Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 20
Þ ótt þættirnir séu í eðli sínu ólíkir fjalla þeir báðir um blóðuga valda- baráttu og hefur verið líkt við hina rómuðu glæpaþætti, The Sopranos. Game of Thrones er sagður minna einna helst á það að Sopranos-fjölskyldan léti að sér kveða í Miðgarði, með vísan til Hringadróttinssögu, en glæpa- foringinn Tony Soprano og allt hans hyski er síðan sagt minna einna helst á pissudúkkur í samanburði við hina grjót- hörðu Borgia-fjölskyldu. Syndugur páfi Heldur er nú samt ómaklega vegið að Tony og félögum í þessum mannjöfnuði þótt Borgia-fjölskyldan geti sjálfsagt talist fyrsta glæpa- fjölskyldan á Ítalíu sem beitti af krafti þeim bolabrögðum sem mafíufamilíur síðari tíma gerðu að sínum. The Borgias segir blóði drifna sögu fjöl- skyldunnar sem fór mikinn í valdataflinu á Ítalíu á blóma- tíma endurreisnarinnar. Jeremy Irons leikur höfuð fjölskyldunnar, kardínálann Rodrigo Borgia, sem kemst á páfastól með svikum og vélabrögðum. Þegar hann er orðinn Alexander páfi VI syndgar hann af miklum krafti og beitir öllum brögðum til þess að skara eld að sinni köku og efla völd og áhrif fjölskyld- unnar. Fjandmenn hans reyna að sama skapi allt sem í þeirra valdi stendur til að koma Rodrigo frá þannig að enginn skortur er á pólitískum fléttum og flokkadráttum á bak við tjöldin í þessari mögnuðu sögu. Machiavellískir skúrkar Borgia-fjölskyldan kom frá Spáni og var því utangarðs í veldi rótgróinna ítalskra valda- fjölskyldna en með klækjum og miskunnarleysi hafði hún betur í valdabaráttunni. Rodrigo hafði sitt fram með mútum, kúgun, pyntingum og morðum og naut þar sonar síns, Cesare, sem var vægast sagt óvandur að meðulum og andskotanum grimmari þrátt fyrir að vera vígður maður. Niccolò Macchiavelli fylgd- ist með uppgangi Borgia-fjöl- skyldunnar og vélabrögðum Cesare og Rodrigo og jós af þeim reynslubrunni þegar hann skrifaði Furstann, hið sígilda leiðbeiningarit um hvernig halda skuli völdum og auka þau. Segja má að Borgia- fjölskyldan sé nokkurs konar frum-mafíufjölskylda þannig að Mario Puzo sótti eðlilega innblástur í sögu hennar þegar hann skrifaði bók sína The Godfather um uppgang Vito Corleone innan ítölsku mafí- unnar í Bandaríkjunum. Safaríkur sagnfræðispuni Þessir nýju þættir um Borgia- fjölskylduna eru runnir undan rifjum írska leikstjórans og handritshöfundarins Neils Jordan. Hann skrifar handrit fyrstu þáttanna og gætir þess að allt sé þetta löðrandi í kyn- þokka og ofbeldi. Hann lætur sögulegar staðreyndir heldur ekki spilla dramatíkinni og hasarnum þegar hann vinnur upp úr safaríkri sögu Rodrigos. Jordan á að baki kvikmyndir á borð við The Company of Wolves, Mona Lisa, The Crying Game, Interview with the Vampire og Michael Collins og hlaut á sínum tíma Óskarsverð- launin fyrir handrit sitt að The Crying Game. Hann dregur enga dul á að útgáfa hans af sögu Borgia- fólksins sé ekki 100% rétt. Slíkt sé fyrir sögubækur en hann bjóði hins vegar upp á spenn- andi glæpadrama sem byggi á raunverulegum persónum og atburðum. „Ég hef óslökkv- andi þorsta í sögulegt efni og ef eitthvað þar kveikir hjá mér hugmyndir þá nota ég það.“ Ofbeldi og nekt í ævintýra- heimi Söguleg nákvæmni skiptir aftur á móti engu máli í hinum geysivinsælu verðlaunaþátt- um, Game of Thrones. Þótt þættirnir gerist á miðöldum er sögusviðið ævintýraheim- urinn Sjö konungsríki Westors. Þáttunum hefur verið líkt við Hringadróttinssögu en hér er þó ekki um neitt barnaefni að ræða þar sem ekkert er gefið eftir þegar ofbeldi og kynlíf eru annars vegar. Tengingin við Hringadrótt- inssögu nær því í raun vart lengra en til sögusviðsins og heimsmyndarinnar en þar fyrir utan fer breski leikarinn Sean Bean með eitt aðalhlut- verkanna í fyrstu þáttaröðinni en hann lék hinn breyska Boromir með miklum ágætum í þríleik Peters Jackson um Hringadróttinssögu. Game of Thrones er enn ein rósin í hnappagat kapalstöðv- arinnar HBO sem á heiðurinn af Boardwalk Empire, Deadwo- od, The Sopranos, The Wire og True Blood. Game of Thrones hefur ekki síst verið hrósað fyrir gott handrit, sterkan leik og vandaðar tæknibrellur. Hvergi var stigið feilspor í fyrstu þáttaröðinni og ytra bíða áhorfendur í ofvæni eftir framhaldinu. Svikráð í sjö ríkjum Þættirnir eru byggðir á vin- sælli bókaröð Georges R. R. Martin, A Song of Ice and Fire, og sækja nafn sitt til fyrstu bókarinnar, A Game of Thro- nes. Bækurnar segja frá harka- legri valdabaráttu konungs- fjölskyldnanna sjö sem ríkja í Westor sem allar stefna að yfirráðum yfir hinu eina sanna konungssæti, The Iron Throne. Eðli málsins samkvæmt er því setið á svikráðum í mörgum skúmaskotum og allir taka þátt í valdataflinu hvort sem um er að ræða drottningar, konunga, riddara, liðhlaupa, svikara, lygara eða heiðarlega menn. Undir þessu öllu kraumar svo losti og græðgi þannig að úr verður hörkuspennandi og ágengt ævintýri sem heldur áhorfendum við efnið þar sem pólitísk plottin draga hvergi úr aðdráttaraflinu sem liggur ekki síst í krassandi kynlífi og hressilegu ofbeldi. Kynlíf, völd og morð. Amen. Fokdýrir sjónvarpsþættir sem horfa til fortíðar njóta mikilla vinsælda þessi misserin. Bandarískar kapalstöðvar hafa verið duglegar við að framleiða gæðaþætti þar sem ekkert er til sparað í búningum og sviðsmyndum. Metnaðurinn er slíkur að hver þáttur jafnast á við úrvals kvikmynd hvað útlit, kvikmyndatöku og aðra tæknivinnslu varðar. Þá þykir við hæfi að tefla fram þekktum leikurum í burðarhlutverkum. Miðaldaævintýrið Game of Thrones og endur- reisnardramað The Borgias eru ágæt dæmi um þætti af þessu tagi. Sýningar á Game of Thrones hefjast á Stöð 2 í ágúst og í lok mánaðarins byrjar The Borgias á Skjá einum. Rómverjar sukka í sjónvarpinu Metnaðarfullt samstarf HBO og BBC gat af sér tvær þáttaraðir um dramatíska tíma í sögu Rómarveldis. Fyrri röðin fjallaði um uppgang Júlíusar Sesars og lauk með morði hans en í framhaldinu tókust þeir á Markús Antóníus og Oktavíanus á milli þess sem þeir eltu uppi tilræðismenn Sesars til þess að koma þeim fyrir kattarnef. Atburðarásin var bundin saman með sögum af ævin- týrum rómversku riddaranna Titus Pullo og Lucius Vorenus sem höfðu, eins og Forrst Gump síðar, sérstaka tilhneigingu til að vera viðstaddir sögulega atburði og þannig kom það til dæmis í hlut Pullos að drepa Cicero í seinni þáttaröðinni. Mikið var lagt upp úr bún- ingum og sviðsmynd þessara dýru þátta sem auk þess gerðu markvisst út á villimennsku Rómverja, grimmilegt ofbeldi og sukksamt kynlíf. Lucius Vorenus fer á hörk- unni í gegnum sögulega atburði í ROME. Spartacus: Blood and Sand Nafntogaðasti skylmingaþræll allra tíma, Spartacus, fór mikinn í þessum þáttum Starz TV-sjónvarpsstöðvarinnar. Ofbeldið í þáttunum er yfir- gengilegt og bardagaatriðin í skylmingahringnum eru nánast splatterar. Sömu sögu er að segja af kynlífsslýsingum þáttanna sem jaðra við að vera klám þar sem eins lítið og mögulegt er skilið eftir fyrir ímyndunaraflið. Það vantar því ekkert upp á kraftinn í þessa þáttaröð sem hefst á því að Spartacus er gerður að þræl og lýkur með uppreisn skylmingaþrælanna sem Spartacus leiddi en þar byrjar hann á því að ganga milli bols og höfuðs á húsbónda sínum og yfirstéttarvinum hans. Velski leikarinn Andy Whitfield lék Spartacus með miklum mannalátum í þáttunum sem voru sýndir 2010. Það sama ár greindist hann með krabbamein og fram- haldsserían Spartacus: Gods of the Arena fjallaði því um átök skylmingaþrælanna áður en Spartacus kom til sögunnar. Vonast er til að þráðurinn verði tekinn upp aftur á næsta ári og þá stígi Spartacus fram aftur, hvort sem Whitfield mun leika hann eður ei. Skilmingaþrælarnir í Spartacus eru ófeimnir við að stripplast og vart má á milli sjá hvort þeir kunna betur fantabrögð eða hvílubrögð. Um 83 milljónir Banda- ríkjamanna sátur límdar við skjáinn í nóvember árið 1980 þegar tilræðismaður J.R. Ewing var afhjúpaður. Slíkt áhorf er með öllu óhugsandi í dag. Gullöld framhalds- þáttanna er liðin Haustið 2004 hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi nokkrir þættir sem urðu á meðal vinsælustu sjónvarps- þátta síðasta áratugar. Lost, Desperate Housewives, Grey’s Anatomy og House. Sjö árum síðar eru þessi spútnik öll ýmist horfin eða að brenna út. Áhorfendum hefur fækkað ár frá ári á meðan fólk horfir enn á raunveruleikaþætti á borð við American Idol og Dancing With the Stars. ABC-sjónvarps- stöðin lét þau boð út ganga á dögunum að Desperate Housewives myndu hætta í maí á næsta ári og sumir telja að brotthvarf húsmæðranna muni í raun marka endalok kostn- aðarsamra framhaldsþátta hjá stóru stöðvunum. Tækniframfarir hafa breytt og eru að gerbreyta því hvernig fólk horfir á sjónvarp og krafan um að geta brotist úr viðjum dagskrárinnar og horft þegar manni hentar best er orðin hávær enda er slíkt alltaf að verða auðveldara með fram- förum í stafrænni tækni. 11,4 milljónir horfðu á Graý s Anatomy á síðasta tímabili í Bandaríkjunum samanborið við 19,8 milljónir á öðru ári þátta- raðarinnar þegar vinsældir hennar náðu hámarki. House hefur tapað nánast helmingi áhorfenda sinna á síðustu fjórum árum. Sjöundi árgangur þáttanna dró 10,3 milljónir að sjónvarpstækjunum en sá þriðji náði 19,4 milljónum. Örvænt- ingarfullu eiginkonurnar mega líka muna sinn fífil fegri því 11,9 milljónir horfðu á síðustu seríu en 23,7 milljónir fylgdust með þáttunum fyrsta árið. Með þessar tölur í huga er í raun með ólíkindum að E.R. hafi, þegar best lét, verið með rúmlega 30 milljón áhorfendur. Friends fóru aldrei niður fyrir 20 milljónir og Roseanne, sem seint telst til stórvirkja í sjón- varpi, var með áhorfendur á bilinu 21,9 – 30,5 milljónir þegar hún var vinsælust. Áhorfstölur verða enn fjarstæðukenndari þegar farið er aftar í tíma en um 83 milljónir Bandaríkja- manna fylgdust með Dallas þegar upplýst var hver skaut J.R. Áhorfstölur sem þessar heyra sögunni til og eru með öllu útilokaðar í neysluumhverfi 21. aldarinnar þannig að sjónvarps- stöðvarnar eru í örvæntingu að reyna að laga sig að breyttum tímum. Sean Bean er í fremstu víglínu grimmi- legrar valdabaráttu sjö konungsvelda í Westor í fyrstu seríu Game of Thrones. Jeremy Irons leikur hinn fláráða Rodrigo Borgia sem varð Alexander páfi IV með klækjum og ofbeldi. 20 sjónvarp Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.