Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 18
2 LÆKNABLAÐIÐ það minnisstætt, að mér tókst með naumindum að kalla til Karls um borð í skipið, um leið og það lagði frá bryggju, einkunn bans i siðasta faginu við prófið, lyfjafræði. Um liaustið sama ár gerðist svo Magnús Pétursson bæjarlæknir í Reykjavík og var Karl þá sett- ur héraðslæknir á Hólmavík og var skipaður í það embætti frá 1. júni 1925, eftir að hann hafði farið utan til frambaldsnáms á fæðingarstofnun og verið á sjúkrahúsum í Kaupmannahöfn frá júlí 1924—apríl 1925. Aftur fór hann utan til frekara fram- haldsnáms apríl—ágúst 1935, og mun þá hafa starfað á sjúkra- húsi í Grenaa á Jótlandi. Að undanteknum þessum utanferð- um gegndi liann Hólmavíkur- liéraði samfellt til haustsins 1941, er honum var veitt Kefla- víkurhérað frá 1. okt., sem liann þjónaði, þar til hann fékk lausn frá embætti síðastliðið vor. Karl var gæddur fjölhæfum og farsælum gáfum, þótt eigi kæmi það fram í liáum prófeink- unnum. Hann var listlmeigð- ur og söngmaður góður og hafði hið mesta yndi af góðri tónlist. A háskólaárum sínum stofnaði hann kvartett ásamt félögum sínum og skólabræðrum, þeim Sigurgeir heitnum Sigurðssyni síðar hiskup, Eiríki Helgasyni siðar presti i A-Skaftafellssýslu og Sigurði Lárussyni siðar presti og prófasti í Stykkishólmi og nefndust þeir „Vormenn“. Lítt komu þeir þó fram opinherlega, enda höfðu öðrum hnöppum að hneppa og þetta meir til gam- ans gert. Þeir Karl og Sigurgeir voru einnig meðlimir karlakórs Iv.F.U.M. undir stjórn Sigfúsar tónskálds Einarssonar öll sin há- skólaár. Karl var fremur dulur í skapi, hinn mesti geðprýðismaður, svo að naumast sást hann skipta skapi, þótt hann væri síður en svo skaplaus, enda liélt fast á sínum málstað og var enginn veifiskati. Hann var liinn ákjós- anlegasti félagi, hvers manns hugljúfi og traustur vinur vina sinna, ávallt bjartsýnn, léttur i lund og hrókur alls fagnaðar í góðum vinaliópi. Ekki var hann síður áhugasamur í starfi sínu, liann var samvizkusamur með afhrigðum og jafnan reiðubú- inn og fljótur til þegar kallið kom. Hann rejrndist og hinn far- sælasti læknir og ástsæll af hér- aðsbúum sínum. Aldrei mun Karl liafa gengið fyllilega heill til skógar, því að hann var þegar í æsku merktur af „livítadauðanum“, sem fyrr segir. Munu eftirstöðvar og af- leiðingar þess sjúkdóms liafa valdið honum nokkru angri og töfum við námið, enda þótt slíkt væri lítt á lionum að sjá, og jafnvel félagar hans liefðu af því lítinn pata, því að jafnan var hann glaður og reifur og fullur áliuga á náminu og lífinu

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.