Fréttatíminn - 12.08.2011, Blaðsíða 22
N
ýtt tímabil. Nýir leikmenn.
Sama niðurstaða. Manchester
United er liðið sem önnur lið
þurfa að sigrast á til að verða
enskir meistarar. Sir Alex
Ferguson er maðurinn sem aðrir knatt-
spyrnustjórar þurfa að horfa upp til.
Flestir sparkspekingar spá því að Manc-
hester United vinni deildina í tuttugasta
skipti á komandi tímabili og Fréttatíminn
tekur undir þá spá. United-liðið hefur sjaldan
litið jafn vel út í upphafi leiktíðar. Sigrar gegn
Barcelona í æfingaleik og gegn Manchester
City um síðustu helgi í leiknum um Góðgerð-
arskjöldinn hafa fært þeim sjálfstraust og
fyllt andstæðinga þeirra hugarangri.
Það sem gerir stöðu Manchester United
kannski enn merkilegri en ella er sú stað-
reynd að á sama tíma og félagið berst um
sigra á öllum mótum hefur Alex Ferguson
tekist að yngja liðið upp á þann hátt að ekkert
er því til fyrirstöðu að United verði með besta
lið Englands næstu tíu til fimmtán ár.
Ferguson hefur á undraskömmum tíma
tekist að safna til sín sannkölluðu draumaliði
af ungum leikmönnum – yngri en 24 ára, eða
eins og Martin Blackburn, blaðamaður á The
Sun, lýsir því: „Slíku liði að það gæti jafnvel
gert nýju hárígræðsluna hans Wayne Rooney
gráa.“
Af þessu „draumaliði“ ungra leikmanna
í United eru þó aðeins tveir uppaldir leik-
menn; Danny Welbeck og Tom Cleverley.
Ferguson hefur eytt miklu púðri í að þefa
uppi unga leikmenn víðsvegar um heiminn,
frá Brasilíu og Mexíkó til Ítalíu en hann hef-
ur heldur ekki gleymt enskum leikmönnum.
Tveir efnilegustu miðverðir Englands, Chris
Smalling og Phil Jones, hafa gengið í raðir
félagsins á undanförnum tveimur árum.
Stærstu ungstirnin eru sennilega mexí-
kóski markahrókurinn Javier Hernandez,
Portúgalinn Nani og Brassinn Anderson
en þegar svo bætt er við unglingasúpuna
Wayne Rooney og Ashley Young, sem eru
ekki nema 26 ára en þó gamlir í félagsskap
unglinganna, og varnarjöxlunum Rio Ferdin-
and, Nemanja Vidic og Patrice Evra, virðist
blanda Fergusons vera fullkomin. Án nokk-
urs vafa öfundarefni annarra liða í ensku
úrvalsdeildinni. Blanda af frábærum ungum
leikmönnum og reynslumiklum sigurvegur-
um ætti að tryggja að Ferguson heldur sínum
mönnum við toppinn á næstu árum – líkt og
undanfarna áratugi.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Allir þurfa að elta Ferguson
Manchester United varð enskur meistari í nítjánda sinn í maí. Ekkert bendir til þess
að félagið muni láta titilinn af hendi á komandi tímabili. Öll önnur lið munu þurfa að
elta Alex Ferguson og lærisveina hans. Fréttatíminn fer yfir þau lið sem líklegust
eru til að berjast um titilinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefst nú um helgina.
Chelsea
n Mun Andre Villas-Boas
ná að öðlast virðingu
leikmannahóps Chelsea
þrátt fyrir ungan aldur og
takmarkaða en farsæla
reynslu sem stjóri hjá topp-
liði?
n Mun Andre Villas-Boas
takast að koma sínum aðal-
framherja, Fernando Torres,
í gang og í sama form og
árið 2008 þegar hann var
einn besti framherji Evrópu?
Manchester City
n Hvað verður
um Carlos
Tevez?
n Nær
Roberto
Mancini að
halda aga
og góðum
liðsanda
hjá þessu
stjörnum
prýdda liði?
Arsenal
n Hvað verður með Cesc
Fabregas og Samir
Nasri?
n Kaupir Arsene Wenger
varnarmann á borð
við Tim Cahill eða Phil
Jagielka sem hann
þarfnast sárlega?
n Hversu mikið mun
hinn meiðslahrjáði
en frábæri Robin Van
Persie spila í vetur?
Liverpool
n Stendur
Andy
Carroll
undir
vænt-
ingum?
n Tekst
Kenny
Dalglish að
hressa upp
á varnar-
leik sinna
manna?
Fjögur lið sem munu berjast um titilinn við Manchester United
David de Gea
Þjóðerni: spænskur
Staða: markvörður
Aldur: 20 ára
Rafael Da Silva
Þjóðerni: brasilískur
Staða: hægri bakvörður
Aldur: 21 árs
Chris Smalling
Þjóðerni: enskur
Staða: miðvörður
Aldur: 21 árs
Nani
Þjóðerni: portúgalskur
Staða: miðjumaður
Aldur: 24 ára
Javier Hernandez
Þjóðerni: mexíkóskur
Staða: framherji
Aldur: 23 ára
Phil Jones
Þjóðerni: enskur
Staða: miðvörður
Aldur: 19 ára
Tom Cleverley
Þjóðerni: enskur
Staða: miðjumaður
Aldur: 21 árs
Anderson
Þjóðerni: brasilískur
Staða: miðjumaður
Aldur: 23 ára
Federico Macheda
Þjóðerni: ítalskur
Staða: framherji
Aldur: 19 ára
Danny Welbeck
Þjóðerni: enskur
Staða: framherji
Aldur: 20 ára
Fabio Da Silva
Þjóðerni: brasilískur
Staða: vinstri bakvörður
Aldur: 21 árs
22 fótbolti Helgin 12.-14. ágúst 2011