Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 30

Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 30
Í samanburði við glitrandi litadýrðina á Menningarnótt er glerhjúpurinn utan um Hörpu hlutlaus og grámóskulegur þennan þriðjudagsmorgun í september. Það sama verður ekki sagt um tónlist- arstjórann. Steinunn Birna Ragnarsdóttir er lífleg, mælsk, talar hratt og hlær mikið. Henni er þó ekki hlátur í huga þegar hún ræðir þær ásakanir sem hún hefur setið undir á síðustu mánuðum og snúa að hennar eigin hljóðfæra- kaupum. „Ég hef verið píanóleikari alla mína tíð og það hefur vissulega verið þungbært að ein- hverjir hafi kosið að gera það tortryggilegt að ég skyldi fá mér hljóðfæri. Mitt hlutverk í hljóðfærakaupum Hörpu var að velja hljóðfæri, ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara. Ég hafði ekkert með viðskiptahliðina á þeim kaupum að gera og samdi hvorki um verð né sá um að borga hljóðfærið,“ segir hún. Konsertf lygill Hörpu var keyptur hjá Steinway-verksmiðjunni í Hamborg og fóru Steinunn Birna og Víkingur gagngert út til að velja hann. „Svo féll ég bara sjálf fyrir flygli, alveg óvænt. Ég varð hugfangin af þessu hljóð- færi sem var þá eyrnamerkt öðrum. Ég fékk ekki að vita fyrr en mörgum mánuðum seinna að ég ætti kost á að kaupa það. Ég hafði selt mitt hljóðfæri og gat því staðgreitt það og fengið staðgreiðsluafslátt. En það var eini af- slátturinn sem ég fékk. Það var alls ekki þann- ig að ég nyti einhverra sérkjara eða fríðinda vegna hljóðfærakaupa Hörpu,“ segir Steinunn Birna ákveðin og dregur fram möppu fulla af kvittunum fyrir umræddum hljóðfærakaupum. „Hér er greiðslan fyrir flygilinn, mínus 3% stað- greiðsluafsláttur. Þú sérð að þetta er á mínu nafni,“ segir hún. „Hér er millifærslukvittun, virðisaukaskatturinn og flutningsgjöldin,“ heldur hún áfram og dregur fram hvert blaðið af öðru. „Einhverjir virtust halda að ég hefði fengið flutninginn heim til mín frítt en hér er kvittun fyrir honum,“ segir Steinunn Birna. „Viðskiptin áttu sér stað með margra mánaða millibili. Hljóðfæri Hörpu voru keypt í desemb- er og mitt hljóðfæri í apríl. Kaupin voru því ekki einu sinni gerð á sama tíma.“ Umræddur kvittur um að Steinunn hefði á einhvern hátt nýtt sér opinber kaup ríkisins á konsertflyglum Hörpu sér til hagsbóta segir Steinunn Birna hafa komist á kreik hjá aðilum sem voru að vinna í húsinu. „Einhverjir þeirra heyrðu samtal mitt við flyglaflutningamanninn um það hvenær minn flygill ætti að fara heim og sáu ástæðu til að hringja í fjölmiðla af því tilefni. Nokkrir þeirra höfðu samband við mig og ég sagði þeim söguna eins og ég er að segja þér hana núna. Þeir sögðust allir heyra strax að þetta væri í góðu lagi. Nema blaðamenn DV. Þeir skrif- uðu grein um þetta en létu mig vita fyrirfram þannig að ég átti kost á að senda þeim afrit af kvittunum. Greinin fjallaði raunar um að þetta væri „ekki frétt“ en samt var ekki tekið fram að ég hefði sent öll sönnunargögn fyr- ir því að þetta hefði verið í lagi. Svo fór Gróa á Leiti af stað og nokkrir einstaklingar, sem töldu sig eiga harma að hefna, tóku þetta upp. Þótt þetta sé eitthvað sem maður getur ekki tekið persónulega hefur það samt komið mér mikið á óvart að fólk úr tónlistarbransanum, eins og Bubbi Morthens, hafi kosið að fara fram með gífuryrðum og ásökunum sem hafa verið úr lausu lofti gripnar. Ég hef ekki viljað svara þeim hingað til, enda eru fullyrðingarnar svo margar að ég myndi ekki vita hvar ég ætti að byrja. Á einhverjum tímapunkti er þó auð- vitað ekki hægt að sitja undir svona miklu að- kasti án þess að bera hönd fyrir höfuð sér og leggja spilin á borðið. Ég tek það fram að þá sjaldan sem leiðir okkar Bubba hafa skarast í bransanum hef ég ekki haft neitt nema gott af honum að segja. Þegar fólk velur þessa aðferð þá segir það kannski meira um það sjálft held- ur en þann sem fyrir því verður. Þess vegna kýs maður í lengstu lög að blanda sér ekki í slaginn. Það var hins vegar alveg komið nóg.“ Ekki fíkniefnaleit Gagnrýni Bubba Morthens og fleiri tónlistar- manna hefur meðal annars beinst að skilmál- um Hörpu sem lagðir voru fram fyrr á þessu ári. „Ýmsir tónlistarmenn og tónleikahaldarar hafa lýst óánægju sinni með ýmislegt og þar á meðal þessa skilmála. Við tókum mjög vel í þeirra ábendingar. Við erum með hús í hönd- unum sem aldrei hefur verið til á Íslandi og þurftum að leggja einhverjar línur til að byrja með. Eðlilega verður ramminn að vera í sam- ræmi við húsið sjálft og mikilvægi þess. Við höfðum skilmála frá norrænu húsunum til hliðsjónar. En þessir skilmálar eiga ekki að öllu leyti við íslenskan samtíma og umhverfi. Til dæmis þekkist það ekki á Íslandi að greiða þurfi salarleigu fyrirfram. Við endurskoðuðum það ákvæði. Á næstu dögum mun ég kynna for- manni Bandalags íslenskra tónleikahaldara, BÍT, Ísleifi B. Þórhallssyni, nýja skilmála og taka við síðustu ábendingum frá þeim, því við viljum auðvitað ekki að skilmálar hússins séu óaðgengilegir og óásættanlegir fyrir notendur þess. Viðbrögðin voru sterk á sínum tíma af því að fólk hélt að um væri að ræða endanlegt fyrir- komulag. Ég er bjartsýn á að við getum verið í góðu samstarfi í framtíðinni, enda öllum í hag að svo geti orðið.“ Munu tónlistarmenn fá að selja diskana sína hérna í húsinu? „Eins og alltaf í svona húsum er einhver aðili samningsbundinn húsinu og öfugt. Við erum bundin samningi við Tólf tóna um að öll sala á tónlist fari í gegnum þá. Það er hægt að finna leiðir til að gera þetta þannig að allir geti sætt sig við það. En þetta er eitt af því sem ekki er hægt að breyta alveg miðað við okkar rekstr- arumhverfi.“ Í skilmálum Hörpu var einnig ákvæði um að fólk væri skuldbundið til að nota það hljóðkerfi sem fyrir liggur í húsinu. „Hér hefur verið lagt í mikla fjárfestingu og það kemur húsinu illa ef hún er ekki notuð; mjög góð kerfi og tæknibúnaður. Við erum að finna flöt á því hvernig hægt er að gera þetta í samráði við notendur því stundum er hljóð- kerfi og búnaður algerlega órjúfanlegur hluti af heildarmyndinni. Það verður skilningur á því og það stóð aldrei annað til en að vinna þetta allt í samráði við notendur hússins,“ segir Steinunn Birna. Leitarákvæðið svokallaða í umræddum skil- málum sætti einnig mikilli gagnrýni en Stein- unn Birna segir það sömuleiðis hafa byggst á misskilningi. „Sumir héldu að þetta ætti við um fíkniefna- leit sem er alveg af og frá. Þetta er sprengju- og vopnaleitarákvæði. Til þess verður gripið þegar það eru ráðstefnur í húsinu þar sem t.d. forsætisráðherrar margra landa eru staddir hér og hækka þarf öryggisstigið. Þetta er skil- greint betur í nýju skilmálunum þannig að eng- inn geti misskilið. Það var alls ekki meiningin að hér ætti að leita að fíkniefnum á fólki þegar það kemur inn í húsið.“ Úthaldið stærsta áskorunin Steinunn Birna segir mikilvægast að sátt ríki um hið langþráða tónlistarhús Hörpu. „Í fyrsta skipti eigum við hús sem er sambæri- legt við það besta sem gerist í veröldinni. Það hefur svo mikla þýðingu fyrir íslenskt tón- listarlíf og tónlistarmenn að mér finnst að við eigum ekki að eyða tíma í að vera í ein- hverjum skotgröfum með leiðindi þegar við höfum tækifæri til að samgleðjast yfir svo stórum tækifærum. Að sameinast um þetta hús hlýtur að vera aðalatriðið. Húsið á eftir að verða mikil auðlind fyrir okkur og það er þegar byrjað að reyna á það. Aðilar eins og Gautaborgarsinfónían, Gustavo Dudamel og Jonas Kaufmann fara héðan með þá upplifun að þetta sé eitt besta hús sem þeir hafi spilað eða sungið í. Þetta fólk verður okkar sendi- herrar. Það er hefð fyrir því að svona hús séu gagnrýnd og umdeild. Þannig er það bara ef við horfum aftur í íslensku söguna á Perluna, Ráðhúsið og Þjóðleikhúsið. Það var aldeilis ekki sátt um þessi hús fyrr en löngu eftir að þau voru byggð. Það hefur mikið breyst gagn- vart Hörpu eftir að hún var opnuð. Hingað hefur hálf þjóðin komið og flestir fara héðan ánægðir. Þá verður þetta fljótt að breytast.“ Hver hefur verið helsta áskorunin hingað til? „Maður upplifir mikla ábyrgð við að fá að standa í stafni fyrir svona verkefni. Það er eitt- hvað sem maður verður að gefa alla sína krafta. Það hefur reynt mikið á. En það sem hefur ver- ið mesta áskorunin er að láta ekki hugfallast. Að treysta því að lausnirnar finnist þegar þær hafa verið fjarri því að vera augljósar. Verkefnið varð oft yfirþyrmandi í stærð sinni. Stundum hefði verið freistandi að leggja árar í bát. En að gefa sér ekki þann valkost hefur kannski verið mesta áskorunin.“ Geturðu nefnt mér dæmi um svona stundir? „Hvar viltu að ég byrji? segir Steinunn Birna og hlær dátt. „Bara það að byrja með hús sem var óklárað var gríðarlega flókið. Að mínu Læt ekki hugfallast Hingað til hefur Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörpu, setið þegjandi undir ásökunum um elítusnobb og tortryggileg hljóðfærakaup. Hér svarar hún fyrir sig og lýsir því jafnframt hvernig var að takast á við föður- missi um leið og undirbúningur fyrir opnun Hörpu stóð sem hæst. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir ræddi við Steinunni Birnu. Ljósmynd/Hari Þetta voru ein- hver fljótfærn- isleg viðbrögð hjá mér sem voru náttúr- lega alveg morðfyndin, sérstaklega þar sem þau gefa dálítið skakka mynd af mér. Þeir sem þekkja mig vita að ég er nú ekkert sérstak- lega „tricky“ manneskja. Framhald á næstu opnu Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is 30 viðtal Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.