Fréttatíminn - 23.09.2011, Blaðsíða 66
Keppni ÍslensKur sigur
toppbækur
www.forlagid.is
Heildarlisti: 14.–20.09.11
Fræ
ðibæ
kur: 14.–20.09.11
Barnabæ
kur: 14.–20.09.11
Meistara-
verk
Ný
í safNið
Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst á frikirkjan@frikirkjan.is
eða í síma: 552 7270.
Haustlitaferð safnaðarfólks
Fríkirkjunnar við Tjörnina
Sunnudaginn 2. október 2011 verður farin haustferð
um Suðvesturland. Lagt er af stað með rútu frá Fríkirkjunni
í Reykjavík kl. 10.00 árdegis. Áætlað er að komið verði
til baka um kl. 18.
Fegurðar haustlitanna notið.
Hádegisverður, messa, o.. Verð 3.000 kr. Ferðin er hugsuð fyrir alla
aldurshópa en við hvetjum heldri borgara sérstaklega til
að njóta dagsins saman.
Í slenski drykkurinn Aada frá My Secret sigraði síðastlið-inn fimmtudag í alþjóðlegu
drykkjarvörukeppninni Water Inn-
ovation Awards sem haldin var í Rio
de Janeiro í Brasilíu í síðustu viku.
Áttatíu aðilar frá 25 löndum tóku
þátt í keppninni og var keppt í ellefu
flokkum. Drykkurinn Aada frá My
Secret var tilnefndur til verðlauna í
fjórum flokkum, en það mun vera í
fyrsta sinn sem drykkur hlýtur svo
margar tilnefningar í keppninni,
og bar sigur úr býtum í flokknum
Drykkurinn með besta hráefnið.
„ Aðstandendur keppninnar
sýndu innihaldi drykkjarins mik-
inn áhuga en hann er búinn til úr
íslensku vatni og úrvalshráefnum.
Við notum einungis ferskt hráefni
og ekkert þykkni. Einnig þótti það
mikill gæðastimpill að við notum
engin gervi- eða aukefni við fram-
leiðsluna,“ segir Anna María Jóns-
dóttir sem tók á móti verðlaunun-
um.
Keppni þessi er mjög virt meðal
fagaðila og hefur verið haldin um
árabil en dómnefndina skipa sér-
fræðingar hvaðanæva úr heimin-
um. Stórir drykkjarvörurisar hafa
tekið þátt í keppninni og má þar
nefna Coca-Cola, Pepsico, Nestlé,
Danone, Perrier og San Pellegrino.
Drykkurinn frá My Secret varð í
öðru sæti sem besta nýja vörumerk-
ið á þessum markaði en fyrirtækið
hefur nú starfað í tvö ár.
Drykkurinn Aada er framleiddur
í Hveragerði með notkun jarðvarma
og nú starfa sjö manns í verksmiðj-
unni við framleiðsluna. „Við feng-
um einnig tilnefningu fyrir bestu
sjálfbæru umhverfisvænu fram-
leiðsluna. Þessi framleiðsluaðferð
vakti mikla athygli í keppninni en
við notum jarðgufu sem hleypt er á
gufusuðupotta og nánast ekkert raf-
magn er notað í ferlinu. Ég tel þetta
vera mjög góða kynningu fyrir Ís-
land sem sýnir hversu mikið við get-
um notað jarðgufu við framleiðslu á
drykkjavörum og matvælum,“ segir
Anna María að lokum.
Íslenskur drykkur sigraði
í alþjóðlegri keppni
Anna María Jónsdóttir sést hér taka á móti verðlaununum í Brasilíu.
Halle Berry
fótbrotnaði
Leikkonan Halle Berry varð fyrir því óláni
að fótbrotna við tökur á myndinni Cloud
Atlas á
Spáni í gær.
Þetta er
mikið áfall
fyrir fram-
leiðendur
myndar-
innar sem
skartar
einnig
stórleikur-
unum Tom
Hanks, Susan Sarandon, Hugo Weaving
og Hugh Grant enda tefjast tökur eitt-
hvað. Að því er fregnir herma munu fram-
leiðendur myndarinnar reyna að halda
áfram með því að mynda Berry fyrir ofan
mitti og notast síðan við neðri hluta ein-
hverrar annarrar. Í myndinni leikur Berry
blaðakonuna Luisu Rey sem rannsakar
spillingu og morð í kjarnorkuveri.
Cheryl vinsælli en Nicole í X-Faktor
Í vikunni var sýndur fyrsti þáttur-inn af X-Faktor Simons Cowell í Bandaríkjunum. Segja má að
Cowell hafi lagt hausinn að veði við
gerð þáttanna en þeim er ætlað að ná
betra áhorfi en American Idol, þar
sem Cowell var dómari í níu ár. Í að-
draganda þáttanna var bresku söng-
konunni Cheryl Cole skipt út fyrir Ni-
cole Scherzinger, söngkonu Pussycat
Dolls, sem átti að vera kynnir. Mikil
ólga var í kjölfar þessara skipta sem
koma greinilega fram í fyrsta þætt-
inum þar sem Cheryl kemur við
sögu í fyrri hluta þáttarins. Banda-
rískir gagnrýnendur virðast vera á
einu máli um að Cheryl hafi verið
mun áhugaverðari og betri heldur en
Nicole og skilja ekki ákvörðun Co-
wells. Hann útskýrði ákvörðunina í
spjallþætti landa síns Piers Morgan
á CNN. Þar sagði Cowell að Cheryl
hefði litið út fyrir að vera hálftýnd
og hann hefði metið það svo að betra
væri fyrir hana að fara aftur til Bret-
lands. Síðan þá hafa orðið vinslit hjá
Cheryl og Cowell og hafnaði hún
meðal annars sæti í dómaranefnd
Britain Got Talent sem Cowell hefur
yfirumsjón með. Stöð 2 mun sýna X-
Faktor í vetur.
Dívurnar tvær, Cheryl Cole og
Nicole Scherzinger. Ljósmynd
/Nordic Photos/Getty Images
62 dægurmál Helgin 23.-25. september 2011