Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 5 logi bróms og orsakir bróm- eitrunar hér. Aðeins má minna á, að líkaminn getur ekki gert greinarmun á ldórid og bromid og bindur þessi efni í þvi hlut- falli, sem þau eru gefin. — Ilalogen magnið brevtist ekki og koma þessi efni hvort í ann- ars stað. Sé gefið hromid, eyk- ur það lclorid útskilnaðinn og minnkar klormagnið i plasma jafnframt því sem bróm binzt, svo að halogen magnið lielzt óbreytt. Hins vegar flýtir klorid fyrir útskilnaði á bromid. Brómverkunin fer algerlega eftir magninu af brom-ion í blóðinu, sem fer aftur eftir hlut- fallinu, sem er á milli klórs og bróms í því, sem maðurinn læt- ur í sig daglega. Bróm verkar deyfandi á miðtaugakerfið, mest á heilann og starfsemi hans, dregur úr hugarflugi og árvekni, minnkar taugaviðbrögð og skyn. I litlum skömmtum verkar það róandi, dregur úr kvíða og hreyfiþörf og skapar hugarró lijá órólegu og spenntu fólki, án þess að liafa veruleg áhrif á gáfnastarfsemina. í stærri skömmtum og með vax- andi magni i blóði lamar það taugakerfið æ meira, og eru ein- kenni eitrana í samræmi við það. Almennt er talið, að venju- legir lækningaskammtar, 2—3 g af natrium bromid á dag, valdi ekki eitrunum, jafnvel þó að þeir séu gefnir um lengri tíma. Er þá auðvitað átt við líkam- lega heilbrigt fólk, sem neytir matarsalts og vökva eins og almennt gerist. Flinn (1941) reyndi að gefa 55 sjálfboðalið- um 2 gr af natrium bromid á dag og 15 sjálfboðaliðum 3 gr á dag. Eftir 4 mánuði var brom- id i blóði 17 mg % í fyrri hópn- um að meðaltali og 50 mg % í síðari hópnum. Ekki var hægt að finna neina breytingu á fólk- inu, sem bent gæti til eitrunar í taugakerfi. Þrátt fyrir þetta eru skammt- ar þeir, sem valda eitrunum æði misjafnir eftir því hver í lilut á. Stundum geta litlir skammtar valdið miklu blóðmagni, eins og t. d. í þeim, er neyta litils salts, gömlu fólki og kölkuðu eða fólki, sem þjáist af hlóð- levsi, hjarta- eða nýrnasjúkdóm- um. Dæmi eru þess, að 2 g af natrium hromid á dag hafi vald- ið eitrunum í slíku fólki og yfir 125 mg % hromid í blóði. (Cun- ningham Dax, 1936). Einstaka fá eitrunareinkenni af litlu magni í hlóði og enn aðrir eng- in einkenni af miklu magni. Þannig liafa verið fundin bvj'j- unareinkenni við aðeins 25 mg % bromid i serum, en hins veg- ar engin einkenni við allt að 200 mg % (H. Olsen, 1957). Af þessum sökum er nokkuð mis- jafnt, hvar menn liafa viljað sctja mörkin fvrir, hvað teldist eitrað magn i blóði af brómi. T. d. telja Barbour et al. (1936),

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.