Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1958, Side 20

Læknablaðið - 01.02.1958, Side 20
4 L Æ K N A B L A Ð I Ð Bromideitrun [ ÞRJÁR SJÚKRASÖGUR ’] Bæjarspítalinn í Reykjavík. Yfirlæknir dr. med. Óskar Þ. Þórðarson. Eftir Tómas Helgason. Það ltann að virðast nokkuð seint að tala liér um eitranir af 120 ára gömlu lyfi, sem allir þeltkja vel og tiafa notað mikið. Þetta er þó ekki að ástæðulausu, þar eð á einu ári hafa komið þrír sjúklingar með eitranir af því í Bæjarspitalann í Reykjavík. Sjúkdómsgreiningin hefur ver- ið staðfest lijá þeim öllum með blóðrannsókn. Á þessum tímum ataraxica og barbiturlyfja hefur hrómnotk- un* *) minnkað mjög verulegafrá því, sem áður var, vafatítið að skaðlausu. Þó er brómnotkunin í Reykjavík enn, varlega áætlað, um 250 kg á ári, reiknað sem natrium bromid eða sem næst 4 matskeiðar af mixtura nerv- ina á mann á ári. Það má lield- ur ekki gleyma brómi alveg, því 1) Fyrirlestur fluttur í Læknafé- lagi Reykjavikur 11. des. 1957. *) Þegar hér er talað um bróm, er jafnan átt við bromid, því að bróm er eingöngu notað sem bromid við lækningar og veldur bromideitr- unum með almennum einkennum. Bróm sem slíkt, er mjög ertandi og brennir þá vefi, sem það kemst i snertingu við. að hvort tveggja er, að þar sem það á við getur bromid í litl- um skömmtum verið mjög gotl róandi lyf, en jafnframt liættu- legt, ef um misnotkun er að ræða. Misnotkun bróms stafar aðallega af vangá og þekkingar- skorti. En til er líka, að það sé notað sem nautnalyf. Ilvort tveggja auðveldast með því að bróm er handkaupalyf. Sagt er t. d. , að drykkjumenn komi iðulega í apótek og kaupi mixt- ura nervina og hvolfi þar í sig 100—200 grömmum, ýmist til að viðhalda eufori eða til að róa timburmennina. Brómeitranir liafa vafalaust ekki verið sjaldgæfari liér en annars staðar. En þær kunna e. t. v. að hafa farið fram lijá læknum, einkum, er þær hafa komið lijá eldra og kölkuðu fólki, þar eð lítið eða ekkert mun hafa verið gert að þvi að rannsaka bromid í serum hér. Slíkar rannsóknir eru þó liinar mikilvægustu til að greina brómeitrun frá ýmsum öðrum eitrunum og vægum truflunum, sem koma við æðakölkun eða stíflur í heila. Það er ekki þörf á að fara mörgum orðum um farmako-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.