Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 3 með öllum þess fyrirbrigðum og ráðgátum. Mun það nærri láta, að liann liafi nokkuð jafn- snemma lokið námi og sigrazt á sjúkdómi sínum að fullu, þótt jafnan bæri hann hans menjar. Ötrúlegt má virðast þrek lians og seigla, þrátt fyrir skerta líkamsorku af langvinnum sjúk- dómi, þar sem liann um nær- fellt tuttugu ára skeið þjónaði erfiðu og allmannmörgu héraði og auk þess iðulega öðrum hér- uðum jafnframt, oftast Árnes- héraði, sem lieita mátti að væri læknislaust annað hvert ár eða meir, en stundum einnig Reyk- hólahéraði og hluta af Naut- eyrarhéraði. Enda mun hann hafa verið farinn að þrevtast og vænzt þess að fá það ögn hæg- ara, þá er hann fékk veitingu fyrir Keflavíkurhéraði haustið 1941. En sú von mun tæplega hafa rætzt, því að enda þótt ferðalög væru þar hægari, er héraðið ákaflega víðlent og mannmargt og auk þess fór héraðsbúum ört fjölgandi fljót- lega eftir komu hans, einkum með tilkomu hins margumtal- aða Keflavíkurflugvallar, og munu því annir hans brátt liafa vaxið honum yfir höfuð, enda fátt um lækna þar á fyrstu ár- mn hans, og lyfjabúð var þar ekki stofnsett fyrr en á síðustu árum. Mun honum hafa komið vel á erfiðum starfsferli, að hann hafði jafnan verið hóf- samur á lífsins lyslisemdir, svo sem tóbak og áfengi, þótt ekki væri liann bindindismaður, og hafði stundað íþróttir á náms- árum sínum, leikfimi, knatt- spyrnu o. fl. efti'r því sem geta leyfði. Ekki munu þó hafa liðið mörg ár, eftir að liann kom til Keflavíkur, þar til þrek og heilsa tók að hila. Mun hann þó ekki liafa sinnt því, svo sem- þörf hefði verið, nægilega snenuna. Fór svo að lokum, að hann varð oftast að hafa aðstoðar- lækna síðustu árin, enda þótt þá væri læknum farið að fjölga þar og komin lyfjabúð. Mun hann hafa verið allmjög farinn að heilsu, þá er liann lét af emb- ætti, enda varð liann ekki lang- lífur eftir það. Hann lézt hinn 30. nóv. síðastliðinn á sjúkra- húsi í Reykjavík eftir fremur skamma legu. Karl var kvæntur Elínu Gróu Jónsdóttur, hónda á Kambi í Reykhólasveit, Rrandssonar. — Var hjónaband þeirra mjög ást- úðlegt, enda er Elín hinn bezti kvenkostur og reyndist honum hin tryggasta stoð og stytta. — Ekki varð þeim harna auðið, en tóku sér eina kjördóttur. Er nú sár harmur kveðinn að þeim mæðgum, en margar ljúfar minningar munu þær liafa til að vlja sér við og vænti ég að það muni nægja þeim til sárahóta,, ásamt von um fagra endurfundi. Lifðu svo heill og sæll, vinur. Knútur Kristinsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.