Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 4
Turninum | Smáratorgi 3 | 201 Kópavogi
Sími 575 7500 | www.veisluturninn.is
Ráðstefnur & fundir
Fullkomin aðstaða fyrir allt að 500 manns
Framkvæmdir við Þor-
láksbúð verði stöðvaðar
H iti er í mönnum á sunnan-verðum Vestfjörðum vegna vegamála í Reykhóla-
hreppi sem hafa tafist árum saman
vegna deilna um vegarstæði,
einkum í gegnum Teigsskóg við
Þorskafjörð. Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra hélt tvo fundi
í vikunni með heimamönnum, í
Bjarkarlundi og Vesturbyggð. Þar
gekk stór hluti manna af fundinum
í mótmælaskyni við þær hugmynd-
ir sem ráðherrann hefur kynnt,
það er að halda sig í meginatriðum
við sama vegarstæði og nú þannig
að vegurinn verði lagður yfir
Hjallaháls og Ódrjúgsháls og að til
greina komi að gera jarðgöng und-
ir Hjallaháls síðar. Krafa heima-
manna er að lagður verði láglendis-
vegur því vegur yfir hálsana sé
hættulegur að vetrarlagi.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir,
sveitarstjóri Reykhólahrepps, seg-
ir fundinn með Ögmundi í Bjark-
arlundi hafa verið gagnlegan þar
sem ræddar hafi verið útfærslur á
þeim leiðum sem fólk vill að frekar
verði farnar en sú sem ráðherrann
lagði til fyrir skemmstu, það er
hálsaleiðin. Hún segir að sveitar-
stjórnir á svæðinu hafi bent á svo-
kallaða Ö-leið til sátta, það er göng
undir Hjallaháls og veg vestan við
Djúpafjörð og að Gufufjörður yrði
þveraður að Skálanesi.
„Ráðherrann er að hugsa um
tíma og fjármagn en fólk vill ekki
sætta sig við gamaldags veg í nú-
tímaþjóðfélagi. Það vill láglendis-
veg. Hann er að tala um göng eftir
að vegur hefur verið lagður yfir
Hjallaháls en það vita allir að það
mun ekki gerast á örfáum árum.
Byggðirnar bíða ekki. Það verður
að ganga í þetta,“ segir Ingibjörg
Birna.
Sveitarstjórinn segir að einnig
hafi verið rætt um svokallaða A-
leið, það er að leggja veginn annað
hvort í gegnum Reykhóla – eða
fara fram hjá Bjarkarlundi og með
fram Þorskafirði hjá Kinnarstöð-
um og þvera síðan Þorskafjörð.
Djúpafjarðar- og Gufufjarðarleiðin
yrði síðan í beinu framhaldi. Með
þeim hætti komist menn hjá því að
fara í gegnum Teigsskóg. „Frum-
mat þarf á þessari leið svo að kost-
ir og gallar komi fram,“ segir Ingi-
björg Birna. Hún segir að leiðin
yfir Þorskafjörð hafi einkum verið
rædd með tilliti til hugsanlegrar
sjávarfallavirkjunar þar en heima-
menn vilji athugun á vegarstæðinu
einu og sér. Virkjunarkostinn megi
athuga síðar.
Ingibjörg Birna segir að vega-
bætur á svæðinu megi ekki taka of
langan tíma. Fólksfækkun sé við-
varandi á Vestfjörðum og það sem
af sé ári hafi um sjötíu manns flutt
brott af um sjö þúsund í fjórðungn-
um. Bættar samgöngur séu helsta
atriðið til að snúa þeirri þróun við.
„Við krefjumst láglendisvegar.
Þetta er eini vegurinn fyrir fólkið
handan hálsanna, lífæð þess,“
segir sveitarstjórinn. Hún á von
á því að samstarf samráðshóps
sveitarfélaganna og fleiri fyrir
vestan og innanríkisráðuneytisins
haldi áfram. „Ögmundur var ekk-
ert fastur á því sem hann kom
með, hann talaði um að hann vildi
hlusta á íbúana. Svo ætlaði hann
að skoða þetta betur. Mér fannst
á honum að hann væri ekki búinn
að taka endanlega ákvörðun enda
voru hugmyndir um veg um háls-
ana skotnar í kaf.“
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Vegagerð Hiti Vegna Vegagerðar í reykHólaHreppi
Hugmyndir um veg yfir
hálsana skotnar í kaf
Heimamenn hafna hugmyndum innanríkisráðherra um leið yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls.
Sveitarstjórnarmenn benda á leið til sátta með þverun Þorskafjarðar svo að vegurinn þurfi ekki
að fara í gegnum Teigsskóg.
Ögmundur lokar engum leiðum
Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra
ítrekaði vegna and-
stöðu heimamanna við
að fara um hálsana,
það er yfir Hjallaháls
og Ódrjúgsháls, að
hann vildi ekki loka
neinum leiðum, að því
er fram kemur á vef
Vegagerðarinnar. Full-
trúar Vegagerðarinnar
voru á fundi ráðherra
og heimamanna.
Ráðherrann lagði
áherslu á að taka yrði
tillit til þriggja þátta;
kostnaðar, öryggis og
framkvæmdahraða.
Hann telur svokall-
aða B-leið, það er í
gegnum Teigsskóg,
úti úr myndinni. Að
loknu samráðsferli
hefði hann komist að
þeirri niðurstöðu að
vænlegast væri að
fara svokallaða D-leið,
það er að leggja betri
veg yfir hálsana. Hann
benti hins vegar á
að Vegagerðin hefði
einnig nefnt fleiri
kosti láglendisvega á
þessari leið. -jh
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra á fundinum með heimamönnum í Bjarkar-
lundi. Ljósmynd/G. Pétur Matthíasson
Leiðir sem verið hafa til skoðunar fyrir nýjan veg í Reykhólahreppi. Kort/Vegagerðin
Veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Veðurvaktin ehf
Ráðgjafafyrirtæki í eigu
Einars Sveinbjörnssonar
veðurfræðings. Veður-
vaktin býður upp á veður-
þjónustu fyrir einstaklinga,
fyrirtæki og opinbera
aðila í ráðgjöf og úrvinnslu
flestu því sem viðkemur
veðri og veðurfari.
Veðurvaktin ehf
Eikarási 8, 210 Garðabæ
Sími: 857 1799
www.vedurvaktin.is
BJartur og Fallegur dagur Víð-
ast HVar um landið, en Vaxandi
Vindur aF austri og Fer að rigna
sunnantil síðdegis.
HÖFuðBorgarsVæðið: HæguR
Vindur, bjArt í Veðri, en SkýjAð og
rigning um kVöldið.
rigning um land allt um nóttina og Framan
aF morgni, en styttir síðan upp að mestu
norðantil. ÁFram skúrir eða rigning
sunnantil. strekkingsVindur aF suðaustri.
HÖFuðBorgarsVæðið: rigning, einkum frAmAn
Af degi, en úrkomulítið SíðdegiS.
Víðast Vætursamt um landið
sunnan- og suðVestanVert, en léttir
til norðan- og austantil. Þar Hlýtt
miðað Við Árstímann.
HÖFuðBorgarsVæðið: meirA og minnA
SlAgVeðurSrigning lengSt Af dAgSinS.
sumarhlýindi fyrir norðan,
en vætusamt syðra
nú er tími haustlægða með vindi, úrkomu og
mildu lofti úr suðri. nokkuð djúp lægð verður
að hringsóla fyrir suðvestan landið fram
á sunnudag. Bjart og fallegt veður í dag,
en þykknar upp og fer að rigna sunnantil
síðdegis. nokkuð hvasst af A og SA aðfaranótt
laugardags um leið og skil lægðarinnar
fara norður yfir með rigningu um
mest allt land. Skúrir sunnanlands en
styttir upp nyrðra. úrkoman eykst á
sunnudag sunnan- og suðvestan-
lands, en léttir til með sumarhita
norðan- og austanlands.
11
10 11
10
10
10
9 13
12
10
9
8 14
14
10
einar sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
guðmundur og Besti
rugla saman reytum
guðmundur Steingrímsson alþingismaður,
sem nýlega sagði sig úr framsóknar-
flokknum, hefur lýst því yfir að hann
ætli að stofna nýjan stjórnmálaflokk í
samstarfi við besta flokkinn. Stefnt er að
framboði í næstu þingkosningum. Heiða
kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri
besta flokksins, staðfesti þetta í frétt
ríkisútvarpsins. Hún segir þar að fulltrúar
besta flokksins og guðmundur hafi verið
að ræða saman til að finna flöt á því að
stofna nýjan stjórnmálaflokk til að tengja
saman ólíka hópa, „fólk sem vilji bjarta
framtíð en ekki áframhaldandi tortímingu
með fjórflokknum,“ eins og hún orðar
það. fram kom hjá Heiðu kristínu að nýi
flokkurinn muni ekki bera nafn besta
flokksins enda eigi hann fyrst og fremst
heima í Reykjavík. - jh
Jón Ásgeir stefnir Birni
Jón Ásgeir Jóhannesson hefur stefnt Birni
Bjarnasyni, fyrrverandi ráðherra, fyrir
meiðyrði, að því er fram kemur á heima-
síðu björns. Þar segir m.a.: „nú eru rúmir
þrír mánuðir síðan ég glímdi við villupúk-
ann í bók minni rosabaugur yfir íslandi og
birti opinbera yfirlýsingu með afsökun til
að afmá orðið „fjárdrátt“ og setja í staðinn
„meiri háttar bókhaldsbrot“ í lýsingu á því
fyrir hvað Jón Ásgeir Jóhannesson hlaut
skilorðsbundinn þriggja mánaða fangelsis-
dóm í baugsmálinu. Þrátt fyrir yfirlýsingu
mína og leiðréttingu sem hlaut mikla kynn-
ingu og rataði jafnframt inn í 2. prentun
bókarinnar hótaði Jón Ásgeir mér strax
með meiðyrðamáli og nokkru síðar sagði
gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, að
stefna hefði verið samin og hún yrði birt
mér eftir réttarhlé. Ég fékk hana afhenta í
dag [þriðjudag].“ - jh
Seðlabankinn heldur
óbreyttum vöxtum
Peningastefnunefnd Seðlabanka íslands
ákvað á miðvikudag að halda vöxtum
bankans óbreyttum. Vextir á viðskipta-
reikningum innlánsstofnana eru 3,5%,
hámarksvextir á 28 daga innistæðubréfum
4,25%, vextir á lánum gegn veði til sjö
daga 4,5% og daglánavextir 5,5%. Aðilar
vinnumarkaðarins og fleiri gagnrýndu
bankann fyrir 0,25% vaxtahækkun í ágúst.
Peningastefnunefnd telur enn að til þess
að sporna gegn aukinni verðbólgu kunni
að vera nauðsynlegt að hækka vexti frekar
en ákvarðanir í peningamálum munu þó
sem fyrr taka mið af nýlegri þróun og
horfum. Næsti vaxtaákvörðunardagur er
2. nóvember. - jh
kirkjuráð beinir því til Þorláksbúðarfélagsins að
stöðva framkvæmdir við Þorláksbúð, á hlaði Skál-
holtskirkju, meðan farið er yfir leyfi til framkvæmda
og höfundarrétt. Á fundi í fyrradag bókaði ráðið:
„Lagt fram bréf Harðar Bjarnasonar, dags. 16.
september 2011, vegna Þorláksbúðar og minnisblað
framkvæmdastjóra um feril málsins. kirkjuráð sam-
þykkti, í ljósi fram kominna athugasemda að undanförnu, að málið verði kannað
hvað varðar deiliskipulag, höfundarréttindi vegna Skálholtsdómkirkju, hvaða
heimildir sveitarstjórn hefur veitt til framkvæmdanna og önnur atriði sem áhrif
kunna að hafa. kirkjuráð samþykkti að beina því til Þorláksbúðarfélagsins að
stöðva framkvæmdir við Þorláksbúð meðan framangreint er athugað.“ - jh
4 fréttir Helgin 23.-25. september 2011