Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 10
112 LÆKNABLAÐIÐ kandidatsprófi við Iláskóla íslands vorið 1925. Sigldi hann þegar í stað og lauk námi sínu á fæðingardeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Var síðan rúmlega eins árs skeið stað- göngumaður héraðslæknis í Blönduóshéraði, en sigldi til Þýzkalands seint á árinu 1926 og lagði stund á húð- og kvn- sjúkdómalækningar bæði þar og í Danmörku. Arið 1928 var hann af Læknafélagi íslands viðurkenndur sérfræðingur i húð- og kynsjúkdómum og sett- ist þá að sem starfandi læknir í Reykjavik. Sama ár var hann ráðinn kynsjúkdómalæknir ríkisins samkvæmt kynsjúk- dómalögum og árið 1934 deildarlæknir við húð- og kyn- sjúkdómadeild Landspítalans. Enn fremur var hann yfirlækn- ir við holdsveikraspítalann i Kópavogi um skeið. Frá árinu 1945 starfaði hann sem docent i húð- og kynsjúkdómum við læknadeild Háskólans. Þá veitti hann forstöðu húð- og kynsjúk- dómadeild heilsuverndarstöðv- ar Revkjavikur frá því að liessi deild hóf starf sitt árið 1954. f Reykjavík var Hannes starf- andi læknir i meir en 30 ár. Félagsmál lét hann allmjög til sín taka. í stjÓrn L. R. var hann 1932—1936 og hin síðustu ár gjaldkeri í stjórn L. í. í starfi var Hannes mjög áhugasamur. Hann fylgdist vel jneð öllum nvjungum i fræði- grein sinni, las mikið og rit- aði talsvert í innlend og erlend læknarit. Hann fór oft utan til funda og fræðsluleitar meðal erlendra stéttarbræðra. Fáum mun til fulls kunnugt hið mikla starf Hannesar í kyn- sjúkdómavörnum jjessa lands. Hann var hógvær maður, sem lét litið yfir sér og kunni vel að meta það traust, er sjúkling- ar svndu, er þeir opnuðu lion- um hug sinn allan varðandi sjúkdóm sinn og sjúkdómsor- sakir. I lygg ég, að eigi hafi aðr- ir læknar hérlendis eða erlend- is komizt lengra en hann í að rekja orsakir smitana og ná fullum ti'únaði sjúklinga sinna, en slíkt er fvrsta skilyrði ár- angursríks starfs á þessu sviði. Hin prúða og rólega framkoma hans samfara hispurslevsi og ágætri athyglisgáfu auðveld- uðu honum starfið, svo að óvenjulegur árangur varð af. Hannes var mjög fjölhæfur maður sem hann og átti kyn til. Hann var hagur vel og átti mörg áhugamál. Sumarhús hans i Fossvogi og trjálundur- inn jiar hera um þetta ljós vitni, en öll mannvirki þar voru unnin af honum sjálfum og konu hans. Hannes var tæplega meðal- maður á hæð, grannholda, ljós yfirlitum, bláeygur, sviphreinn og fríður sýnum. Hvar sem hann fór vakti hin ljúfa og prúðmannlega framkoma hans

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.