Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 51
Garðplöntur Allur vAxtArtíminn nýtist ef plAntAð er Að hAusti
Gróðurlampar og
Flúor ræktunarperur
Haltu plöntunum þínum ferskum allt árið
Nánari upplýsingar
á www.innigardar.is
Fluor ræktunarperur
Frá 36W - 250W
Forræktun og fullrækt
Gróðurlampar
Fyrir HPS og MH perur
Stærðir 400w, 600w og 1000W
InniGarðar ehf. - Sími: 534 9585 - www.innigardar.is
Helgin 23.-25. september 2011 Unnið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands garðar 47
v orin eru alltaf góð og það er alltaf besti kosturinn til að planta garðplöntum. Þetta
er þá á bilinu miður maí fram í byrj-
un júní, eða um leið og veðurguðir
leyfa, en það sem færri vita er að það
er líka mjög gott að nota haustin,“
segir Vernharður Gunnarsson garð-
yrkjufræðingur, sem auk þess er for-
maður Félags garðplöntuframleið-
anda og rekur gróðrarstöðina Storð
í Kópavogi. Hann segir haustin góð
fyrir ýmsar sakir og nefnir þar ýmis
atriði sem vert er að skoða. „Á sumr-
in koma langir þurrir og sólríkir kafl-
ar sem geta verið erfiðir fyrir nýút-
plantaðar plöntur. Þess vegna höfum
við verið að benda fólki á þá mögu-
leika sem eru í haustinu,“ segir Vern-
harður og útskýrir nánar: „Þegar
komið er fram í september er jörðin
orðin örlítið blautari og fólk þarf ekki
að hafa áhyggjur af því að plönturnar
þorni. Auk þess eru þær á leið í dvala
í september og október og þá þurfa
þær minna vatn. Síðan vakna þær á
vorin á sínum nýja stað, tilbúnar að
fara í gang þegar jarðvegshitinn er
orðinn nægur. Þannig nýtist allur
vaxtartíminn.“ Hann segir jafnframt
að þetta séu engin ný vísindi og að
garðyrkjufræðingar reyni mikið
að benda fólki á þennan kost. „Við
garðyrkjufræðingar plöntum alltaf
öllu okkar á haustin; þetta eru okkar
haustverk. Hins vegar grunar mig að
að þjóðhátíðardagurinn 17. júní hafi
haft áhrif í gegnum tíðina. Þá hefur
fólk verið að rjúka til og planta og
síðan ekki hugsað meira út í það og
sá siður fest sig í sessi,“ segir Vern-
harður sem einnig nefnir sumarbú-
staðareigendur til sögunnar. „Sumir
eiga bústað þar sem frost fer seint
úr jörðu og dæmi eru um að fólk sé
að bíða vel fram í júní. Þá er tilvalið
að planta á haustin til að losna við
þennan biðtíma.“ Undirbúningur
fyrir plöntun á haustin er sá sami og
á vorin, með nokkrum frávikum. Þá
er mikilvægt að gefa lífrænan áburð
og má nefna sem dæmi hrossatað,
kúamykju, þörunga eða hæsnas-
kít, sem Vernharður segir gott að
fá í handhægum fötum til að forð-
ast kerrumokstur og ekkert eigi að
spara til. Hins vegar eru ákveðin at-
riði sem þarf að hafa í huga og var-
ast. „Við haustplöntun má ekki gefa
plöntum tilbúinn áburð sem inni-
heldur köfnunarefni því það örvar
til ótímabærs vaxtar þegar best er
að láta náttúruna sjá um málin.“ Auk
þess þarf að gera ráð fyrir svipting-
um vetrar og þar nefnir Vernharður
og gott sé að setja skóflu af sandi við
hverja plöntu til að koma í veg fyrir
að hún lyftist upp vegna frostsins.
„Skrúðgarðyrkjumenn eru mjög
meðvitaðir um haustútplöntun og
einnig hafa sveitarfélög og fyrirtæki
verið að komast upp á lagið, enda
dýrt að keyra um með vatnsbíla á
sumrin til að vökva,“ segir Vern-
harður og bætir við að þetta eigi
helst við um tré og runna og nefnir
þar dæmi bæði um berjarunna og
ávaxtatré sem sífellt njóta meiri vin-
sælda hérlendis. Hann bendir einnig
á að plönturnar þurfi að binda upp
allan ársins hring og að gott sé að
skýla sígrænum plöntum á borð við
furu og greni, sama hvort plantað er
á vori eða hausti, þar sem þau eigi á
Haustin góð fyrir runna og tré
hættu að brenna á veturna þegar sól-
in endurkastast frá snjónum. Haust-
verkin í garðinum geta því snúast
um annað og meira en að raka lauf
og ganga frá garðhúsgögnum fyrir
veturinn. „Ég hef stundum verið að
velta fyrir mér af hverju fólk almennt
er hikandi við þetta og dettur í hug
að það sé veðurfarið sem er kannski
örlítið leiðinlegra í september og
október en á vorin. Hins vegar er
vel hægt að planta á meðan skóflan
fer niður fyrir frostið í jörðu, svo þá
er bara að herða sig upp í gallann,
taka með sér kaffisopann og spýta í
lófana,“ segir Vernharður að lokum
og bendir áhugasömum á heima-
síðuna www.gardplontur.is þar sem
er að finna nýtilegt efni varðandi
plöntur, ýmsan fróðleik og góð ráð
um haustverkin.