Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 8
Lægsta til-
boði, rúmlega
helmingi af
kostnaðaráætl-
un, var tekið.
Strandveiðum að ljúka
Standveiðum á svæði sem náði frá
Hnappadal til Súðavíkur er lokið en síðasti
veiðidagurinn var á
þriðjudaginn. Jón
Bjarnason sjáv-
arútvegs- og land-
búnaðarráðherra
gaf út reglugerð um
stöðvun veiðanna,
að því er fram
kemur í tilkynningu
ráðuneytisins. Þar
sagði að afli strand-
veiðibáta á svæðinu hefði verið mjög góður.
Á öðrum svæðum er veiðin skemmra á veg
komin. Ekki er ósennilegt, segir ráðuneytið,
að veiðileyfi verði í gildi út ágústmánuð á
sunnan- og austanverðu landinu. - jh
Tékkneskir glannar
á hálendinu
Torfærurúta tékknesku ferðaskrifstofunnar Adventura
náðist upp úr Blautulónum á þriðjudaginn en farþegar
hennar björguðust naumlega er hún sökk á kaf síðast-
liðinn laugardag. Kynningarmyndband ferðaskrifstofu-
nnar hefur vakið athygli en þar er starfsemin kynnt með
glæfraakstri á íslenskum öræfum. Torfærurútan er þar
sýnd við ýmsar aðstæður, einkum á hröðum akstri á há-
lendisleiðum eða í djúpum ám og vötnum þar sem gusur
ganga á báðar síður. Farþegar eru sitt á hvað innanborðs
og utan og þá uppi á rútuþakinu á glannaferð. Í viðtali við
Ríkisútvarpið segir Ólöf Ýr Atladóttir ferðamálastjóri að
ekki sé fylgst með starfsemi þeirra erlendu ferðaþjón-
ustufyrirtækja sem koma með ferðafólk hingað til lands.
Ferðaskrifstofan er með starfsstöð í Tékklandi. Starfs-
leyfi sem gefin eru út þar gilda á Íslandi vegna samninga
um Evrópskt efnahagssvæði. Þessi tékkneska rúta lenti í
árekstri við jeppa í fyrra á íslenskum hálendisvegi. -jh
Leigusamningum
fjölgar
Leigusamningum fjölgaði um
8,8% milli júní og júlí, að því er
Fasteignamat ríkisins greinir frá
og byggir á tölum sem Þjóðskrá
Íslands hefur tekið saman.
Heildarfjöldi samninga á landinu
var 790 í júlí. Leigusamningum
hefur hins vegar fækkað um
6,1% ef miðað er við júlímánuð
í fyrra. Alls voru gerðir 559
leigusamningar á höfuðborgar-
svæðinu í nýliðnum júlí miðað
við 494 í júní. Á Suðurnesjum
voru leigusamningarnir í júlí 74, á
Vesturlandi 35, á Vestfjörðum 4
og á Norðurlandi 64. -jh
Ó fremdarástand hefur verið í sumar á 4,4 km löngum kafla á Laugar-vatnsvegi, frá Skillandsá að Hóla-
brekku. Þar hafa staðið yfir vegabætur sem
ljúka átti um miðjan júní en standa enn.
Vegurinn er einn sá fjölfarnasti á landinu
að sumarlagi en um hann fer m.a. umferð
með ferðamenn að Gullfossi og Geysi, eftir-
sóttustu ferðamannastöðum landsins.
Ekki er nóg með að vegurinn sé grófur
og holóttur heldur er hann hættulegur að
mati lögreglu. Bifhjólaslys varð á veginum
um síðustu helgi þegar ökumaður missti
stjórn á hjóli sínu í lausamöl á vegarkaflan-
um. Fram kom í fréttum um slysið að lög-
reglumenn á vettvangi hefðu sagt kaflann
hættulegan vegna framkvæmdanna; mölin
væri mjög laus á honum og hann því vara-
samur ökumönnum.
Vegagerð ríkisins bauð verkið út í fyrra
og voru tilboð opnuð 24. ágúst á liðnu
sumri. Um er að ræða breikkun og styrk-
ingu á 4,4 km löngum kafla Laugardalsveg-
ar. Áætlaður verktakakostnaður var 82,5
milljónir króna. Níu tilboð bárust í verkið
og var tilboði lægstbjóðanda, Vélgröfunnar
ehf. á Selfossi, tekið. Það var langt undir
kostnaðaráætlun, eða 43,4 milljónir króna.
Svanur Bjarnason, svæðisstjóri suður-
svæðis Vegagerðar ríkisins, segir ástandið
á vegarkaflanum mjög slæmt en áætlað
hafi verið að verkinu lyki 15. júní, áður
en sumarumferð hæfist fyrir alvöru. Ein-
hver magn-aukning hafi orðið á verkinu en
megninu af því hafi átt að ljúka 15. nóvem-
ber síðastliðinn. „Það verður að segja það
alveg eins og það er að þetta hefur ekki
gengið nógu vel hjá þessum verktaka,“ seg-
ir Svanur. Hann segir verktakann þó enn
að en Vegagerðin sé að fara yfir stöðuna og
meta til hvaða ráða eigi að grípa. Svanur
segist ekki geta svarað því hvenær verkinu
ljúki, að óbreyttu, en það verði að minnsta
kosti ekki í þessum mánuði. Þá verður
komið haust og sumarumferð að hinum vin-
sælu ferðamannastöðum lokið.
Spurður um það hvort vit sé í að taka
tilboði sem sé aðeins rúmlega helmingur
áætlaðs kostnaðar segir Svanur að vel megi
spyrja sig að því en Vegagerðin verði að
fara eftir reglum sem í gildi séu. „Það eru
gerðar ákveðnar kröfur til verktaka, fjár-
hagskröfur og fleira. Ef þeir uppfylla þær
kröfur sem gerðar eru eigum við erfitt með
að ganga fram hjá þeim. Þessi tiltekni verk-
taki stóðst þessar kröfur.“
Vegna seinagangs við vegabæturnar
og þess hve ástand vegarkaflans er slæmt
segir Svanur að Vegagerðin sé að kanna
hvort hún grípi inn í verkið og fram fyrir
hendurnar á verktakanum. „Þetta stefnir í
óefni,“ segir hann, „og það getur vel verið
að grípa verði til slíkra ráða þótt það þýði
að verkið verði eitthvað dýrara en nam hinu
lága tilboði.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
„Þetta stefnir í óefni“
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir stofnunina íhuga að grípa inn í vegna seinagangs hjá
verktaka. Vegurinn er einn sá fjölfarnasti á landinu en um hann fer m.a. umferð að Gullfossi og
Geysi. Hættulegur kafli að mati lögreglu. Slys varð um helgina vegna lausamalar.
vegagerð Ófremdarástand á Laugarvatnsvegi
Vegabótum á Laugarvatnsvegi átti að ljúka 15. júní en enn sér ekki fyrir endann á þeim. Kaflinn á hinum fjölfarna vegi er grófur
og lausamöl gerir hann hættulegan. Ljósmynd/Kristrún Sigurfinnsdóttir
8 fréttir Helgin 12.-14. ágúst 2011
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Hver er þín
Paradís?
Skemmtisaga um
ástina eftir einn
vinsælasta
höfund Þýskalands
„Frábærlega hugsuð
og byggð saga.“
DIE ZEIT
„Óvenjulega
skemmtileg og
auðlesin ...“
BERLINGSKE TIDENDE