Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 41

Fréttatíminn - 23.09.2011, Síða 41
Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Fært til bókar Köku-konur hjóla í Jón Margir slógu sér á lær í júlí síðastliðnum þegar hópi kvenna á Akureyri var meinað að selja smákökur, svokallaðar múffur, í góðgerðarskyni. Heilbrigðisyfirvöld vísuðu til þess að hreinlætis- sjónarmið réðu því að ekki mætti selja mat sem fram- leiddur væri í heimahús- um. Alþýða manna sá ekki bráða hættu fólgna í því að borða mat framleiddan í heimahúsum enda munu nánast allir landsmenn gera slíkt á hverjum degi. Akureyrarkon- urnar léku á kerfið þegar þær gáfu múff- urnar nokkru síðar en viðstaddir máttu að meinalausu leggja fé í söfnunarbauk. Þannig fer venjulega þegar reglur ganga fram af fólki. Eftir stendur hins vegar að óheimilt er að selja heimabakað. Það stendur góðgerðarstarfsemi fyrir þrifum. Það eru ekki bara konurnar á Akureyri sem eiga í baráttu við kerfið vegna þessa. Þær fengu drjúgan stuðning í áskorun Kvenfélagasambands Íslands en stjórnar- fundur þess var haldinn á dögunum. Þar hvatti sambandið ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála til að leggja fram breytingar á matvælalögum „sem koma í veg fyrir að kvenfélögin í landinu geti eflt starf sitt með bakstri og sölu til fjáraflana“. Þunginn jókst enn þegar Slysavarnafélagið Landsbjörg blandaði sér í baráttu kvenfélaganna fyrir því að mega selja heimabakaða góðgætið. „Með slíkri sölu hafa þær [slysavarnadeildirnar] fjármagnað öflugar slysavarnir og greitt fyrir björgunartæki og búnað björgunar- sveita, landsmönnum öllum til heilla.“ Jón Bjarnason, ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar, er kjarkmaður og karl- menni og vílar ekki fyrir sér að berja á samherjum, hvort heldur er í flokki eða ríkisstjórn. Kommissarar Evrópusam- bandsins eru heldur ekki teknir neinum vettlingatökum hjá ráðherranum. Hann hefur boðað að kleinu- og kökumál þetta verði tekið fyrir þegar þing kemur saman að nýju um mánaðamótin. Þá kemur í ljós hvort Jón hefur þrek til að standa gegn þeim kvennaskara sem að honum sækir með múffur, kleinur og hnallþórur að vopni. Sviptivindar í háloftunum Það er kalt á toppnum, það er margsann- að. Að því komst Matthías Imsland, sem fyrr í vikunni lét af starfi forstjóra Iceland Express. Í tilkynningu félagsins sagði að samkomulag hefði verið gert milli félags- ins og Matthíasar um starfslok. Við for- stjórastarfinu tekur Birgir Jónsson sem var forstjóri félagsins frá 2004 til 2006. Þótt ástæður brotthvarfs Matthíasar frá Iceland Express séu ekki tíundaðar má geta sér þess til að Pálmi Haraldsson, eigandi félagsins, kenni forstjóranum fráfarandi um þann álitshnekki sem það hefur beðið vegna seinkana flugvéla í fyrra og á þessu ári. Frá því var greint í Fréttablaðinu í júní að Astreus, flug- skattur.is Framtalsfrestur félaga er liðinn Til forráðamanna hlutafélaga, einkahlutafélaga og annarra skattskyldra lögaðila um skil á skattframtali 2011 Minnt er á að í október fer fram álagning opinberra gjalda lögaðila 2011 vegna rekstrarársins 2010. Þrátt fyrir að framtalsfrestur sé runninn út eru þau félög sem enn eiga eftir að skila skattframtali 2011 ásamt ársreikningi hvött til að gera það hið allra fyrsta. Skattframtali á alltaf að skila, jafnvel þó að engin eiginleg atvinnustarfsemi eða rekstur hafi verið til staðar hjá félaginu á árinu 2010. Félög eiga jafnframt að skila ársreikningi til Ársreikningaskrár. Hægt er að skila skattframtali og ársreikningi rafrænt á www.skattur.is. Sími 442 1000 - Opið kl. 9:30-15:30 félagið sem flýgur fyrir Iceland Express og einnig er í eigu Pálma, hefði staðið sig allra flugfélaga verst í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Stuðst var við tölur frá Isavia. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða 42,6% í júní, júlí og ágúst í fyrra. Miðað við komu- tíma voru 29,7% véla félagsins á áætlun. Á sama tíma voru 73,8% brottfara og lendinga helsta keppinautarins, Ice- landair, á áætlun. Matthíasi dugði ekki að bæta árangurinn verulega nú síðustu vikurnar en samkvæmt tölum ferða- síðunnar turisti.is fóru sex af hverjum tíu flugvéla Iceland Express í loftið á réttum tíma síðari hluta ágústmánaðar og átta af hverjum tíu í fyrri hluta sept- ember. Á sama tíma fóru níu af hverjum tíu véla Icelandair í loftið á réttum tíma. Það dugði Matthíasi heldur ekki að sýna fram á metár í farþegaflutningum Iceland Express. Fyrstu átta mánuði ársins flugu 359.933 farþegar með félaginu. Á sama tíma í fyrra voru þeir 288.846. Aukningin nemur 24,6%. Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.