Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1958, Side 22

Læknablaðið - 01.02.1958, Side 22
6 LÆKNABLABIÐ að meira en 50 mg % liafi þýð- ingu í sambandi viS eitranir, 150—300 mg % valdi alvarleg- um eitrunum og 400—500 mg % sé banvænt. Mayer — Gross et al. telja aS sjaldan verSi vart geðeinkenna viS minna en 150 mg % bromid í serum, en flest geðeinkenni, sem séu samfara 200 mg% og meira, stafi senni- lega af brómeitrun (Clinical Psycbiatry 1954). YiS ákvörSun á brómid i blóSi er venjulega notuS svo- nefnd gullklórid aSferS. Hefur þaS einnig veriS gert hér. Rann- sóknirnar liafa veriS fram- kvæmdar af iðnaSardeild At- vinnudeildar Háskólans. ASferSin, sem notuS befur veriS er einföld og nægjanlega nákvæm, þegar um eitranir er aS ræSa. Teknir eru 2 ml af serum og bætt við þá 10 ml af tríklóredikssýru. Síðan er skilið og síað. Af vökv- anum, sem eftir verður, eru teknir 5 ml og bætt við þá 1 ml af 0,5% gullklórid. Liturinn, sem fæst á þessari blöndu er borinn saman við litinn, sem fæst á þekktum bromid upplausnum. Litasamanburðurinn er gerður með Beckmanns spectro- photometer og mældur við 440 mn. Þessi aðferð er í aðalatriðum svip- uð þeim aðferðum, sem annars stað- ar hafa verið notaðar við rann- sóknir á brómeitrunum. ESlilegt bromid-magn í ser- um er taliS vera 0,5—2,5 mg %. Sjúkrasögur. 1. Gift kona, 51 árs. Kom 11. des. 1956 til rannsóknar vegna gleymsku og gangtrufl- ana samkvæmt ósk aSstand- enda. Tvisvar áSur á spitala til rannsóknar vegna gallsteina og óreglulegra blæSinga. Nokkr- um sinnum fengiS lungnabólgu og einu sinni brjóstbinmu- bólgu. KveSst nú um langt slceiS litillega hafa neytt áfengra drykkja. Reykir 20 vindlinga á dag. Hefur á þessu ári notaS lítiS eitt af R-vitabróm*) mixt- úru, sennilega 3 glös á 125 g. Vill ekki segja, hvers vegna bún hefur notaS þetta lyf, sem bún hefur keypt án lyfseSils. Fyrir bálfum mánuSi datt hún drukk- in á borSsborn. Sprakk fyrir á liægri augabrún. Man ekki eftir þegar sáriS var saumaS saman. Helztu kvartanir við komu í spítalann eru gleymska og sljó- leiki, getur ekki einbeitt liugan- um og á erfitt með aS nefna hluti réttum nöfnum, þreytt og illa upplögS, en finnst bún ekki eiga að vera það. Erfiðleikar við gang, skjögrar til og frá. Hefur þess vegna verið lialdið í rúminu undanfarna 3 daga. Engin ógleði, uppköst eða krampar. Engar ofskynjanir. Sjúklingurinn er áttuð á stað og stund, þvöglumælt, þarf lengi að leita að orðum, sem liún ætl- ar að nota og fer oft í kringum þau og reynir að lýsa því, sem þau eiga að tákna, mismælir sig. *) 0,8 g NaBr i teskeið.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.