Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 2

Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 2
YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI • Stærð: 149 x 110 x 60 cm Hlíðasmára 13, Kóp - S. 554 0400 ÚTSALA Er frá Þýskalandi fyrir íslenskar aðstæður Frábært grill FULLT VERÐ 54.900 39.900 Mikil orka 16,5 kw/h 3 kraftmiklir brennarar Ryðfrítt lok og takkaborð Emaleraðar grillgrindur Viðargrind er fáanleg svört eða viðarlituð Innbyggð neistakveikja Skúffa fyrir fitu. Hitamælir Grillflötur 64 x 49cm YFIR 30 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI Matgæðingar í fríi „Þetta er auðvitað ekkert annað en hústaka. Þeir læstu sameiginlegum inngangi og af- tengdu lykilkort starfsfólks okkar um síðustu helgi. Við erum með gildandi leigusamning og í honum stendur að inngangur sé sameiginleg- ur,“ segir Ólafur Sigurvinsson, framkvæmda- stjóri Data Cell, í samtali við Fréttatímann. Hann segist telja sig knúinn til að flytja fyrir- tækið jafnvel þótt hann sé með gildandi leigu- samning. „Mér er svo sem sama um þetta en starfsfólki mínu liður illa í þessu andrúmslofti. Það er nóg af húsnæði í boði,“ segir Ólafur og bætir við að hann muni lögsækja Árvakurs- menn fyrir hústöku og að hann ætli sér ekki að bera kostnaðinn sem hlýst af flutningum Data Cell úr Hádegismóum. Óskar Magnússon, útgefandi Árvakurs, segir í samtali við Fréttatímann að hann ætli ekki að segja neitt um þetta mál. „Svo einfalt er það,“ segir hann. Ingvi Jónsson, framkvæmdastjóri Klasa sem er leigusalinn, vildi lítið tjá sig um málið í sam- tali við Fréttatímann. „Við erum að reyna að leysa þetta en aðkoma okkar að málinu er tak- mörkuð. Þarna eru tveir aðilar að deila og von- andi finnst lausn sem allir geta sætt sig við,“ segir Ingvi. É g mun fela lögmönnum mínum að hefja þegar í stað mál fyrir dómstólum til að fá ærumeiðingar þeirra dæmdar dauðar og ómerkar og krefjast skaðabóta fyrir, því afsökunarbeiðni þeirra fyrir svigur- mælin og róginn verða ekki þegin,“ segir í niðurlagi greinargerðar Páls Baldvins Baldvins- sonar um kröfu Akraneskaupstaðar, Gunnlaugs Haralds- sonar og Kristjáns Kristjánssonar um leiðréttingu og afsökunarbeiðni vegna bókardóms Páls Baldvins um Sögu Akraness í Fréttatímanum 8. júlí síðastliðinn. Í kröfu Akranes- kaupstaðar, Gunn- laugs Haralds- sonar, höfundar Sögu Akraness, og Kristjáns Kristjáns- sonar, útgefanda Uppheima sem gáfu bókina út, var þess farið á leit að beðist yrði afsök- unar á fimmtán ummælum í dómnum og þau leiðrétt ellegar myndu kröfuhafar leita réttar síns fyrir dómstólum. Þegar Páli Baldvini var birt krafan í ágúst sagði Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri á Akra- nesi, að í dómnum væri vegið þannig að æru fólks að það væri full ástæða til að skoða það nánar. „Einstaklingar eru þjófkenndir og sak- aðir um sögufals,“ sagði Árni Múli við Fréttatímann 19. ágúst síðastliðinn. Í greinargerðinni, sem er 36 blaðsíður, leggur Páll Baldvin fram gögn sem sýna að staðreyndir þær sem hann hélt fram í dómnum eru réttar. „Saga Akraness I. bindi er verk unnið af miklum metnaði sem ber höfundinn ofurliði í fjölda kafla svo hann lætur dómgreind lönd og leið og fer út í til- búning um upphaf byggðar þar á Skag- anum. Verkið byggir á mikilli notkun mynda sem að stórum hluta eru teknar eftir prentuðum ritum sem skilar sér í lökum myndgæðum. Ekki er leitað til rétthafa í fjölda tilvika svo tryggja megi full gæði á prentun mynda í bókinni. Höfundarréttur er í fjölda tilvika einskis virtur, bæði hefðarréttur, frumeintaks- réttur og höfundarréttur eru fyrir borð bornir sem er alvarlegt brot á höf- undarlögum og eignarréttarákvæðum stjórnarskrár,“ segir í greinargerð Páls Baldvins. Hann ætlar ekki að láta þar við sitja og hyggst stefna þeim þremur aðilum, sem stóðu að kröfunni um leiðréttingu og afsökunarbeiðni, fyrir dóm. Páll Baldvin segir kröfubréfið vera alvarlega atlögu að tjáningarfrelsi, skoðanafrelsi og ritfrelsi hans. Jafnframt segir hann að kröfubréfið og ummæli Árna Múla Jónassonar, bæjarstjóra á Akranesi, í tengslum við dóminn feli í sér „ærumeið- andi ummæli, þau eru rógur og sverta starfsheiður minn en ég hef allt frá 1969 haft atvinnu af umsögnum á opinberum vettvangi um tónlist, tónleika, leikverk, kvikmyndir og bókmenntir af ýmsu tagi. Hér er því verið að valda stórum skaða á orðspori mínu sem heiðarlegs og hrein- skilins gagnrýnanda. Við þeim skaða dugar ekki afsökunarbeiðni ...“ segir í greinargerðinni. Árni Múli Jónasson sagðist ekki geta tjáð sig um greinargerð Páls Baldvins að svo stöddu. Matgæðingar Fréttatímans, þeir Gunnar Smári Egilsson og Þórir Bergsson, eru komnir í síðbúið sumarfrí. Enginn Matartími er því í blaðinu þessa vikuna. Þeir félagar hafa slegið í gegn með óvenju yfirgripsmikilli og kröftugri umfjöllun um mat og matarmenn- ingu. Fríið þeirra hófst í síðustu viku og bárust Fréttatímanum fjölmargar fyrirspurnir um hvort þeir væru hættir. Svo er alls ekki. Gunnar Smári og Þórir munu taka aftur upp potta, pönnur og lyklaborð í október. Ráðinn forstjóri Sjóvár Hermann Björnsson, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka, hefur verið ráðinn forstjóri Sjóvár. Lárus Ás- geirsson lét af forstjórastarfi félagsins í liðnum mánuði. Hermann lauk embættis- prófi í lögfræði árið 1990. Að loknu námi hóf hann störf hjá lögfræðideild Íslands- banka og starfaði þar til 1994 er hann tók við starfi forstöðumanns rekstrardeildar Íslandsbanka. Árið 1999 varð Hermann forstöðumaður útibúasviðs Íslandsbanka og síðar aðstoðarframkvæmdastjóri þess sviðs. Hann hóf störf hjá Kaupþingi sem aðstoðarframkvæmdastjóri viðskipta- bankasviðs árið 2006 og hefur verið framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Arion banka frá árinu 2009. - jh Nýr bankaskattur á að skila 4-5 milljörðum Meðal þess sem lagt er upp með í fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2012 er sérstakur skattur sem leggst á launakostnað eftir- litsskyldra aðila, að því er Viðskiptablaðið greindi frá í gær. Undir eftirlitsskylda aðila falla bankar og tryggingafélög. Samtök fjármálafyrirtækja funduðu með Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í fyrradag vegna skattsins. Samkvæmt heimildum blaðsins gera fyrirætlanir ráð fyrir 10,5% skatti ofan á launakostnað. Heimildir herma enn frekar að skatt- inum sé ætlað að skila fjórum til fimm milljörðum í ríkiskassann. - jh Aflaverðmæti nær 70 milljarðar á fyrri helmingi ársins Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 69,7 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2011 samanborið við 68,4 milljarða á sama tímabili 2010. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 1,3 milljarða króna eða 1,9% á milli ára, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisks var í lok júní orðið 48,4 milljarðar og dróst saman um 4,4%. Verðmæti þorskafla var um 24,2 milljarðar og dróst saman um 1,6%. Aflaverðmæti ýsu nam 6,2 milljörðum og dróst saman um 27,7%, en verðmæti karfaaflans nam 6,3 milljörðum, sem er 1,2% aukning. Verðmæti ufsaaflans jókst um 13,7% milli ára í tæpa 3,9 millj- arða. Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 5,8 milljörðum króna í janúar til júní 2011, sem er 6,4% aukning. Aflaverðmæti upp- sjávarafla jókst um 20,4% milli ára og nam tæpum 13,3 milljörðum. - jh Kaupmáttarrýrnun í ágúst Launavísitala í ágúst 2011 hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, að því er fram kom hjá Hagstofu Íslands í gær. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,0%. Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2011 lækkaði hins vegar um 0,1% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 2,8%. - jh  NágraNNaerjur Hádegismóar Hótar nágrönnum lögsókn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is Ólafur Sigurvinsson stendur í ströngu í Hádegismóum. Ljósmynd/Teitur  dómsmál umdeildur bókardómur Stendur við hvert orð og ætlar í skaðabótamál Páll Baldvin Baldvinsson, bókagagn- rýnandi Frétta- tímans, hafnar kröfu Akranes- kaupstaðar, Gunnlaugs Haraldssonar og Kristjáns Kristjánssonar um leið- réttingu og afsökunarbeiðni vegna bókar- dóms um Sögu Akraness. Hann hyggst fela lög- mönnum sínum að undirbúa meiðyrðamál á hendur kröfu- höfum. Páll Baldvin Baldvinsson ætlar í mál við Akranes- kaupstað, Gunnlaug Haraldsson og Krist- ján Kristjánsson. Saga Akraness I. bindi fékk eina stjörnu hjá Páli Baldvini í Fréttatímanum. 2 fréttir Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.