Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 123 t(r erlen<twm lœknaritunt Isolated Fluoroscopy: An Evalua- tion. Sherman, R. S. og Cahan, AV. G. New England Journ. Me- dicine, 259 : 622: sept. 1959. Höfundar, sem eru röntgenlæknar á snærum Memorial center of cancer, New York, skilgreina isolated fluor- oscopy sem gegnlýsingu án röntgen- myndatöku, í þeim tilgangi aS finna, staðfesta eða fylgjast með sjúklegri breytingu. Lýst er hinum margvís- legu sviðum, er læknar nota gegn- lýsingu í sjúkdómsgreiningu sinni; auk lungnaskoðana og hjarta virðist úthreitt í Bandaríkjunum að nota gegnlýsingu eina við magarannsókn- ir, beinbrot og beinasjúkdóma, leit að corpora aliena auk inargs ann- ars. Rætt er nokkuð um ástæðuna fyr- ir þvi, að gegnlýsing eigi svo mikilli hylli að fagna sem rannsóknarað- ferð meðal almennra lækna og ým- issa sérfræðinga annarra en röntgen- lækna. Koma þar fram ýmis kynleg sjónarmið; samkeppni lækna um sjúklingana, gamall vani, tilhneiging lækna að gera öllum óskum sjúklinga sinna til hæfis og svo sérstök áhuga- efni einstakra lækna. Höf. gizka á, að grundvallartil- gangurinn með notkun gegnlýsinga í rannsóknarskyni hljóti þó að vera að finna sjúklegar breytingar, en að því loknu sé ætlunin að framkvæma reglulega röntgenskoðun. Þá verður að álvkta, að sjái gegnlýsendurnir engar sjúklegar breytingar, muni þeir ætla það mark um, að engar slikar breytingar séu fyrir hendi. Hér er aðeins sá hængur á, að sjúk- legar breytingar þurfa að vera all- stórar og útbreiddar til þess að sjást í gegnlýsingu; 5—10 sinnum meiri en þær breytingar, er sýna má fram á með röntgenmynd. Á þetta benda höf. einnig, svo og, að það er ekki sízt við lungna- og beinasjúkdóma, sem þetta á við, en það er einmitt við skoðun á þeim líffærum, sem gegnlýsing er hvað mest notuð. Höf. draga þá ályktun af athug- un sinni, að gegnlýsing eingöngu sé misnotkun á trausti sjúklingsins og allt að því glæpsamleg. Gegnlýsing i höndum lieimilislæknis (eða tilsvar- andi) hljóti einnig að geta leitt til of- eða vanrækslu, allt eftir ástæð- um, sökum hins nána sambands hans við sjúkling og meðferð hans. Loks er bent á hina raunhæfu og verulegu geislunarhættu, er stafar af gegnlýsingu, einkum i höndum viðvaninga. (gegnlýsing á lunga get- ur gefið sjúkl. 100 r húðskammt eða meira, samanborið við 0.025—0.1 r við fullkomna röntgenmyndun af lungum). Greinarhöf. mæla með, að gegn- lýsing í þeim skilningi, er þeir hafa gertað umtalsefni, verði útlæg ger úr nútíma læknisfræði og benda á leið- ir til þess. Ásm. Brekkan. ------•------ Ekknasjóður Hér fara á eftir reikningar Styrktarsjóðs ekkna og munað- arlausra liarna íslenzkra lækna fyrir árin 1956 og 1957. Reikn- ingarnir eru birtir samkvæmt ósk sjóðstjórnarinnar. Um leið eru læknar minntir á, að hafa sjóðinn í huga, er þeir gefa minningargjafir (sjá auglýs- ingu á öðrum stað í blaðinu).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.