Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 56

Fréttatíminn - 23.09.2011, Qupperneq 56
Ryan Gosling sýnir ótrúlegan leik í hlut- verki dularfulls manns sem er undra- barn undir stýri bifreiða og lifir á því að keyra í áhættuatriðum í bíómyndum í Los Angeles. Þar fyrir utan tekur hann að sér að aka flóttabifreiðum fyrir ræn- ingja sem þurfa að komast undan lög- reglunni hratt og örugglega. Ökuþórinn segir fátt og þegar hann er ekki að keyra hengslast hann í gegnum grámyglulega tilveruna og virðist einna helst vera greindarskertur. Þrátt fyrir langar þagnir og fá orð þess á milli tekst Gosling að tjá einhvern óræðan harm og tómleika í þessum manni sem enginn veit nákvæmlega hver er eða hvaðan hann kemur. Og þegar á reynir kemur á daginn að þessi sveimhugi, sem virkar eins og ráðvilltur íslenskur sveitamaður í Reykjavík á fyrri hluta síðustu aldar, er grjótharður gaur sem kann ýmislegt fyrir sér í viðskiptum við glæpahyski og undirheimalýð. Markaðssetningin á Drive hér á landi hlýtur að vera eitthvað broguð þar sem margir telja að hér sé á ferðinni ægi- legur bílahasar á pari við Fast&The Furious þegar ekkert er fjær sanni. Drive á miklu meira skylt við A History of Violence en F&F. Myndin er laus við allan glamúr og tilgerð, er ofboðslega vel leikin, átakanleg og mannleg saga af fólki sem reynir að þrauka, innan um ill- menni, í gráum og köldum heimi. Ég held hreinlega að maður þurfi að leita aftur til 1992 og Reservoir Dogs til að finna jafn góða glæpamynd sem kemur jafn hressilega á óvart og Drive. Danski leikstjórinn Nicolas Winding Refn hefur fullkomin tök á efninu, akstursatriðin eru mögnuð, mannlegu samskiptin rista djúpt og ofbeldið sem blossar upp yfirgengilegt og sláandi. Í raun þarf ekkert að hafa mörg orð um Drive og réttast að taka sér bara aðalpersónuna til fyrirmyndar og koma sér að kjarna málsins: Drive er frábær mynd sem algert glapræði væri að láta fram hjá sér fara. Þið sjáið ekki betri glæpamynd á þessu ári og varla því næsta heldur. 52 bíó Helgin 23.-25. september 2011 Í Contagion fléttar Soderbergh saman sögum af nokkrum einstaklingum án þess að einhver einn sé í forgrunni og geti talist aðalpersóna. Þeir sem koma við sögu verða ýmist veirunni að bráð, reyna að vinna bug á henni í örvæntingarfullri leit að mótefni eða reyna að komast af þegar algert siðrof verður og stjórnleysi kaffærir daglegt líf. Gwyneth Paltrow leikur konu sem kemur heim úr viðskiptaferð til Hong Kong en tveimur dögum síðar hrynur hún niður í krampaflogi. Matt Damon leikur eiginmann hennar sem reynist ónæmur fyrir veikinni og reynir að flýja frá Minneapolis sem er í sóttkví og innilokaðir borgararnir eru á barmi sturlunar eða dauða. Hjá innanríkisráðuneytinu kvikna grun- semdir um að farsóttin sé afleiðing efnavopns og því er leitað til sóttvarnarsérfræðings sem sá ábúðarmikli Laurence Fishburne leikur. Hann gerir út af örkinni faraldurssérfræðing, sem Kate Winslet leikur, og hún heldur til Minneapolis og reynir að rekja sig að upphafi smitsins. Gamla brýnið Elliott Gould leikur vísinda- mann sem fer sínar eigin leiðir í leitinni að bóluefni og kemst nokkuð áleiðis í leitinni að lækningunni. Á meðan fer Jude Law mikinn í hlutverki blaðamanns sem slær sér upp á því að hafa veikst en náð heilsu á ný með hjálp óhefðbundinna lyfja. Þetta uppátæki hans setur allt á annan endann þegar fólk reynir í trylltri örvæntingu að komast yfir hómópata- lyfin sem Law þakkar bata sinn. Marion Cotillard kemur einnig við sögu í hlutverki faraldursfræðings hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni sem fer til Hong Kong í leit að fyrsta smitinu og fyrstu mann- eskjunni sem fékk veiruna. Þar er henni rænt og þeir sem halda henni fanginni krefjast þess að fá fyrstu skammtana af bóluefninu í lausnargjald. Þótt myndin, og sögur fólksins sem þar eru raktar, hverfist um sjúkdóminn dularfulla er Soderbergh ekki síst að skoða með nokkrum dæmum hvernig heilu hóparnir geta farið á taugum og hvernig fólk magnar upp ótta hvert hjá öðru þar til samfélagsgerðin gliðnar í sundur og stjórnleysið verður allsráðandi. Ekki er hægt að segja annað en að So- derbergh komi með Contagion á nokkuð heppilegum tíma þar sem ógnin í myndinni verður sjálfsagt ansi raunveruleg í hugum margra sem muna vel fuglaflensuhræðsluna og telja sig varla sloppna fyrir horn eftir að svínaflensan skaut upp kollinum og setti heimsbyggðina á hliðina fyrir tveimur árum eða svo. Þessi staða minnir um margt á stemn- inguna í kringum Outbreak sem þýski leik- stjórinn Wolfgang Petersen sendi frá sér árið 1995 með Dustin Hoffman, Rene Russo og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Þá var ebólu-veiran búin að skjóta heimsbyggðinni skelk í bringu og seinna meir talaði einn framleiðenda Outbreak hróðugur um hversu snjallt það var að myndin skyldi koma í bíó þegar ebólu-óttinn var enn við lýði.  Steven Soderbergh Sleppir banvænni veiru lauSri Leikstjórinn Steven Soderbergh er fjölhæfur leikstjóri sem stígur sjaldan feilspor og hefur tekist á við jafn ólík viðfangsefni og ævisögu Che Guevara í tveimur myndum og glansspennumyndir á borð við Oceań s 11-13. Hann vinnur alla jafna með traustum og góðum leikurum og í Contagion teflir hann fram kippu af eðalfólki, þar á meðal Gwyneth Paltrow, Matt Damon og Laurence Fish- burne í mynd sem lýsir því hvernig samfélagið hrynur þegar bráðsmitandi og -drepandi sjúkdóm- ur fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. ... er Soder- bergh ekki síst að skoða með nokkr- um dæmum hvernig heilu hóparnir geta farið á taugum og hvernig fólk magnar upp ótta hvert hjá öðru þar til sam- félagsgerðin gliðnar í sundur og stjórnleysið verður alls- ráðandi. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Helsjúkt samfélag Marion Cotillard er eins og fleiri í vondum málum þegar banvænn vírus stráfellir fólk og algert stjórnleysi fylgir í kjölfarið.  frumSýndar Disney-myndin Lion King hitti börn og foreldra í hjartastað þegar hún kom fyrst í bíó árið 1994. Hún er ein vinsæl- asta teiknimynd allra tíma og varð í raun sígild um leið og hún kom fyrir augu almennings. Disney hefur endurútgefið Konung ljónanna í þrívídd og það var ekki að sökum að spyrja; hún rauk beint á toppinn í Bandaríkjunum um síðustu helgi. Sýningar á myndinni í þrívidd hefjast á Ís- landi í dag, föstudag, og ætla má að þeir stálpuðu unglingar sem voru með bleyju þegar þeir sáu myndina fyrst vilji endur- nýja kynnin við Simba, Nölu, Tímon, Púmba og skúrkinn Skara. Konungur ljónanna er aðeins sýnd í kvikmyndahúsum í takmarkaðan tíma þannig að það er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem vilja sjá hana aftur, eða í fyrsta skipti, í bíósal. Söguna þekkja vitaskuld flestir en eftir að Skari frændi hefur drepið ljónakónginn Múfasa hrekur hann barnungan son hans í útlegð og tekur við konungsríkinu. Simbi elst upp hjá pödduætunum Tímoni og Púmba en þegar hann nær aldri kallar skyldan og hann snýr heim til þess að hefna föður síns og endurheimta ríki sitt. Simbi litli kom fyrst í bíó fyrir 17 árum og snýr nú aftur, í þrívídd. Aðrir miðlar Imdb: 7,4 Rotten Tomatoes: 84% Metacritic: 70/100 Johnny English Reborn Breski leikarinn Rowan Atkinson, sem er þekkt- astur fyrir túlkun sína á hálfbjánanum Mr. Bean en hefur án efa aldrei verið betri en í þáttunum um Blackadder, bregður sér á ný í hlutverk njósnarans Johnnys English. Atkinson kynnti þennan spæjara, sem er í raun hálfgerður Mr. Bean í smóking með byssu, árið 2003 og tekur nú upp þráðinn. Johnny hefur látið lítið fyrir sér fara undanfarin ár og verið í þjálfun í Asíu. Þegar leyniþjónustan þarf að koma í veg fyrir að leigumorðingjar valdi usla um allan heim með því að myrða þjóðhöfðingja er Johnny grafinn upp og sendur af stað með allar sínar græjur og dót. Aðrir miðlar: Imdb: 7,2, Rotten Tomatoes: 50%, Metacritic - Endursýnd perla í þrívídd Shark Night 3D Helgarfrí sjö menntaskólavina á eyju þar sem foreldrar eins þeirra eiga sumarbústað snýst upp í martröð þegar einn þeirra slasast alvarlega. Þá er ekki annað til ráða en að rjúka af stað á bát með þann slasaða áður en honum blæðir út. Ferðin reynist hins vegar enn skuggalegri en útlit var fyrir í upp- hafi þar sem vatnið sem þau þurfa að komast yfir er fullt af snaróðum og ógeðslegum hákörlum sem ætla sér að hafa þau í aðalrétt. Þá tekur við æsileg barátta fyrir lífi og limum innan um tannhvöss ófétin. Aðrir miðlar: Imdb: 4,4, Rotten Tomatoes: 15%, Metacritic: 22/100  bÍódómur drive Magnað maður, magnað!  Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is Styrkjum gott málefni með kaupum á endurskinsmerkjum með skemmtilegum teikningum eftir Hugleik Dagsson. Allt söluandvirði merkjanna, 1.000 kr. rennur óskipt til ADHD samtakanna á Íslandi. SELUR ADHD ENDURSKINSMERKIN VitundarVika 18. - 25. september um það bil 10.000 fullorðnir glíma við aDHD á íSlanDi ja takkATHYGLI samtökin Háaleitisbraut 13, 108 R eykjavík, sími 581-1110 ww w.adhd.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.