Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 42
M arkaðsfræði er ungt fag sem fræði-grein. Markaðir hafa þróast frá því að vera einvörðungu staðir þar sem kaupendur og seljendur komu saman, yfir í flókið samskiptaform. Aðstæður á markaði hafa því stökkbreyst og hvað mest síðustu tvo áratugi. Í upphafi tuttugustu aldar var rík framleiðsluhefð sem tók mið af þeirri hug- myndafræði að neytendur vildu einfaldlega þær vörur sem væru fáanlegar. Lítið var lagt upp úr að grennslast fyrir um þarfir og sérósk- ir viðskiptavinarins. Fræg setning, sem höfð var eftir bílaframleiðandanum Henry Ford um Ford Model T, endurspeglar viðhorfið: „Þú getur valið um hvaða lit sem er svo lengi sem liturinn er svartur.“ Það var því varan sjálf, og framleiðandinn, sem skiptu meira máli en neytandinn. Upp úr 1960 eru áherslur orðn- ar neytandamiðaðri og viðskiptavinurinn er meira í brennidepli markaðsaðgerða. Upp úr 1980 er svo farið að leggja áherslu á náin sam- skipti við viðskiptavini (samskiptamarkaðs- setning) sem markaði breytingu frá þeim ein- hliða boðskiptum sem höfðu þróast í áratugi og endurspegluðust í sterkum auglýsingamark- aði. Nú skipta tengsl við viðskiptavini miklu máli. Markaðssetning miðar víða meira að því að halda í núverandi viðskiptavini en að leitast stöðugt við að ná í nýja með einhliða boðskipt- um frá fyrirtæki til neytenda. Það er rökrétt, enda er vænlegasti viðskiptavinur fyrirtækis sá sem þegar hefur átt viðskipti/er í viðskipt- um við það. Samskipti á markaði eru fjölþætt og það getur verið bæði dýrt og flókið að koma skilaboðum til nýrra viðskiptavina. Það er því augljóst að stjórnun viðskiptatengsla er mikil- vægari en nokkru sinni fyrr. Útgangspunktur samskiptamarkaðssetn- ingar er að sala er ekki endapunktur viðskipta heldur er sala hugsuð sem byrjun á viðskipta- sambandi. Í slíku sambandi er mikilvægt að fyrirtæki þekki þarfir og kauphegðun við- skiptavina betur en samkeppnisaðilinn, með það að markmiði að fyrirtækið geti hámark- að virði viðskiptavinar. Upplýsingum um við- skiptavininn er safnað á markvissan hátt til að auka betur skilning á viðskiptavinum og til að geta þjónustað þá betur. Þannig er hægt að mæta eða fara fram úr væntingum við- skiptavina og skapa tryggð viðskiptavina sem margir fræðimenn segja að sé hið endanlega takmark fyrirtækja. Hugmyndafræði samskiptamarkaðssetningar byggist á að búa til ábata fyrir bæði fyrirtæki og viðskiptavini sem er báðum í hag þegar til lengri tíma er litið. Friðrik Larsen lektor við viðskipta- deild HR Slegið í pönnsur á þriðjudaginn Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL N Nafngiftum barna fylgir alltaf ákveðin spenna. „Hvað á barnið að heita?“ er spurt og ýmsar vangaveltur fylgja í kjölfar þess að hinn nýi einstaklingur fær það nafn sem hann ber til æviloka. Ábyrgð foreldra er því mikil þegar að nafngiftinni kemur, eins og raunar í öllu sem að barninu snýr. Foreldr- arnir gera sér grein fyrir þessu, langflestir að minnsta kosti, og gefa börnum sínum falleg nöfn. Mannanafnanefnd er síðan í því hlutverki að hleypa hugmyndaríkum for- eldrum ekki of langt, án þess þó að koma í veg fyrir frumleika þegar kemur að nýjum nöfnum. Þar tekst oft mjög vel til þannig að þau festa sig í sessi og njóta vinsælda. Hagstofa Íslands heldur utan um allt talnaefni, mögulegt og ómögulegt, og sendi nýlega frá sér árlega skýrslu um mannanöfn og afmælisdaga. Þar má sjá að hefðin ræður og það er engin goðgá að tala um Jón og Gunnu þegar vísað er til almennings hér á landi. Jón er eins og áður algengasta karl- mannsnafnið og Guðrún algengasta kven- mannsnafnið. Meiri sveiflur eru síðan í nafngiftum frá ári til árs. Þar koma fram nöfn sem ná tímabundinni forystu. Aron var þannig vinsælasta drengjanafnið í fyrra og tók við af Alexander sem var vinsælasta nafnið árið þar á undan. Emilía var hins vegar vinsæl- asta nafnið meðal stúlkna í fyrra og skaut Önnu, hinu hefðbundna nafni, þar með í annað sætið – í bili að minnsta kosti. Litlar líkur eru á því að tískunöfn hvers árs, eins ágæt og þau eru, nálgist hin al- gengustu verulega. Hefðin er svo sterk. Því munu Jón, Sigurður, Guðmundur, Gunnar, Ólafur, Einar, Kristján, Magnús, Stefán og Jóhann halda stöðu sinni, svo nefnd séu tíu algengustu karlanöfnin. Hið sama á við um Guðrúnu, Önnu, Sigríði, Kristínu, Mar- gréti, Helgu, Sigrúnu, Ingibjörgu, Jóhönnu og Maríu sem eru tíu algengustu kvenna- nöfnin. Við hjónakornin vorum hefðbundin í nafn- giftum barna okkar. Nefnt var í höfuð okkar nánustu, ýmist beint eða með tilbrigðum. Börnin okkar eru að hluta til frumlegri og hafa nefnt sum barnabarna okkar „út í loftið“ eins og sagt er, en önnur farið hefð- bundnari leiðir. Svo dæmi sé tekið eigum við bæði nafna og nöfnu í okkar barna- barnahópi, þótt bæði þau börn séu tvínefnd, eins og algengara er í seinni tíð, enda kemur fram í talnaflæði Hagstofunnar að flestir landsmenn bera fleiri en eitt nafn. Þar er karlmannsnafnið Þór langvinsælast en í kjölfarið fylgja Freyr og Logi. María er hins vegar vinsælasta millinafn kvenna en Ósk og Rós fylgja í kjölfarið. Algengustu tvínefni karla eru Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi en algengustu tvínefni kvenna eru Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Á því sést hversu gríðarlega vinsælt nafnið Anna er, hvort heldur er eitt eða með öðru. Hagstofan býður okkur enn fremur, af örlæti sínu, að sjá vinsældir eigin nafna. Þar komst pistilskrifarinn að því að 745 ein- staklingar bera sama nafn og hann og það nafn er í 49. sæti nafnalistans. Eiginkonan á heldur fleiri nöfnur því alls bera 876 konur hennar nafn, en það er í 40. sæti kvenna- nafna. Við megum því bærilega við una, erum á miðjum lista. Hins vegar verður að leita til símaskrárinnar eftir alnöfnum. Þar sá pistilskrifarinn að hann á fjóra alnafna en sá fyrirvari er á að þar er um að ræða fullorðna menn. Konan á hins vegar ekki alnöfnu, sé miðað við sömu skrá. Á henni verður því ekki ruglast! Fyrir talnanerði býður Hagstofan einnig afmælisdagaskrá. Svo merkilegt er það að þeir dreifast ekki jafnt yfir árið. Algeng- ast er að börn fæðist að sumri eða hausti en fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum. Kannski er náttúran þarna að verki, líkt og hjá dýrunum, þótt fengitími mann- skepnunnar sé víst allt árið. Fram undan er merkilegur dagur, 27. september, þ.e. þriðjudagurinn í næstu viku. Þá eiga flestir Íslendingar afmæli, alls 989 einstaklingar. Þá verður heldur betur slegið í pönnsur með rjóma, víða um land. Fæstir eiga hins vegar afmæli á helstu merkisdögum ársins, aðeins 657 á jóladag og 702 á gamlársdag. Hvað því ræður skal ósagt látið en ólíklegt er að menn séu að spá í það í ástarbríma níu mánuðum fyrr að barn fæðist hugsanlega á þessum stórhátíðisdögum. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig sjaldgæfir afmælisdagar. Mest rarítet er þó að sjálfsögðu að fæðast 29. febrúar, þ.e. á hlaupársdaginn sjálfan. Við framhaldsrannsóknir á flóði talna Hagstofunnar komst pistilskrifarinn að því að 942 aðrir eiga sama afmælisdag og hann, þ.e. síðsumars þegar hvað flestir koma í heiminn, og þrettán jafnaldra á hann. Eiginkonan, sem fædd er snemma vors, getur með sama hætti hringt í 893 sem eiga sama afmælisdag og hún. Ólíklegt er þó að hún hafi nennu til þess en hún á, líkt og bóndinn, þrettán jafnöldrur. Allt eru þetta skemmtileg fræði, þótt fráleitt breyti þau gangi himintungla. Með yfirferð foreldra á nafnalistum Hagstofunn- ar, þ.e. þeirra sem standa frammi fyrir nafngift barns, er líklegt að þeir forð- ist tvínefnið Línus Gauti sem gantast hefur verið með, sé hratt fram borið, og að sumir, að minnsta kosti, fari ekki alveg til Egils Daða. Er þá ónefnt meyjarheitið Mist Eik, sem hlotið hefur svipuð örlög. Drengur sem fæddist í ástandi stríðsáranna gat hins vegar búist við því að hljóta nafnið Erlendur Sveinn Her- mannsson. Te ik ni ng /H ar i Stjórnun viðskiptatengsla Veldu hvaða lit sem er svo lengi sem hann er svartur Borgartún 25 Til leigu atvinnuhúsnæði að Borgartúni 25, 105 Reykjavík Áhugasamir sendi fyrirspurn á leiga@almc.is 38 viðhorf Helgin 23.-25. september 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.