Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 48

Fréttatíminn - 23.09.2011, Side 48
44 garðar unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands Helgin 23.-25. september 2011  Garðurinn Sólríkir hauStdagar bæta upp kalt vor S umarið sem aldrei ætlaði að koma dokar enn við þótt komið sé vel fram yfir miðjan september og fyrsta haustlægðin gengin hjá. Það er eins og öllum gróðri hafi seinkað um tvær til þrjár vikur. Lítið hefur borið á haustlitum þar til í þessari viku þótt alloft hafi hélað á jörð undir morgun eftir heiðskíra nótt. Reyni- berin eru rétt nýlega byrjuð að roðna og kanadísku rósirnar og ensku rósirnar frá David Austin blómstra enn fagurlega í sept- embersólinni og búa sig undir áframhald- andi skrautsýningu með knúppum í stórum skúfum. Rigningardagar nýtast svo vel til að efla rótarkerfið. Leiðinlegt tíðarfar í vor varð til þess að minna varð úr vorverkum í sumarbú- staðnum hjá mörgum en til stóð. Frost fór seint úr jörðu og kaldur norðanvindur blés um okkur. Bleytan í vatnsósa fokjörðinni sem þekur landið hjá mér útilokaði jarð- vinnu lengi vel. Fastir liðir sumarsins tóku svo völdin í júnílok og ekkert varð úr dag- draumum vetrarins um framkvæmdir að vori. Þessir sólríku haustdagar sem komu í síðustu viku voru því velkomnir og nýttust vel. Hlýviðrið undanfarna daga gefur von um gott haust. Nú er aftur hægt að taka til við verki sem voru á dagskrá vorsins. Reyndar hafa haustdagar að undanförnu nýst mér vel til að taka ný beð, undirbúa jarðveg og einnig gróðursetja og flytja til rósir og setja niður blómstrandi runna og skrauttré sem keypt voru á haustútsölum garðplöntustöðvanna. Ég hef þannig plantað út lyngrósum og ýmsum skraut- legum reynitegundum með góðum árangri. Hver einasta planta hefur komið til að vori og dafnað vel. Mér áskotnaðist nýlega fagurlaufgaður reynir með því bjölluhljóma nafni „Dodong“. Hann setti ég niður í síðustu viku við hliðina á silfurreyni sem ættaður er frá sjálfum Schierbeck. Þótt ekki hafi ég tölur um afföll eftir gróður- setningu í gegnum tíðina er ég ekki frá því að oftar hafi orðið slys eftir vor- og sumar- gróðursetningu vegna þurrka sem komu í kjölfarið. Á haustin er hættan af slíku hverf- andi og vitað er að vöxtur róta heldur áfram á meðan jörð er ófrosin þótt blöð séu fölnuð og fallin. Margir félagar í Garðyrkjufélaginu keyptu sér ávaxtatré á liðnu vori vegna til- raunaverkefnisins sem hafið var með Land- búnaðarháskólanum um ávaxtarækt. Sumir hafa haft þau inni í gróðurhúsi í sumar. Ég er meðal þeirra. Nú er ágætur tími til að setja þau niður og undirbúningurinn er í fullum gangi hjá mér. Skráningin á upp- lýsingunum um gróðursetningu trjánna inn í gagnagrunninn sem Landbúnaðarhá- skólinn bjó til fyrir þátttakendurna er líka á verkefnaskránni. Ég er einnig með áætlun um að stokka upp rósirnar sem ég hef verið að pota niður undanfarin ár með óljósar upplýsingar um hversu stórar þær yrðu. Vaxtarlagið kemur iðulega á óvart og í of mörgum tilvikum hafa þær verið settar of þétt eða stórvöxn- um rósum plantað framan við smávaxnari yrki sem þá fá ekki notið sín. Þetta hefur verið heldur tilraunakennt hjá mér fram að þessu. Ekki lá fyrir hvaða yrki myndu þrífast og kemur reyndar í opna skjöldu hve vöxturinn er góður og blómgun mikil ef jarðvegur er vel undirbúinn. Jafnvel Austin- rósirnar (ensku rósirnar) sem enginn bjóst við að þrifust hér hafa bara vaxið ágætlega til þessa, bæði í sumarbústaðnum hjá mér og rósagarðinum í Hveragerði sem Garð- yrkjufélagið hjálpaði til við að undirbúa og útvega plöntur í. Ég hef verið heldur upptekinn af að setja niður og prófa sem flestar rósir og lítið sinnt klippingu þeirra til þessa og á greinilega margt ólært í því efni. Þessir haustdagar nýtast nú vel til snyrtingar á runnarósum og grisjunar á þeim sem standa of þétt. Ég hef til hlið- sjónar ýtarlegar lýsingar á réttum aðferðum við klippingar úr rósaalfræðibók Lars-Åke Gustavsson, Rosor för nordiska trädgårdar, sem Garðyrkjufélagið selur og er ómissandi fyrir þá sem vilja ná árangri í ræktun rósa. Þar kemur m.a. fram að haustklipping og endurnýjun hentar ágætlega fyrir villirósa- tegundir og blendinga af þeim. Eðalrósir og terósablendinga, sem kelur oft þegar líður á veturinn, er hins vegar betra að klippa síðla vors þegar frosthætta er liðin hjá. Gróðursetning haustlauka hefur verið fastur liður hjá mér í áratugi. Fátt gleð- ur jafn mikið þegar komið er í sumar- bústaðinn snemma vors og blómstrandi krókusar, smáírisar, postulínsliljur og síðan hátíðarliljurnar hver af annarri langt fram eftir júní. Flestar tegundir og yrki eru þrælharðger hér á landi og fjölga sér ef sæmilega er staðið að gróðursetningu og blómstra ár eftir ár. Ég mæli eindregið með því að skoða úrvalið í haustlaukum hjá garð- plöntustöðvunum um þessar mundir og láta sig dreyma um litadýrð að vori. Vilhjálmur Lúðvíksson Haustþankar Reyndar hafa haustdagar að undan- förnu nýst mér vel til að taka ný beð, undirbúa jarðveg og einnig gróðursetja og flytja til rósir og setja niður blómstr- andi runna og skrauttré sem keypt voru á haustútsöl- um garð- plöntu- stöðvanna. Getur þú styrkt barn? www.soleyogfelagar.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.