Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.09.1958, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 73 29—40 ára. Fæðingar gengu vel án fylgikvilla. Um tvítugt varð sjúklingur fyrir þvi slysi, að hún rak stórutá hægri fótar í, svo að táin hólgnaði mikið. Var sjúklingur lengi að jafna sig, og hafði oft óþægindi í tánni upp frá því. Faðir dó af slysförum (1910). Móðir dó öldruð. Hafði hún sjúkdóm i liðum og krepptist mikið áður en liún dó. Sjúkling- ur átti engin alsystkini, en mörg hálfsystkini, sem hún veit lítið um. Skoðun við komu: Konan er frekar veikluleg og illa haldin að sjá. Hún er i með- al holdum. Engin mæði, cvan- osis eða icterus. Á húð eru nokkrir rauðir flekkir, skarpt afmarkaðir, dá- lítið infiltreraðir. Þessir flekkir eru á enni, nefi, kinnbeinum og hálsi, og einnig á framhand- leggjum og fótleggum, einkum á öklum og ofan við þá. Microadenitis undir kjálka- hörðum, en engar aðrar perifer eitlastækkanir. í koki er talsverður roði, en tonsillur eðlilegar. Ekkert finnst athugavert við hjarta, lungu eða kvið, nema lágt systoliskt óhljóð yfii' osti- um aortae. Blóðþrýstingur er eðlilegur 130/80. Armlimir: Hrevfingar i hægri öxl og oln- hoga eru sárar, en nær óhindr- aðar. Mikil hólga er á hægri úln- lið, liandarhaki og fingrum og hreyfingar sárar og mjög tak- markaðar. Ekki hiti eða roði á liðunum. Hreyfingar í vinstri öxl, olnboga, úlnlið og fingur- liðum eru sársaukalausar og ó- hindraðar, en dálítil hólga er á metacarpophalangealliðum þumalfingurs, vísifingurs, og löngutangar vinstri handar. Re- flexar eru liflegir og jafnir, kraftar eru ekki prófaðir vegna hólgu og sárra hreyfinga. Fótlimir: Hnefastórt lipom ofan við hægra liné innan fótar (mjúkt, slétt, laust við húð og undirlag). Mj aðmarliðir og hnjáliðir eru eðlilegir og hreyf- ingar i þeim óhindraðar og sárs- aukalausar. Hreyfingar eru sár- ar í öklum og stórutám, einkum á hægra fæti. Talsverður þroti er í kringum háða ökla og fram á hægri rist og liægri stórutá, en ekki er hjúgur i fótum. Húð- skyn er daufara á hægri il. Re- flexar eru líflegir og jafnir, Ba- hinski -5-. Þessar rannsóknir voru gerð- ar í byrjun: 1. Blóðrannsóknir: Sökk 12 mm, Hh. 100%. Hvít hlk. 5520, diff. eðlileg. Blóðplötur 607 þús., blóðurea N 13 mg%, serumpro- tein: total 6,7%, alhumen 5,4%, globulin 1,3%, þvagsýra 4,4 mg% (norm. 3—6 mg%). 2. Þvag: APS^-. Við smá- sjárskoðun slæðingur af rauð- um blóðkornum og hvítum hlóðkornum og einstaka hyalin- cylindrar og epitelfrumur. 3. Augnskoðun eðlileg. Það vakti strax athygli, að hæ-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.