Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.10.1959, Blaðsíða 20
122 LÆKN ABLAÐIÐ arakstri manna byggist á niður- stöðuin blóðrannsókna, að lang mestu leyti.“ Þessi úrskurður var staðí'est- ur í Hæstarétti. Spurningar Læknafélags Is- lands eru þessar: 1. „liefur óbreyttur lögreglu- þjónn hér eftir vald til þess að fyrirskipa lækni að taka sakborningi blóð til ófengis- rannsóknar gegn vilja á- kærða, eða getur læknir kraf- izt úrskurðar dómara liverju sinni. 2. Getur læknir neitað að fram- kvæða blóðtöku gegn vilja ákærða af heilsufarslegum ástæðum eða öðrum orsök- um.“ Svar: Samkvæmt lagaá- kvæðum þeim, er að framan greinir, verður að telja, að lækni sé almennt skylt að framkvæma blóðrannsókn á manni, sem lögreglumaður flytur til hans i því skyni. Hins vegar lilýtur læknir að meta það hverju sinni, livort heilsa mannsins leyfi blóðtökuna eða ekki. Telji læknir einhvern vafa vera i þessu efni, hlýtur honum jafn- an að vera heimilt að krefjast úrskurðar dómara, en þeim úr- skurði verður læknirinn að sjálfsögðu að hlíta. 3. „Geta almennir læknar neit- að blóðtökum gegn vilja sak- bornings og vísað til embætt- islæknis (bæjarlæknis, hér- aðslæknis).“ S v a r : Nei. 4. „Hvaða viðurlögum er liægt að beita lækni, ef liann neit- ar að framkvæma blóðtöku af því sakborningur neitar aðgerðinni.“ S v a r : Sektum. Fylgiskjöhn endursendast. Virðingarfyllst, Einar B. Guðmundsson. XIII. AlþjóSaráðstefna um atvinnu- sjúkdóma og heilsuvernd á vinnu- stööum. Þrettánda alþjóðaráðstefnan um atvinnusjúkdóma, sem tilkynnt var um hér í blaðinu, 3. tölublað 1958, verður haldin í New York, í Waldorf Astoria hótelinu, 25.—29. júli 1960. Framkvæmdanefnd mótsins gef- ur þeim, er sækja vilja ráðstefnuna, kost á að leggja fram ritgerðir eða erindi til birtingar á henni. Dag- skráin verður einkum helguð um- ræðum um eftirfarandi atriði, sem snerta atvinnusjúkdóma: 1. Tilhögun og stjórn fram- kvæmda. 2. Lyflækningar. 3. Handlækningar. 4. Fræðsla og þjálfun. 5. Félagsleg og lagaleg sjónarmið. 6. Aðbúnaður og hollustuhættir í umhverfinu. 7. Áhrif umhverfis á heilsuna. 8. Vinnan, lífeðlisfræðilega og sál- fræðilega séð. 9. Sérstakar iðngreinar. 10. Almennt. Þeir, sem óska að birta ritgerðir eða erindi um ofangreind atriði, snúi sér til Jóns Sigurðssonar, borg- arlæknis, Reykjavik, sem gefur all- ar nánari upplýsingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.