Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 14
116 LÆKNABLAÐIÐ að orða á sem látlausastan hátt fyrir almenning fræðilegar hollaleggingar um svefn og vöku og kemst ekki undan þvi að vikja að hypotlialamus í því samhandi — lxonum er annars konar vandi á hönd- um. Hann sendir frá sér neyð- arkallmerki eftir þjálla orði en þeim, sem nefnd hafa verið. Hér er komið að kjarna þess vanda, senx er á allri nýsmið islenzkra fræðiorða. Ekkert slíkt nýyrði er komið til skila, fyrr en það situr hnókið og lieimalegt i alþýðlegri ræðu og liefur á sér sem allra minnst geslasnið. Islenzkun fræði- orða er ekki í þágu meira eða minna málbi'jálaðra sérfræð- inga og á allra sízt fyrst og fremst að falla í þeirra smekk. Það gera lielzl lærdómsorð eins og hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður eða blöðrubotns- kirlilsauki, næst hinum er- lendu, alþjóðlegu fræðioi'ðum, sem séi-fræðingum eru munn- tömust og segja þeim mest. En hvernig á að hjálpa þýð- andanum út úr vandræðum hans með sinn liypothalamus? Ekki tjáir að segja lxonum að kæra sig kollóttan og láta hy- pothalamus lieita hypotha- lamus — liann fæst ekki til þess og segir: „Ekki í alþýð- legri fræðibók, m. a. handa ó- spilltu sveitafólki,“ sem hann gerir ráð fyrir, að enn sé til og lesi fi'æðihækur þrátt fyrir alla héraðsskólana og öll hóka- útgáfufélögin. Og hann er enn hótfyndnari: „Æ, ekki neðan- hólsheih,“ segir hann og: „Æ, æ, ekki undirstúka,“ og hefur hann þó verið gútemplai'i. „Þjálla orð,“ segir hann, „þjálla orð!“ Hvernig væri að hregð- ast svo við þessum vanda að minnast sjónarlióls annars pró- fessoi'sins (hólsheitið er ekki alveg út i bláinn, miðað við útlit heilalilutans) og hrúðar- herbergis hins, að ógleymdri hvílumerkingu orðabókanna, svo og tiðri samsvörun líffæra- og landslagslieita, og stinga upp á þvi að thalamus skuli heita dyngja (heiladyngja, þegar taka þarf af vafa um livað við sé átt) ? En hypotha- lamus heitir þá eftir legu sinni dyngjubotn. Bæti svo aðrir um. 3. Alll er þegar þrennt er, og aðeins þess vegna skal því við hætt, að á hotni hinnar sömu skrifborðsskúffu, sem geymdi hinn gula miða, er um getur i upphafi þessa máls, hefur leg- ið enn lengur annar gulur rniði með nokkruin orðasamstæðum á skráðum, sem ég get víst eng- an gert mér meðábyrgan um. Orðasamstæðurnar, sem hér fara á eftir, liafa bögglazt fyrir fleiri manna brjóstum en mínu og enginn sloppið vel frá:

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.