Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 26
10 LÆKNABLAÐIti live mikið liann hafi notað af lyfinu. Byrj unareinkenni hrómeitr- unar eru venjulega svipuð og við neurastheni og eru oft tek- in sem slík. Þau eru þfeyta, al- menn deyfð, gleymska, léleg ein- heiting liugans, liöfuðverkur, svefntruflanir, lystarleysi og iðulega impotentia. Allt saman kvartanir frá sjúklingnum sjálfum, en engin einkenni, sem læknirinn getur staðfest nema aukið bromid i serum, ef liann lætur rannsaka það. Átti lækn- ar sig ekki á þessum einkenn- um, eða eins og algengara er, að fólk, sem er að lækna sig sjálft, finnst meðalið ekki duga nógu vel og tekur meira, koma fram ýmis andleg og líkamleg einkenni, sem læknar og aðrir taka eftir. Ber þá venjulega fyrst á taltruflunum, talið verð- ur drafandi og óskýrt, sjúkling- arnir mismæla sig oft eða þá vantar orð og verða að fara í kringum það, sem þeir ætla að segja. Þeir verða daufir og sljó- ir, minnið verður gloppótt. Húð- in verður þurr. Sjúklingarnir verða reikulir í spori, þeir fá jafnvægistruflanir, ataxi og tremor á höndum. Beflexar dofna, einkum hverfur lcokre- flex fljótt. Nystagmus, ójöfn og köntuð ljósop. Aukist eitrunin enn, fá sjúklingarnir óráð og ofskynjanir, verða órólegir og ruglaðir, fyrst að nóttunni og síðan e.t.v. á daginn líka, ef ekki er að gert. Flest þessi ein- kenni eru almenn eitrunarein- kenni og verða ekki greind mcð vissu frá öðrum eitrunum nema með blóðrannsókn. Þessi mynd brómeitrunar er algengust, og falla þessar þrjár sjúkrasögur, sem hér hafa verið birtar, í þennan flokk. Sjaldgæfari myndir hrómeitr- unar eru ofskynjanir án óráðs og „bróm-schizophrenia“ með dómvillum, ofsóknar- og þving- unarhugmyndum, þar sem sj úk- lingarnir telja öllu snúið gegn sjálfum sér. (Levin 1948). Sagt er, að bróm-ofskynjanir séu frekar úr fjarlægð fyrir sjúkl- inginn, gagnstætt alkoliol-of- skynjunum, sem sjúklingarnir skynja yfirleitt nærri sér (May- er —- Gross et al.). Enn er eftir að telja eitt ein- kenni, sem talið hefur verið sér- kennilegt fyrir brómeitrun, en það er brómacne. Acne fannst hjá einum þeirra sjúklinga, sem hér er getið um. Það er annars talið frekar sjaldgæft fyrirhæri við brómeitrun, og þarf ekki að standa í beinu sambandi við brómmagnið í blóði eða önnur einkenni um brómeitrun. Acne fannst t. d. aðeins á 2 af 47, sem höfðu einlcenni brómeitr- unar (Olsen 1957). Ilins vegar kom það líka hjá 2 af 70, sem ekki höfðu nein önnur einkenni brómeitrunar (Flinn 1941). Meðferðin við brómeitrun er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.