Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 16
118 LÆKNABLAÐIÐ Haisturóttarúrskurður um skyldu læknis til að taka manni blóð til ákvörðunar á áfengismagni. Stjórn L.I. hefur sent Lækna- blaðinu gögn varðandi prófmál, sem reis út af synjun læknis slysavarðstofunnar í Reykjavik, að taka manni blóð gegn vilja hans. Má öruggt telja, að lækna fýsi að kynnast máli þessu nán- ar, þeim enda nauðsyn að vita glögg skil á skyldum sínum í þessu efni. Fara hér á eftir end- urrit af úrskurðum sakadóms Reykjavikur og hæstaréttar í málinu. Einnig bréf Einars R. Guðmundsson hæstaréttarlög- manns til stjórnar L.í. varðandi þetta mál. ENDURRIT úr SAKADÖMSB0K REYKJAVlKUR. Ár 1958, miðvikudaginn 26. nóvember, var dómþing saka- dóms Reykjavíkur liáð í Heilsu- verndarstöðinni í Reykjavík af Guðmundi Ingva Sigurðssyni, með undirrituðum vottum. Fyrir var tekið: Upplcvaðning úrskurðar um skyldu læknis til að veita aðstoð í þágu opin- bers máls. I dóminum liggja frammi lög- regluskýrslur varðandi ætlaðan ölvunarakstur Björns Kjartans- sonar, Suðurlandsbraut 94 hér í bæ, nú í nótt. Kærður liefur neitað hlóðtöku án þess að gefa upp nokkra ástæðu, en það leiddi til þess að læknirinn á slysavarðstofunni synjaði blóð- töku. Málið var því tekið til úr- skurðar: Ár 1958, miðvilcudaginn 26. nóvember, var á dómþingi saka- dóms Reylcjavíkur, sem lialdið var i Heilsuverndarstöðinni af Guðmundi Ingva Sigurðssyni, kveðinn upp úrskurður um skyldu yfirmanns slysavarðstof- unnar til að taka manni blóð. Mál þetta er þannig vaxið, að kl. 04.25 í nótt var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um bif- reiðaárekstur á Suðurlands- braut móts við Bílasmiðjuna. Þarna bafði valdið harkalegum árekstri Björn nokkur Kjartans- son, Suðurlandsbraut 94, fædd- ur 23. maí 1932 í Reykjavík. Lögreglan telur kærðan vera með áfengisáhrifum. Kærður neitaði blóðtöku. Það leiddi til þess, að læknir slysavarðstof- unnar synjaði um að taka kærð- um blóð. I 41. gr. 1. nr. 27/1951 eru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.