Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 25
læknablaðið ð sem reyndist vera infusum va- lerianae bromatum. Segist ekki hafa tekið meira af henni en læknir sagði fyrir um. Sj. er mjög sljó og viðutan, minni lélegt, talar liægt og draf- andi. Vantar orð. Áttuð á stað og stund. Útlit mun ellilegra, en er hún var liér á spítalanum í vor. Á erfitt með að festa aug- un á fingri og fylgja honum með þeim. Kraftar í handleggj- um litlir og gefur eftir i rykkj- um. Reflexar, jafnir og eðlileg- ir. Létt dysdiadochokinesis og ataxi liægra megin. Kraftar minnkaðir í liægra fæti og létl ataxi við hæl—lmé próf þeirn megin. Reflexar jafnir. Riðar talsvert við Rhomhergs próf, en engin ákveðin falltilhneiging. Reikul í spori og getur helzt ekki gengið óstudd. Augnskoð- un eðlileg. Rlóðþrýstingur 140/ 80, púls 72 á mín. Hiti 37,3°. Mænuvökvi tær, eðlil. þrýsting- ur, albumen 1/10—1/20, glohul- in minna en 1, frumur 9/3. Serumbromid 303 mg %. (Na 330 mg %, K 17,8 mg %, Ca 11 %)• Sjúkl. versnaði fyrstu dagana á deildinni, datt fram úr rúm- inu, fékk óráð eina nóttina, sá tvöfalt, sljóleiki, ataxi og tal- truflanir jukust. Kom þá í ljós, að sjúkl. liafði verið færð „mixt- úran góða“. Þegar tekið liafði verið fvrir meiri inntökur af henni, fór sj. að hatna smám saman. Erfiðlega gekk að koma salti í sjúkl., svo að þ. 26. 8. var serumhromid enn 113 mg %. Sjúkl. var þá orðin skýr í liugs- un og tali og ástandhennar svip- að og þegar hún fór af spítal- anum í fyrra skiptið. Einkenni brómeitrunar geta verið mjög misjöfn og marg- breytileg og líkzt einkennum annarra eitrana og sjúkdóma. Þau birtast ýmist sem geðtrufl- anir eða líkamlegar truflanir og þá fyrst og fremst með einkenn- um frá taugakerfi. Hvort tveggja er til, að einkennin hirtist flest hjá sama sjúkling eða þau séu yfirgnæfandi geðræn eða mest heri á líkamlegum einkennum. Einkennin eru, eins og gefur að skilja, hreytileg og misáherandi eftir því á hve háu stigi eitrun- in er, allt frá þreytu, lystarleysi og minnkandi getu til að ein- heita huganum, til meðvitundar- leysis og hana. Ekki hefur verið hægt að sýna fram á ákveðna fylgni milli ein- kennanna og hrómmagns i blóði, fyrr en það er orðið mjög mikið, yfir 200 mg %. Hins vegar er sjúkdómsgreiningin hrómeitrun ekki örugg, nema mælt liafi verið live mikið hrom- id hlóðið inniheldur, þar eð ein- kennin geta minnt á ýmislegt annað, eins og fram kemur í þessum sjúkrasögum, og lítið er að marka, livað sjúklingur- inn sjálfur eða aðrir seg'ja um,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.