Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 28
Tónlistarleg óvissuferð A llir þekkja hversu persónuleg upplifun það er að hlusta á tónlist. Einum finnst geðveikt það sem öðrum finnst glatað. Of mikið stuð … ekki nógu mikið stuð. Stór hluti af upplifun- inni er auðvitað félagsskapurinn og kringumstæðurnar. Mannamót eins og tónlistarhátíðir eru einmitt bestu mögulegu kringumstæðurnar til þess að upplifa tónlist, sérstaklega ef hún er manni framandi. Sá sem hefur flytjandann fyrir augunum upp- lifir gjörning hans miklu sterkar og sendir sjálfur ósjálfrátt frá sér jákvæða strauma, því þannig tryggir hann best að dýrmætum tíma hans sé vel varið. Áhangendur jazzins greinir sjálfa á um hver galdurinn sé ná- kvæmlega við þessa músík. Er það lagið? Hljómsveitin? Óvissan? Sjálf hefur músíkin löngu gefist upp á að skilgreina sig eða stað- setja í tónlistarsögunni. Þar vegur líklega þyngst hundrað ára leit að samastað, en jazzinn hefur hallað höfði sínu á ólíklegum stöðum allt frá gleðihúsum New Orleans til sviðsins í Carnegie Hall. Efnistök jazzfólks eru lítt frá- brugðin því sem tíðkast í hvaða tónlist sem er og kannski jafnvel hefðbundnari en á mörgum tón- listarsviðum þar sem konseptið gengur oft æði langt á kostnað þess sem heyrist. Jazzinn er margslunginn og hreyfiafl hans er mannskapur sem sækir sér tónlistarlega inspírasjón á marga mismunandi staði. Segja má að kraftur íslenska tónlistarlífsins sé einmitt fólginn í kringum- stæðum tónlistarfólks sem gæti ekki (og vildi ekki þótt það gæti) einskorðað sig við eina tegund tónlistar. Allt sem á undan okkur hljómaði er í fullu gildi og í fínni harmóníu við það sem í kringum okkur hljómar í dag. Við höldum áfram að freista þess að spegla tón- listarlífið eins og það er og máta okkur við þau tækifæri sem bjóðast. Og ef tækifærin láta á sér standa þá búum við þau til. Hvað leynist handan við næsta kórus kemur bara í ljós. Samvinna og hópefli eru meðal þess mikilvægasta sem tónlistar- flutningur byggist á. Sumarið er tími hins tónlistarlega hópeflis og birtist okkur í mörgum myndum. Nýleg dæmi eru Gay Pride og Þjóðhátíð í Eyjum, en við bæði tækifæri gegnir tónlistin stóru hlut- verki. Jazzhátíð Reykjavíkur hefur svo sem ekki stillt sér upp sem mál- svara tónlistarlegra mannréttinda þó að færa mætti fyrir því rök að „gay“silegu tónlistarlegu misrétti sé til að dreifa á Íslandi og hin kyn- lega tónlist jazzinn sé einmitt dæmi um hvernig fólk loki sig inni í skáp af hræðslu við sleggjudóma hins viðurkennda. Oftar hafa menn þó látið nægja að benda á samlíkingar úr bókmenntaheiminum og líkt jazzinum við ljóðið sem á endanum ratar til sinna. Á Jazzhátíð Reykjavíkur í ár verður Harpan okkar Herjólfur og bíboppið brekkusöngurinn, þótt hljómarnir verði eitthvað fleiri en í Eyjum. Bálkösturinn í lokin verður svo tendraður af kyndilberum ís- lenskra jazzleikara í 35 ár – Mezzoforte – á lokatónleikum í Eldborg. Ekki má heldur gleyma því að Jazzhátíð Reykjavíkur er líka gluggi út í heiminn og rétt eins og umboðsmenn íslenska hestsins fara mikinn með kynbótasýningar sínar í útlöndum þá kynnir Jazzhátíð með stolti sína helstu gæðinga við hvert tækifæri. Þannig verður stórsýning á mismunandi gangtegundum íslenska jazzins við upphaf hátíðarinnar á Menningarnótt, þegar fjórar hljómsveitir stíga á svið og kynna dagskrá sem verður einnig á boðstólum á Jazzhátíðinni í London í nóvember nk. Sem betur fer fáum við að taka þátttakendur með okkur heim að sýningu lokinni og þurfum ekki að selja þá hæst- bjóðanda frekar en við viljum. Jazzhátíð býður Reykvíkingum og landsmönnum öllum í tónlistar- lega óvissuferð í hálfan mánuð. Góða skemmtun. Pétur Grétarsson Einn eða fleiri – stórt eða lítið Alþjóðlegir kynningartónleikar upprennandi jazzlistamanna M aður hefur nú“ hefur verið flutt af jafn ólíkum listamönnum og Bubba Mort- hens og Niels-Henning Ørsted Pedersen og það má finna á nýjum hljómdiski söngkonunnar Ásgerðar Júníusdóttur, sem mun einmitt syngja nokkur lög Gunnars á þessum tónleikum. Hryggjarstykki tónleikanna er þó kantata Gunnars Reynis, Af jörðu ertu kominn, við ljóð Birgis Sigurðssonar, sem flutt verður af Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Agnarssonar og hljómsveitar er Kjartan Valdi- marsson stjórnar. Kjartan hefur gert hljómsveitarútsetninguna því hljómsveitarnótur Gunnars Reynis hafa ekki fundist. Þessi kantata á sér langa sögu en til stóð að flytja hana á Listahátíð 1992. Af því varð ekki vegna veikinda aðaleinleikarans, Viðars heitins Alfreðssonar, en kórinn hafði þó æft nokkuð. Fleiri árang- urslausar tilraunir voru gerðar til að flytja kantötuna, en nú verður verkið loksins flutt. Þriðja straums verk Gunnar Reynir, eða Gunni Sveins eins og hann var gjarna kallaður í upphafi ferils síns, var upphaf- lega trommuleikari og má meðal annars heyra hann tromma á plöt- um Skapta Ólafssonar. Síðan tók hann til við víbrafóninn og varð fljótt einn sleipasti væbisti Norð- urálfu. Það má til dæmis heyra á hljóðritunum hans með KK- sextettinum og Gunnari Ormslev. Hann útsetti einnig mikið af dans- lögum, en eftir að hann hóf nám í tónsmíðum brenndi hann allar útsetningar sínar því nýr kafli var að hefjast í lífi hans, tónskáld- skapur á evrópska vísu. Aftur á móti bjó djassinn ætíð í hjarta hans – enda sagði hann jafnan að klassíkin og djassinn væru ekki andstæður heldur SAM- STÆÐUR og það nafn gaf hann helsta kammerdjassverki sínu, einu fremsta verki sem skrifað hefur verið í hinum svokallaða „þriðjastraums“-stíl á Norður- löndum. Þann stíl mótuðu menn á borð við John Lewis og Gunt- her Schuller, er þeir reyndu að bræða saman djass og evrópska tónskáldatónlist. Samstæður voru skrifaðar með flytjendur- nar í huga og frumfluttar á fyrstu Listahátíð í Reykjavík, 1970, og seinna gefnar út á fyrstu hljóm- plötu Jazzvakningar. Mörg fleiri verk samdi Gunnar Reynir í stíl „þriðja straumsins“, svo sem Á Valhúsahæð og Listin er löng en lífið stutt (í minningu Andrésar Ingólfssonar), sem finna má á minningardiskunum um Gunnar Ormslev: Jazz í 30 ár. Hann samdi einnig verk fyrir Sigurð Flosason og djassveit í minningu Ormslevs og Guðmundarvöku í minningu Guðmundar Ingólfssonar, sem frumflutt var á RúRek-djasshátíð- inni eftir dauða Guðmundar. Þau verk hafa því miður aldrei verið gefin út á hljómplötu. Tregi ljóðsins Gunnar Reynir var þekktur sem víbrafónleikari utan landstein- anna, sér í lagi í Bretlandi þar sem hann lék oft á gamla Ronnie Scott-klúbbnum í London og tvö sumur lék hann með franska fiðlusnillingnum Stephane Grap- pelli á Rivierunni. Í tónskáldskap sínum hafði Gunnar Reynir jafnt vald á sveiflu kontrapunktsins og trega ljóðsins og svo persónu- legur er stíll hans að auðvelt er að þekkja. Unglingurinn Gunni Sveins, sem sat á fyrsta bekk í trommu- skóla Lionels Hamptons fyrir framan gramófóninn, var sama eldsálin og hinn fullorðni Gunnar Reynir Sveinsson, sem gerði til- raunir með raftónlist í Tónlistar- akademíunni í Utrecht. Um það ber lífsverk hans vitni og það verður frábært að fá að heyra frumflutning á verki eftir hann nærri tuttugu árum eftir að til stóð að frumflytja það. Vernharður Linnet  MAður hefur nú TónleikAr helgAðir gunnAri reyni SveinSSyni Frumflutningur 20 árum síðar Á Jazzhátíð Reykjavíkur í ár, hinn 25. ágúst, verða tónleikar í Norðurljósasal Hörpu helgaðir tónlist Gunnars Reynis Sveinssonar. „Maður hefur nú“ er yfirskrift tónleikanna, en það er nafn á einu þekktasta sönglagi Gunnars Reynis. Á tónleikunum verður frumflutt verk sem átti að flytja árið 1992. Með styrk frá Nordisk Kulturfond og í samvinnu við Sýrland stúdíó býður Jazzhátíð Reykjavíkur fimm upprennandi hljómsveitum að heim- sækja Ísland og spila á tónleikum auk þess að hljóðrita nýtt efni við bestu aðstæður. Það er einmitt eitt af megin- hlutverkum Jazzhátíðar Reykjavíkur að vera vett- vangur fyrir samstarf íslenskra listamanna við erlenda kollega sína. Elou Elan blandar saman hlýleika jazzins frá sjötta áratugnum, svalri innhverfni þjóðlaga norðursins, sakleysislegu poppi og hinu losta- fulla franska sönglagi. Allt þetta blandast saman með hvíslandi innileik í svimandi ómi hringleikahússins. Ekki skemmir fyrir að Óskar Guðjónsson tekur lagið með söngkonunni Elsu Louisu Rönnevig og félögum í Elou Elan. Á sömu tónleikum heyrum við líka í Inga Bjarna Skúlasyni og sænskum félögum hans í Ingisound experiment, en þeir leika frumsamið efni. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu þriðju- daginn 23. ágúst kl. 19 og er aðgangur ókeypis. Paavo 3 frá Svíþjóð er hugarfóstur söng- konunnar Sofiu Jernberg sem sjálf er af eþíópskum ættum. Ásamt henni kemur fram píanistinn Cecilia Pers- son og saxófónleikarinn Fredrik Ljungkvist, sem einhverjir kunna að muna eftir af plötu Péturs Östlund – Power Flower. Á sömu tónleikum kemur líka fram íslenska söngkonan Anna María Björnsdóttir sem nýverið lauk námi við Tónlistarskóla FÍH og flytur frumsamið efni með hljómsveit þekktra kunnáttumanna í ís- lensku jazzlífi. Tónleikar verða í Norræna húsinu föstudaginn 2. september kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Tvennir tónleikar í kynningartónleikaröð Jazzhátíðar Reykjavíkur fara fram á Sódómu. Þar leika föstudaginn 26. ágúst þrjár íslenskar hljómsveitir; Fönk- sveinar, Kvartett Ómars Guðjónssonar og Eyland. Viku síðar verða á sama stað finnska hljómsveitin Elefantree og fransk/ ameríska tríóið The Kandinksy Effect, en báðir þeir hópar vekja mikla athygli þessa dagana á tónleikasviðum Evrópu. Sóló, dúó, tríó, kvartett, kvin- tett, sextett, septett eða oktett. Meira að segja nonet og tentett. Allt eru þetta þekktar stærðir hljómsveita. Þeim sem alist hafa upp við stór- sveitartónlist þykir ákaflega sérkennilegt hversu litlar hljómsveitir eru oft kallaðar stórum nöfnum. Stórsveit þessa eða hins reynist oftar en ekki hafa bætt ryþmagítar- leikara og einum blásara við fimm manna hljómsveit. Auðvitað mega menn kalla hlutina þeim nöfnum sem þeir vilja en höfum alveg á hreinu að þegar Jazzhátíð Reykjavíkur auglýsir stór- sveit, þá er það STÓRSVEIT. Ekki minna en þrír tromp- etar, þrjár básúnur og fjórir saxar. Helst einn til viðbótar í hverri deild. Trommur, bassi og píanó. Helst gítar. Einfaldast er að telja bara. Ef það eru færri en þrettán manns á sviðinu þá er það ekki stórsveit í neinum skilningi. Við erum með þrjár stórsveitir á Jazzhátíð Reykjavíkur. Svo erum við líka með sólótónleika, dúó, tríó, kvartetta ... Big banG Stórsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness Gunnar Reynir í latinsveiflu árið 1964. Smekkleysa „Tilgerðarlaus og skemmtileg“ Fréttablaðið 6. Júlí Heimir Már & Þór Eldon il l il l i . lí 2 jazz Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.