt er að íslenskar búvörur séu fluttar út, fyrir 11 milljarða, því íslenskir skattgreiðendur hafi stutt þá framleiðslu – en á sama tíma mælir sami stjórnmálamaður því bót að flytja inn landbúnaðarvörur sem aðrir skattgreiðendur hafa greitt sérstakar útflutningsbætur með. Nú, eða að klára þurfi aðildaraðlögun Íslands að ESB til þess eins að fella aðild í atkvæðagreiðslu. Er þetta boðlegt? Það er okkar, sem höfum trú á framtíðinni og fullveldi þjóðar okkar, að ræða um og greina tækifæri landbúnaðarins – og grípa þau. Það gera fáir betur en Samtök ungra bænda, eins og sannaðist á málþingi þeirra á Hvanneyri. Haraldur Benediktsson Haraldur Benediktsson Ráðgjöf og þjónusta Hjá okkur er fjölbreytt ráðgjöf og þjónusta í boði varðandi búrekstur, búfjárrækt, ræktun ofl. Hægt er að panta ráðgjöf hjá okkur á netfanginu rml@rml.is eða í síma 516 5000. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimsíðunni www.rml.is Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. Við höfum ráð undir rifi hverju

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.