Bændablaðið - 21.03.2013, Side 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 21. mars 2013
Íslendingar hafa alltaf verið
mikil jeppaþjóð allt frá því að
fyrsti fjórhjóladrifnu jepparnir
komu til landsins. Á tímabilinu
frá 1950 til 1970 voru Land
Rover-bílarnir mest seldu
jepparnir, en upp úr 1970 komu
jeppar sem voru þægilegri,
kraftmeiri og vandaðari smíði að
kröfu notenda. Í nokkur ár hefur
verið á markaði Land Rover
Discovery 4 sem hefur raðað inn
verðlaunum og viðurkenningum.
Discovery 4 er hlaðinn
þægindum
Discovery 4 af árgerð 2013 er til
sölu og sýnis hjá BL Sævarhöfða.
Þetta er jeppi sem kostar sitt en það
er mikið í hann spunnið, eins og ég
komst að raun um. Margar útgáfur
eru af Discovery á mismunandi
verði, en bíllinn sem ég ók var
SE-útgáfan og er hlaðinn ýmsum
þægindum. Strax og ég settist inn í
bílinn leið mér vel, þægindin voru
alls staðar og full langur listi til
að telja upp hér í stuttri yfirferð
um bílinn.
Hitarinn í sætunum var fljótur
að hita leðursætin þó að það
hafi verið töluvert frost þegar
ég prófaði bílinn. Hiti er í öllum
sætum í SE-bílnum og ég man ekki
eftir að hafa keyrt bíl áður sem var
með hitara í aftursætunum.
Líka með hita í stýrinu
Það sem kom mér mest á óvart
og ég var hrifnastur af var
hitinn í stýrinu, en ekki minnist
ég þess að hafa keyrt bíl áður
sem var með upphitað stýri.
Miðstöðin var mjög fljót að hita
bílinn upp að innan og þá eru
hljómflutningstækin einstaklega
góð, 9 hátalarar og 240W
magnari sem skilar einstaklega
góðum hljómburði. Þegar ég sótti
bílinn á föstudagskvöld hafði ég
viðkomu í búð á heimleiðinni.
Farangursrýmið aftur í er stórt og
gott að hlaða inn í bílinn. Snemma
á laugardagsmorgun keyrði ég
upp á Mosfellsheiði og sýndi
hitamælirinn í mælaborðinu að
úti væri 9 stiga frost.
Tölvustýrt drif og
fjöðrunarkerfi
Á leiðinni prófaði ég spólvörnina
og bremsur, en spólvörnin
virkar mjög vel og er Discovery
fljótur að ná ferð þó að undir
sé flughált. Tölvustýrða drifið
vinnur með fjöðruninni (Terrain
Response) og sér til þess að
hvert hjól nái hámarksgripi. Ég
var ekkert sérstaklega hrifinn af
stöðvunarvegalengdinni, þar sem
hjólbarðarnir sem bíllinn kemur
á eru ekkert sérstaklega góðir
til að bremsa í hálku þó svo að
þeir grípi vel áfram. Að þessum
sökum mæli ég með því að þeir
sem keyra svona bíla í hálku kaupi
sér betri dekk til hálkuaksturs,
eða hagi akstrinum í það minnsta
meðvitað um að þessi dekk séu
ekkert sérstök þegar virkilega
þarf að bremsa (það er aldrei of
oft hamrað á að fara varlega og
keyra eftir aðstæðum).
Mikill kraftur
Krafturinn í sex strokka
dísilvélinni er hreint unaðslegur
enda á vélin að skila 210 hestöflum
og viðbragðið úr kyrrstöðu er
næstum því hættulegt gagnvart
punktasöfnun í ökuferilsskrána.
Á malbiki liggur bíllinn
vel og tók ég sérstaklega eftir
hversu vel fjöðrunin tók hvassar
hraðahindranir sem gefa flestum
bílum högg, en Discovery fer
yfir svona hraðahindranir mýkst
af öllum bílum sem ég hef keyrt.
Á malarvegi er fjöðrunin góð
og ekkert veghljóð undir bílnum.
Það eina sem ég sá athugavert var
að bíllinn er mikill sóði á aftur-
hlerann eftir rykið á malarveginum
sem virtist sogast á afturgaflinn.
Í ófærum og á vondum vegum
er hægt að stilla fjöðrun á bíln-
um og í mælaborðinu með einum
takka er hægt að hækka hann, sem
ætti að koma sér vel á vegslóðum
sem eru mikið grafnir með djúpum
hjólförum, svipað og er meðfram
mörgum veiðiám.
Sjaldan er ég orðlaus
Prufuaksturinn var óvenjulangur
og verð ég að viðurkenna að ég
skemmti mér svo vel að ég vildi
helst ekki skila bílnum. Þegar ég
lendi á svona skemmtilegum bíl
verð ég stundum orðlaus og á erfitt
með að lýsa hrifningu minni. Það
gerist sjaldan en þessi bíll gerði
mig orðlausan.
Það voru erfið skref að labba
í gamla 13 ára 100 hestafla jepp-
linginn minn að prófun lokinni á
Land Rover Discovery 4 SE, en
núna skil ég betur þessa miklu
bílaást kunningja minna sem eiga
Discovery.
Land Rover Discovery 4:
Hlaðinn þægindum
Vélabásinn
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Verð: (Sjálfskiptur) 10.990.000
Lengd: 4.829 mm
Breidd: 2.176 mm
Þyngd: 2.583 kg.
Hestöfl: (1,3 L, 16v) 210
Í nokkur ár hefur verið á markaði Land Rover Discovery 4 sem hefur raðað inn verðlaunum og viðurkenningum.
Myndir / HLJ
bremsun í hálku.
Bætt bros - betri líðan
Nýsmíði gervigóma
Gervigómar, viðgerðir og fóðranir
Samningur við Tryggingstofnun Ríkisins
Halldóra Friðriksdóttir
Hlíðasmára 9 - sími 565 5650