Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 52
Ég lærði mikið af þessu og er spennt að byrja að vinna að næsta handriti. É g hafði ekki endilega ætlað mér að gera svona stóra mynd. Svo fékk ég þessa hugmynd og þá varð þetta bara eins og barn í maganum sem þurfti að komast út,” segir kvikmynda- gerðarkonan og ljósmyndar- inn Ugla Hauksdóttir en kvikmynd hennar, Vera, verður frumsýnd hér á landi á alþjóðlegu kvikmyndahátíð- inni RIFF sem verður haldin í Reykjavík í lok september. Ugla útksrifaðist nýverið úr Cooper Union listaháskól- anum í New York en skólinn er talinn einn besti listahá- skólinn í Bandaríkjanum. “Ég var á sjónlistabraut í fjögurra ára námi og útskrifaðist með B.A. gráðu í vor,” segir Ugla sem var einungis átján ára þegar hún hélt út í námið. „Ég hafði búið með mömmu minni út í New York í tvö ár á meðan ég var í gagnfræði- skóla og ákvað að sækja um nám í Cooper Union en bjóst alls ekki við að komast inn,“ en einungis 65 nemendur af 3-4000 umsækjendum komast inn í skólann á ári hverju og hljóta fullan skólastyrk. Ugla, sem hefur eytt síðustu fjórum árunum á Manhattan í New York hlaut kvikmyndaverð- laun skólans fyrir útskriftar- verkefnið sitt. „Myndin heitir Vera og fjallar um unga konu sem á engar minningar um móður sína. Vera reynir að skapa samhengi í lífi sínu með örvæntingafullri leit að móðurímyndinni og opnast þá áhorfendum innsýn inn í leyndardóma mannshugans,“ segir Ugla sem skaut kvik- myndina á Íslandi og notaði íslenska leikara meðal annars þau Helgu Jónsdóttur og píanóleikarann Jónas Ingi- mundarson afa sinn. Móðir Uglu, Pálína Jónsdóttir, fer einnig með hlutverk í mynd- inni. “Mamma er leikkona og pabbi er sálgreinir. Ég hef hins vegar bæði áhuga á kvik- myndagerð og sálgreiningu og fékk þau því til liðs við mig til að búa til eins konar psychodrama. Handritið skifaði ég þó ein.” Ugla vonast til að sýna myndina á Íslandi sem allra fyrst en stefnir síðan á að senda myndina á hátíðir víða um heim. “Það var mikil lífsreynsla að gera þessa fyrstu mynd, ég lærði mikið af þessu og er spennt að byrja að vinna að næsta handriti.”  kvikmyndir íslenskur verðlaunahafi Hlaut kvik- myndaverð- laun skólans Ugla Hauksdóttir útskrifaðist nýverið með BA-gráðu frá Cooper Union, einum virtasta listaháskóla í Banda- ríkjunum. Hún hlaut kvikmyndaverðlaun skólans fyrir stuttmynd sína, Veru, og stefnir á áframhaldandi störf í kvikmyndagerð. Ugla Hauksdóttir stefnir á að frum- sýna bíómynd sína, Vera, á Íslandi í haust. Við höfðum kynnst Íslandi vel og fannst landið heppi- legt fyrir okkur. Þ etta er algerlega á viðskiptalegum forsend-um,“ segir Andrey þegar hann er spurður hvernig á því standi að Rússi búsettur í Reykjavík hafi ákveðið að opna sushi-stað. „Við erum ekkert að hengja okkur í þjóðerni hérna,“ segir Andrey glaðlega. „Japönsk eldamennska er mjög vinsæl hérna, og þá sérstaklega sushi, þannig að ég sá tækifæri í þessu. Ég átti sparifé sem ég setti í þetta verkefni sem ég tel að feli í sér mikla möguleika.“ Andrey kom fyrst til Íslands 1993 og var þá í við- skiptaerindum. „Ég kom hingað oft eftir það og árið 1998 flutti ég til Íslands með alla fjölskylduna. Börnin voru þrjú á þessum tíma og öll lítil og við vildum ekki ala þau upp í borg eins og Moskvu. Við höfðum kynnst Íslandi vel og fannst landið heppilegt fyrir okkur og ákváðum að hér skyldum við búa,“ segir Andrey og bætir því við að enn sem komið er sé hann sá eini úr fjölskyldunni sem vinni á staðnum. „Þetta er því ekki hreinræktað fjölskyldufyrirtæki þannig lagað en fjölskyldan stendur þétt að baki mér í þessu.“ Eftir að Andrey fluttist til Íslands vann hann í tíu ár hjá Norvik Group við þróun á timburframleiðslu í Rússlandi. Árið 2008 skráði hann sig í MBA-nám við Háskólann í Reykjavík. Hann lauk náminu í fyrravor og fór þá að undirbúa veitingareksturinn. Og þegar betur er að gáð er fiskmeti að hætti Jap- ana ef til vill ekki jafn fjarlægt Andrey og í fyrstu mætti ætla. „Ég höndlaði með sjávarfang í Moskvu í um það bil fimm ár þannig að ég er vel að mér í öllu sem viðkemur fiski. Ég legg mikið upp úr því að nota aðeins úrvals hráefni þar sem ég vil að við- skiptavinir mínir séu ánægðir. Ég hef líka mikinn áhuga á vöruþróun og markaðsmálum þannig að  andrey rudkov Flutti með Fjölskylduna til Íslands Rússi reiðir fram sushi í Glæsibæ Andrey unir sér vel á Íslandi og vill hvergi annars staðar vera. Andrey Rudkov flutti með fjölskyldu sína til Íslands fyrir rúmum áratug eftir að hafa kynnst landi og þjóð á ferðum sínum hingað. Eftir að hafa unnið við timburframleiðslu í tíu ár skellti hann sér í MBA-nám og rekur nú japanska veitingastaðinn Tokyo í Glæsibæ. eldhúsið sjálft er mjög stór hluti af þessu öllu saman.“ Þar fyrir utan er Andrey for- fallinn fluguveiðimaður og kann hvergi betur við sig en úti í ís- lenskum ám og vötnum. „Ég hef rennt fyrir lax og silung úti um allt og stundaði veiðar af miklu kappi áður en ég opnaði veitingastaðinn en hef eiginlega ekki komist neitt í veiði eftir það,“ segir Andrey sem unir sér vel á Íslandi og vill hvergi annars staðar vera. toti@frettatiminn.is Glaumbar opnar á ný Hinn gamalkunni sportbar Glaumbar opnar á ný á laugardaginn. Barinn átti sitt blómaskeið fyrir röskum áratug eða svo og nú ætlar sá margreyndi barþjónn Davíð Kristinsson að reka barinn í anda þess tíma og hefja hann til vegs og virðingar á ný. „Takmarkið er að vera með góðan íþróttabar og byggja á gömlum grunni þótt við ætlum okkur ekkert að hverfa aftur til fortíðar þótt Corona-kvöldin verði á sínum stað,“ segir Davíð. „Við ætlum að hækka aðeins stand- ardinn í þessu þannig að þetta verður ekki bara bolti og bjór. Við bjóðum upp á spurningakeppnir og atriði í hálfleik þannig að fólk er bara mætt á völlinn þegar það kemur hingað. Næturpartíin okkar eiga svo að jafnast á við bestu heimapartí.“ Þeir sem muna eftir Glaumbar munu kannast við sig á staðnum þótt ýmsar breytingar hafi verið gerðar. „Allt hefur verið betrumbætt en barinn er á sínum stað enda tekur þú ekkert barinn af Glaumbar. Hann er hjarta staðarins.“ Lj ós m yn d/ Te it ur Er alltaf það sama í matinn? 100 uppskrift ir að hollum og einföldum heimilisréttum LOKSINS FÁANLEG AFTUR! Getur þú verið heimilisvinur Dieter? www.soleyogfelagar.is 48 dægurmál Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.