Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 27
LÆKN ABLAÐ IÐ 11 mjög einföld og áhrifarík. Er liún í því fólgin, að láta sjúkl. strax liætta frekari brómneyzlu og flýta fyi’ir útskilnaði þess, sem er í líkamanum með því að gefa stóra skammta, 6—12 g, af matarsalti í viðhót við það, sem sj. neytir daglega, og gefa mikinn vökva. Hverfa þá öll einkenni vehjulega á skömmum tíma. Séu sjúkingarnir með ó- ráði, þarf að láta þá vera í björtu herbergi allan sólarhringinn og láta loga Ijós að nóttunni. í stuttu máli: Fylgjast verður með öllum, sem taka bróm-lyf og sérstak- lega þeim, sem neyta lítils salts eða liafa hjarta-, æða-, eða nýrna-sjúkdóma. Minnkað salt í fæðunni verkar sem aukinn hromid skammtur. Eitranir eru sjaldgæfar við minna en 100 mg % bromid í serum. Eldra fólk og þeir, sem hafa ofannefnda sjúkdóma, fá oft eitranir við 100—200 mg % og þeir, sem liafa yfir 200 mg % serum bromid, hafa lang- flestir greinileg einkenni eitr- unar. Bromid eru enn mikið notuð og því ástæða til að vera á verði gegn eitrunum af þeim.*) Eitranirnar eru auðgreindar, ef aðeins er munað eftir þeim og rannsakað er, hve mikið bromid blóðið inniheldur. HEIMILDIR: Flinn, F. B. The Journal of La- boratory and Clinical Medicine, Vol. 26, p. 1325. Barbour, R. F., Pilkington, F., Sargant, W. British Medical Jour- nal, Vol. II, p. 957, 1936. Cunningham Dax, E. British Me- dical Journal, Vol. II, p. 226, 1946. Levin, M. American Journal of Psychiatry, Vol. 104, p. 798. Möller, K. O. Farmakologi. Kö- benhavn 1952. Mayer—Gross, W., Slater, E. Roth, M. Clinical Psychiatry, Lon- don 1954. Olsen, H., Ugeskrift for Læger, 119. árg. s. 1159. Langfeldt, G., Lærebok i klinisk Psykiatri. *) 1 umræðum eftir ofanskráð er- indi Tómasar Helgasonar á fundi L.R. 11. des. 1957, var m. a. að því vikið, hvort ekki væri rétt að banna eða takmarka mjög lausasölu lyfja- búða á bromidum. Ritstj. Ritstjóraskipti Ólafur Bjarnason, aðalritstjóri Læknablaðsins, er farinn af landi brott og mun dvelj- ast erlendis fram í sept. 1958. 1 fjarveru hans gegna meðritstjór- arnir störfum aðalritstjóra. Á aðalfundi L. 1. 1957 var próf. Júlíus Sigurjónsson kosinn meðrit- stjóri Læknablaðsins af hálfu L. 1. í stað dr. Óla P. Hjaltested.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.