Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 2
KJÖTHITAMÆLAR Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 www.grillbudin.is VERÐ FRÁ 3.990 FRÁBÆRIR FYRIR GRILL OG OFNA  reykjavíkurborg Fjárnám vegna dagsekta Fjárnám í villu Vegvísis Skipulags- og byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar hefur lagt fram fjárnámskröfu í lúxusvillu á Laufásvegi sem er í eigu félagsins Vegvísis. Félagið er í eigu móður Stefáns Hilmars Hilmarssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs 365, sem er gjaldþrota, en eins og Fréttatíminn greindi frá í síðustu viku námu kröfur í bú hans um 2,5 milljörðum króna. Villan, sem var áður í eigu Stefáns, var flutt yfir á Vegvísi í september 2008 en skipta- stjóri þrotabús Stefáns íhugar að fá þeim gjörningi rift. Fjárnámskrafan er tilkomin vegna dagsekta borgarinnar sem hafa hlaðist upp á eigendur hússins vegna þess sem yfirvöld í Reykjavík telja vera ólöglega framkvæmd. Lögfræð- ingur Stefáns heldur þó öðru fram í bréfi sem hann sendi Fréttatímanum í júní en þar sagði hann að ákvörðun skipulags- og bygginarnefndar um að leggja dagsektir á eigendur húss- ins hefði verið mótmælt á grundvelli þess að ekki væri fótur fyrir þeim og beðið væri svara frá nefndinni. -óhþ Villan á Laufásvegi. Ljósmynd/Hari Arion bakhjarl tónlistarviðburða Hörpu Harpa og Arion banki undirrituðu í gær samning um að bankinn verði einn helsti bakhjarl viðburða í Hörpu. Markmið samn- ingsins er að styrkja menningar- og tón- listarstarf á Íslandi og kynna þá listviðburði sem Harpa skipuleggur fyrir almenningi. Höskuldur H.Ólafsson bankastjóri Arion lýsti yfir ánægju bankans með aðkomuna að tónlistarviðburðum Hörpu. „Það er mikil- vægt að skapa góðan rekstrargrundvöll fyrir þetta hús og það er okkur mikill heiður að fá að taka þátt í því.“ Fyrstu tónleikar sem Harpa hélt með styrk frá Arion banka voru tónleikar Mariu Joao Pires og Maxim Vengerov í júlí. Næsti viðburður verða tónleikar Gautaborgarsinfóníunnar undir stjórn Gustavo Dudamel þann 19.september. b jörgólfur Thor Björgólfsson og langafi hans, Thor Jensen, eru áberandi ein- staklingar í íslenskri við- skiptasögu – hvor á sínu tímabilinu. Nú er tilbúin heimildarmynd um kappana sem danski leikstjórinn Ulla Boje Rasmussen leikstýrir. Myndin verður frumsýnd í Bio Carl í Kaupmanna- höfn 7. september og mun Björgólfur Thor taka þátt í pallborðsumræðum á vegum danska viðskiptablaðsins Börsen í tengslum við frum- sýninguna. Myndin fjallar um sögu Thorsaranna tveggja; stofn- andann sjálfan, Thor Jensen, sem flutti munaðarlaus til Íslands þegar hann var fjór- tán ára, ris hans og fall, og barnabarnabarn hans, Björg- ólf Thor Björgólfsson, sem varð ríkasti maður Íslands áður en bankahrunið skall á haustið 2008. Í kynningu segir að mynd- in, sem ber nafnið Thors´s Saga, endurspegli sögu fyrstu og fjórðu kynslóðar Thors-fjölskyldunnar í ein- stöku verki um skandinav- íska viðskipasögu. Hún fangi óbugandi frumkvöðlaanda á háskalegum krossgötum einstaklinga og þjóða. Samkvæmt heimasíðu framleiðenda myndarinnar er hún gerð með styrk frá danska og íslenska kvik- myndasjóðnum og í sam- starfi við TV2 í Danmörku og RÚV á Íslandi. Ólíklegt þykir að myndin verði sýnd í kvikmyndahúsum hér á landi en RÚV mun að öllum líkindum taka hana til sýningar. Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors, segir í samtali við Fréttatímann að Björgólfur Thor hafi ekki á nokkurn hátt komið nálægt gerð myndarinnar að öðru leyti en því að hann veitti viðtöl og lánaði áður óbirtar myndir úr fjölskyldualbúmum. „Þessi danski leikstjóri byrjaði á þessari mynd 2005 og þá átti hún að snúast um sögu Thors Jensen sem hún hafði heillast af. Henni var síðan bent á Björgólf Thor í vinnsluferlinu og þá ákvað hún að tvinna sögu þessara tveggja manna saman. Síðan kom auðvitað hrunið og þá breyttust hlutirnir. Þannig að myndin hefur verið lengi í vinnslu,“ segir Ragnhildur og bætir við að Björgólfur Thor hafi ekki lagt fjármagn í mynd- ina og hafi ekki einu sinni séð endanlega útgáfu. oskar@frettatiminn.is  kvikmynd dönsk mynd um íslenska athaFnamenn Heimildarmynd um Björgólf Thor og Thor Jensen frumsýnd Danski leikstjórinn Ulla Boje Rasmussen frumsýnir nýja mynd um Björgólf Thor Björgólfsson og langafa hans, Thor Jensen, í Kaupmannahöfn 7. september næstkomandi. Plakat myndarinnar er vígalegt eins og sjá má. Björgólfur Thor Björg- ólfsson kemur ekki nálægt gerð myndarinnar, að sögn talsmanns hans. Danski leikstjórinn Ulla Boje Rasmussen leikstýrir heimildarmyndinni. Frá undirskrift samningsins. Höskuldur Ásgeirsson (til vinstri) stjórnarformaður Portus, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tón- listarstjóri Hörpu og Höskuldur H.Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Ljósmynd/Teitur Ferðafélagið semur um afnot Hornbjargsvita Fulltrúar Siglingastofnunar og Ferðafélags Íslands skrifuðu á þriðjudaginn undir samning til fimmtán ára um afnot vitavarðarbústaðarins við Hornbjargs- vita í Látravík. Þar var samþykkt að Ferðafélagið fengi bústaðinn til afnota endurgjaldslaust gegn því að sinna viðhaldi og endurbótum á mannvirkjum og aðstöðu sem nauðsynleg er til reksturs ferðaþjón- ustu á staðnum. Hornbjargsviti og íbúðarhús fyrir vitavörð voru byggð árið 1930 í Látravík, austan Hornbjargs. Búseta vitavarðar í Látravík var aflögð árið 1995. Undanfarin ár hafa hjónin Ævar Sigdórs- son og Una Lilja Eiríksdóttir séð um rekstur vitavarðarbústaðarins á Hornbjargi í Látravík og er samningurinn við Ferðafélagið sambærilegur því fyrirkomulagi. -jh/Ljósmynd Siglingamálastofnun Háskólalestin á Ástarviku Háskólalestin svokallaða verður á Ástarviku í Bolungarvík á morgun, laugardaginn 13. ágúst, en lestin ferðast vítt og breitt um landið í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands. Dagný Kristjánsdóttir, prófessor við HÍ í íslenskum nútímabókmenntum, er ein af þeim sem munu flytja erindi á vegum Háskólalestarinnar. Erindi hennar ber titilinn „Ástin sigrar (ekki, kannski, vonandi) alltaf. Um ástarsögur fyrr og nú“ þar sem hún mun fjalla um hugmyndir um ástina, hvernig þær hafa breyst í gegnum tíðina og hvernig þær birtast okkur í skáldskap. Dagnýju líst vel á það, að því er fram kemur á síðu HÍ, að Bolvíkingar hafi ákveðið að upphefja ástina með því að halda upp á hana í heila viku árlega. Sóley Bender, pró- fessor við HÍ og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði, mun einnig flytja erindi. Það ber titilinn „Oft við Amor hef ég átt í erjum“. Hún fjallar m.a. um kynferðis- þroska og að á þroskaferðalaginu verði margt á veginum, m.a. ástir og örvænting. - jh 2 fréttir Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.