Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 115 heiti, seni í einn tima er svo sérfræðilegt, að engum er ætl- andi að sjá nauðsyn þess að búa það i munn almenningi, getur fyrir aukna þekkingu, áð- ur en varir, breytt um afstöðu og komizt inn á eðlilegt um- ræðusvið hans. Þetta kallar ekki aðeins rikt eftir sem flest- um íslenzkum læknisfræðiheit- um, heldur þarf að velja, sniða og smiða lieitin með tilliti til þess, að þau séu sem þjálust í munni almennings og falli sem bezt inn í alþýðlega ræðu. Hver mundi hafa trúað því til skamms tima, að á það reyndi að ræða við almenning um thalamus og hypotha- lamus? En nú vill svo til, að framtakssamur bókaútgefandi hefur tekið sig fram um að láta þýða á íslenzku alþýðlega fræðibók um svefnfarir — von- andi á hún erindi til almenn- ings — og þar ber hypotlia- lamus á góma. Þýðandi spyr: „Hvað er thalamus á íslenzku, og hvað á að lcalla hypothala- mus?“ Þessu svarar prófessor Guðmundur Iiannesson á þá leið, að thalamus skuli heita sjónarlióll eftir þýzkri fyrir- mynd (Sehhugel), en liypotha- lamus samkvæmt því neðan- liólsheili. Prófessor Jón Steff- ensen fellir sig hins vegar ekki við þetta, þar sem vitað sé, að thalamus er sjóninni óviðkom- andi, og er það reyndar elcki röksemd í sjálfu sér, því að ekki eru vandfundin orð, sem eng- um dettur í liug að fella í verði, þó að þau heri með sér, að þau liafi upphaflega verið mynduð fyrir frumstæðan skilning á eðli hluta og fyrirbrigða. Þó mun gagnsæi islenzkra orða valda því, að fslendingar eru öðrum þjóðum viðkvæmari i þessu efni. Þannig erum við á góðri leið að fella úr notkun sjúkdómsheitið móðursýki, en enginn útlendingur mun amast við heitinu hysteria, þó að sama máli gegni reyndar um bæði orðin. En af þessu mætt- um við draga þann lærdóm að hirða minna um það en gert hefur verið, þegar fræðiorð er myndað, að láta sjálft orðið rekja langa lærdómssögu, þvi að lærdómar standa dóma sízt á stöðugu. Prófessor Jón Steff- ensen kannar upphaflega merkingu liins griskættaða orðs, thalamus: herbergi, her- bergi inn af öðru herbergi, brúðhjónaherhergi (skemmti- leg tilviljun, ef rétt er, að í thalamus eigi tilfinningalif sínar skeiðbrautir); í orðabók- um finnst einnig merkingin hvila (couch). Samkvæmt þessu kallar prófessörinn thalamus stúku og hypotha- lamus undirstúku. Víst er það skilinerkilegt og þjónar full- vel eða jafnvel prýðilega lilut- verki sínu i samræmdum orða- listum og til kennslu. En þýð- anda, sem á að leysa þá þraul

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.