Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 28
12 LÆKNABLAÐIÐ itftalÍEimlBBi* L. R. 1958 var haldinn í 1. kennslustofu Háskólans miðvikudaginn 12. marz.1) 1. Skýrsla formanns um störf félagsins. Helztu atriði voru þessi: 1 byrjun starfsárs voru félag- ar 160, á árinu bættust 19 nýir félagar við, einn lézt (Karl Magnússon). Félagatala i lok starfsársins 178. Haldnir liöfðu verið 8 almennir félagsfundir. Stjórn og meðstj órnendur liéldu 9 fundi á árinu um hagsmuna- mál og önnur félagsmál lækna. Samninganefnd. Formaður, Ólafur Helgason, gekk frá samn- ingum við Sjúkrasaml. Reykja- víkur, Sjúkrasamlag Kópavogs, Sjúkrasamlag Seltjarnarness og Tryggingastofnun ríkisins. Launanefnd. Formaður, Óli P. Iljaltested, vann allt árið að undirbúningi að samkomul. um kjör fastlaunalækna og einnig lækna, sem ráðnir böfðu verið á árinu til þess að annast auka- kennslu við Læknadeild Háskól- ans. Samningi kandidata við ríkisspítala og Reykjavíkurbæ bafði verið sagt upp frá 1. apríl 1958. I september 1957 opnaði L. R. ásamt L. I. skrifstofu á Skóla- vörðustíg 3 A. Er skrifstofan að 1) Fundargerðin er hér stytt, án þess að það sé auðkennt á hverj- um stað. nokkru leyti starfrækt í sam- bandi við skrifstofu Verkfræð- ingafélags Islands. Fyrir milligöngu félagsstjórn- ar fengust á árinu innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir 17 læknabifreiðum (10 ítalskar, 6 amerígkar, 1 þýzk), eða lianda öllum þeim læltnum, sem félag- ið mælti með að bifreiðarleyfi fengju á árinu, tveim læknum var þó ekki unnt að útvega þær sérstöku tegundir bifreiða, sem þeir óskuðu eftir. Sveinbj örn Þorbj arnarson, endurskoðandi, var fenginn til þess að gera nákvæman reikn- ingslegan samanburð á æfitekj- um lækna og barnakennara. 1 ráði er að birta þessa útreikn- inga í Læknablaðinu. Jón Þorláksson, liagfræðing- ur, var fenginn til þess að gera samanburð á verðgildi tekna bjá praktiserandi lælcnum 1940 og 1957. Kom í Ijós kjararýrnun, sem nam því að tekjuliðir þyrftu að hækka um 10 til 100%, til þess að verðmæti tekn- anna 1957 jafngilti því sem var 1940. Nýlega bafa verið tekin til at- bugunar skattamál lækna, og befur stjórn félagsins baft 1 fund með skattstjóra um þessi efni. Iialdið verður áfram að vinna að þeim málum. 2. Gjaldkeri félagsins las upp endurskoðaða reikninga fé- lagsins og reikninga Heilsu- fræðisafnssjóðs. Niðurstöður

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.