Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 22
N ýtt tímabil. Nýir leikmenn. Sama niðurstaða. Manchester United er liðið sem önnur lið þurfa að sigrast á til að verða enskir meistarar. Sir Alex Ferguson er maðurinn sem aðrir knatt- spyrnustjórar þurfa að horfa upp til. Flestir sparkspekingar spá því að Manc- hester United vinni deildina í tuttugasta skipti á komandi tímabili og Fréttatíminn tekur undir þá spá. United-liðið hefur sjaldan litið jafn vel út í upphafi leiktíðar. Sigrar gegn Barcelona í æfingaleik og gegn Manchester City um síðustu helgi í leiknum um Góðgerð- arskjöldinn hafa fært þeim sjálfstraust og fyllt andstæðinga þeirra hugarangri. Það sem gerir stöðu Manchester United kannski enn merkilegri en ella er sú stað- reynd að á sama tíma og félagið berst um sigra á öllum mótum hefur Alex Ferguson tekist að yngja liðið upp á þann hátt að ekkert er því til fyrirstöðu að United verði með besta lið Englands næstu tíu til fimmtán ár. Ferguson hefur á undraskömmum tíma tekist að safna til sín sannkölluðu draumaliði af ungum leikmönnum – yngri en 24 ára, eða eins og Martin Blackburn, blaðamaður á The Sun, lýsir því: „Slíku liði að það gæti jafnvel gert nýju hárígræðsluna hans Wayne Rooney gráa.“ Af þessu „draumaliði“ ungra leikmanna í United eru þó aðeins tveir uppaldir leik- menn; Danny Welbeck og Tom Cleverley. Ferguson hefur eytt miklu púðri í að þefa uppi unga leikmenn víðsvegar um heiminn, frá Brasilíu og Mexíkó til Ítalíu en hann hef- ur heldur ekki gleymt enskum leikmönnum. Tveir efnilegustu miðverðir Englands, Chris Smalling og Phil Jones, hafa gengið í raðir félagsins á undanförnum tveimur árum. Stærstu ungstirnin eru sennilega mexí- kóski markahrókurinn Javier Hernandez, Portúgalinn Nani og Brassinn Anderson en þegar svo bætt er við unglingasúpuna Wayne Rooney og Ashley Young, sem eru ekki nema 26 ára en þó gamlir í félagsskap unglinganna, og varnarjöxlunum Rio Ferdin- and, Nemanja Vidic og Patrice Evra, virðist blanda Fergusons vera fullkomin. Án nokk- urs vafa öfundarefni annarra liða í ensku úrvalsdeildinni. Blanda af frábærum ungum leikmönnum og reynslumiklum sigurvegur- um ætti að tryggja að Ferguson heldur sínum mönnum við toppinn á næstu árum – líkt og undanfarna áratugi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Allir þurfa að elta Ferguson Manchester United varð enskur meistari í nítjánda sinn í maí. Ekkert bendir til þess að félagið muni láta titilinn af hendi á komandi tímabili. Öll önnur lið munu þurfa að elta Alex Ferguson og lærisveina hans. Fréttatíminn fer yfir þau lið sem líklegust eru til að berjast um titilinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú um helgina. Chelsea n Mun Andre Villas-Boas ná að öðlast virðingu leikmannahóps Chelsea þrátt fyrir ungan aldur og takmarkaða en farsæla reynslu sem stjóri hjá topp- liði? n Mun Andre Villas-Boas takast að koma sínum aðal- framherja, Fernando Torres, í gang og í sama form og árið 2008 þegar hann var einn besti framherji Evrópu? Manchester City n Hvað verður um Carlos Tevez? n Nær Roberto Mancini að halda aga og góðum liðsanda hjá þessu stjörnum prýdda liði? Arsenal n Hvað verður með Cesc Fabregas og Samir Nasri? n Kaupir Arsene Wenger varnarmann á borð við Tim Cahill eða Phil Jagielka sem hann þarfnast sárlega? n Hversu mikið mun hinn meiðslahrjáði en frábæri Robin Van Persie spila í vetur? Liverpool n Stendur Andy Carroll undir vænt- ingum? n Tekst Kenny Dalglish að hressa upp á varnar- leik sinna manna? Fjögur lið sem munu berjast um titilinn við Manchester United David de Gea Þjóðerni: spænskur Staða: markvörður Aldur: 20 ára Rafael Da Silva Þjóðerni: brasilískur Staða: hægri bakvörður Aldur: 21 árs Chris Smalling Þjóðerni: enskur Staða: miðvörður Aldur: 21 árs Nani Þjóðerni: portúgalskur Staða: miðjumaður Aldur: 24 ára Javier Hernandez Þjóðerni: mexíkóskur Staða: framherji Aldur: 23 ára Phil Jones Þjóðerni: enskur Staða: miðvörður Aldur: 19 ára Tom Cleverley Þjóðerni: enskur Staða: miðjumaður Aldur: 21 árs Anderson Þjóðerni: brasilískur Staða: miðjumaður Aldur: 23 ára Federico Macheda Þjóðerni: ítalskur Staða: framherji Aldur: 19 ára Danny Welbeck Þjóðerni: enskur Staða: framherji Aldur: 20 ára Fabio Da Silva Þjóðerni: brasilískur Staða: vinstri bakvörður Aldur: 21 árs 22 fótbolti Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.