Fréttatíminn


Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 10
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Hornstrandaferðum lýkur brátt Sækjast eftir íslenskum fíkni- efnaleitarhundum Erlend lögregluyfirvöld vilja kaupa íslenska fíkniefnaleitar- hunda. Fjórir af átta hvolpum tíkar lögreglunnar á Suður- nesjum og hunds Tollgæslunnar þykja efnilegir leitarhundar, en ríkislögreglustjóri vill ekki selja, að því er fram kemur í árs- skýrslu Ríkislögreglustjóra sem Ríkisútvarpið vitnar til. Verkefni fyrir þessa hunda eru talin næg hér á landi en lögreglan er með fíkniefnaleitarhunda í öllum landsfjórðungum. Verð á fíkniefnahundum erlendis hefur snarhækkað í kjölfar efnahags- breytinga. Í sparnaði tók lög- reglan til þess ráðs að kynna tík embættisins á Suðurnesjum fyrir hundi Tollgæslunnar. Þau kynni skiluðu átta hvolpum og hefur nú komið í ljós að fjórir þeirra teljast efnilegir til fíkniefna- leitar og hafa staðist próf í þeim fræðum. -jh  SkipulagSmál Nýtt íbúðahótel í miðbæNum Hótelíbúðir í Kirkjuhvoli Þórsgarður hefur fengið leyfi fyrir fjórtán hótelíbúðum í Kirkjuhvoli við Kirkjutorg, beint á móti Dómkirkjunni. Jafnframt hefur veirð sótt um leyfi fyrir þremur íbúðum til viðbótar. Þórsgarður, sem er í eigu bandaríska fjárfestisins Michaels Jenkins og þeirra Valdísar Fjölnisdóttur og Eyglóar Agnarsdóttur, keypti þetta sögufræga hús af Karli Steingrímssyni, betur þekktum sem Kalla í Pelsinum, fyrr á árinu. Stefnt er að því að hótelið verði opnað næsta vor, að sögn Valdísar, framkvæmdastjóra Þórsgarðs. „Markhópurinn er fólk sem vill njóta þess sem íbúðir hafa upp á að bjóða fremur en hótelherbergi. Fjölskyldur þar sem pör geta haft börnin sín hjá sér en samt verið út af fyrir sig, hvort heldur sem þau eru Íslendingar eða útlendingar. Yfir sumartímann má gera ráð fyrir að útlendingar verði í meirihluta og að yfir vetrartímann verði þó nokkuð um Íslend- inga sem vilja búa í höfuðborginni tíma- bundið og njóta þess að vera í íbúð með öllu tilheyrandi og á besta stað í bænum,“ segir Valdís í samtali við Fréttatímann. Kirkjuhvoll er sögufrægt hús í hjarta miðbæjarins. Áætlunarsiglingum í Hornstrand- afriðlandið fer að ljúka en síðasti áætlunarbáturinn siglir til Horn- víkur næstkomandi mánudag, 15. ágúst. Áætlun til Hesteyrar verður í gangi til 21. ágúst. Til Aðal- víkur verða ferðir frá Ísafirði og Bolungarvík til 28. ágúst. Þessu til viðbótar munu bátarnir vera á ferðinni í ýmis konar aukaferðum, að því er fram kemur á vef Bæjar- ins besta. Þar segir enn fremur að umferð ferðafólks um friðlandið hafi verið ágæt í sumar en haft er eftir Jóni Björns- syni landverði að erlendir ferðamenn hafi verið í meirihluta. Í sumar hafa landverðir Hornstrandafriðlandsins haft fasta viðveru í Hornvík og á Hesteyri. Starfsstöðinni í Hornvík verður lokað fljótlega eftir síðustu áætlunarferð sumarsins þangað, en stöðin á Hesteyri verður opin lengur fram eftir mánuðinum. -jh Hagstæð vöruskipti í júlí Vöruskipti voru hag- stæð um 10,4 milljarða króna í júlí, samkvæmt bráðabirgðatölum sem Hagstofa Íslands hefur birt. Útflutningur nam 52,5 milljörðum króna en innflutningur 42,1 milljarði króna. - jh + 10,4 milljarðar VöRuSkipTi Í JÚlÍ Hagstofa Íslands Steingrímur studdist við neyðarlögin Fjármálaráðuneytið segir í tilkynningu, vegna um- fjöllunar um heimildir fjármálaráðherra til að stofna Spkef sparisjóð til að taka við rekstri Sparisjóðsins í keflavík, að ráðherrann hafi haft heimild samkvæmt neyðarlögunum svokölluðu til að stofna nýtt fjár- málafyrirtæki til þess að taka yfir rekstur annars fjármálafyrirtækis sem komið er í þá stöðu að það getur ekki lengur starfað. „Hugtakið fjármálafyrir- tæki,“ segir í ráðuneytistilkynningunni, „er ekki bundið við tiltekið félagaform, en samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki geta fjármálafyrirtæki verið annað hvort hlutafélög eða sparisjóðir.“ Að halda því fram, segir enn fremur, að heimildir fjármálaráð- herra séu bundnar við að stofna hlutafélag fremur en sparisjóð er þannig augljóslega rangt. -jh Lj ós m yn d El ía s O dd ss on  ViðbótarSparNaður FramleNgiNg úttektar Úttekt á viðbótarsparnaði framlengd í september Alþingi ætlar á septemberþingi að framlengja heimild til að taka út viðbótarlífeyrissparnað, en heimildin rann út 1. apríl síðastliðinn. F ramlengingin á heimildinni til að taka út við- bótarlífeyrissparnað var afgreidd út úr efnahags- og skattanefnd í júní og ég geri ráð fyrir að hún komi til afgreiðslu í sept- ember þegar þingið hefst að nýju,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efna- hags- og skattanefndar, í samtali við Fréttatímann. Heimild til að taka út við- bótarsparnað rann út 1. apríl síðastliðinn án þess að hún væri framlengd á vorþingi. Helgi segir að heim- ildin verði með svipuðu sniði og síðast. Hámarkið verður fimm milljónir og má búast við því að heimildin gildi til áramóta til að byrja með. „Það verður rætt í tengslum við fjárlagagerð hvort ekki sé þörf á því að framlengja heimildina út næsta ár en það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um það,“ segir Helgi. Samkvæmt síðustu heim- ild máttu einstaklingar taka að hámarki fimm milljónir króna á tólf mánuða tímabili eða rúmlega 416 þúsund krónur á mánuði. Af þeirri upphæð var síðan dreginn tekjuskattur. Úttekt á viðbótarlífeyris- sparnaði hefur gert mikla lukku meðal þjóðarinnar. Í febrúar á þessu ári birti Rík- isskattstjóri tölur um úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði. Þar kom fram að alls hefðu um 52 þúsund manns sótt um úttekt fyrir um 40 milljarða frá hruninu 2008. Líklegt er að tekjur ríkisins af þessum úttektum hafi numið hátt í annan tug milljarða. Það verður rætt í tengslum við fjár- lagagerð hvort ekki sé þörf á því að framlengja heimildina út næsta ár. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar. 10 fréttir Helgin 12.-14. ágúst 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.