Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 70

Fréttatíminn - 23.09.2011, Page 70
 FjölhæFur Elmar johnson Læknanemi í Háskóla- num og fyrirsæta í NY Læknaneminn Elmar Johnson hefur sinnt fyrirsætustörfum síðastliðna þrjá mánuði í New York og vakti mikla athygli á sýningarpöllunum á tískuvikunni í New York á dögunum. Hann sýndi fatnað fyrir fræga hönnuði á borð við Antiono Azzuolo, Andrew Buckler og Simon Spurr sem áður fyrr var hönnuður hjá Calvin Klein og Ralph Lauren.  ægisgarður nábýli tapas og hamborgara Stór Humar Eigum líka til lítinn humar 2000kr/kg Glæný Bláskel Frá Stykkishólmi Föstudagur er Sushi dagur! Eigum allan fisk til sushi gerðar Fiskikóngurinn - Sogavegi 3 - 5877755 t ískusýningin hjá Simon Spurr stóð klárlega upp úr,“ segir Elmar um tískuvikuna sem lauk í New York í síðustu viku. „Ég tók að mér nokkur verkefni fyrir merkið hans í byrjun sumars og hann gerði mig meðal annars að andliti fyrirtæk- isins. Svo að það var mjög skemmtilegt að enda sumarið á tískusýningunni hjá honum. Línan frá Spurr vor/sumar 2012 er glæsileg og mjög fallega sniðin; allt frá jakkafötum yfir í gallaefni og reiðstígvél. Undirbúningur sýningarinnar var í sjálfu sér ekki mikill. Þar sem ég hafði unnið fyrir hann áður slapp ég við að mæta í prufur fyrir sýninguna. Ég þurfti því aðeins að mæta þremur tímum fyrir sýningu í hársnyrtingu og förðun og á sama tíma var farið í gegnum rennslið á sýningunni.“ Minnist ekki á læknisfræðina „Mórallinn hefur verið mjög góður baksviðs á sýningunum sem ég hef tekið þátt í. Hann ræðst mikið af því hvernig hönnuðurinn hagar sér. Sumir hönnuðir eru mjög stress- aðir og undir miklu álagi, enda að mörgu að hyggja þegar kemur að tískuvikunni, en aðrir eru yfirvegaðir og róa þar með alla í kringum sig. Ég hef aðallega umgengist fyrirsætur sem eru nýkomnar til New York eins og ég, eru í skýjunum yfir að hafa fengið vinnu við sýningu og eru lausar við alla stæla. Ég kann mjög vel við þetta fólk enda eyðum við miklum tíma saman baksviðs og höfum ekk- ert nema hvert annað. Ég læt það vera að minnast nokkuð á lækn- isfræðina og við tölum yfirleitt um verkefni sem við höfum verið í; mismunandi reynslu sem við höfum af mismunandi fólki. Þetta er ekki svo stór heimur þarna úti fyrir stráka þannig að flestir kannast nú hver við annan.“ Læknisfræðin alltaf í fyrsta sæti Elmar, sem er tuttugu og sex ára, er nú kom- inn á fimmta ár í læknisfræðinni og stefnir á að einbeita sér að henni í bili. „Námið er alltaf númer eitt hjá mér. Ég hef hingað til náð að samræma þetta tvennt, fyrirsætustarf- ið og námið, en ef þessu fer að slá eitthvað saman mun ég alltaf velja námið. Hitt er bara skemmtilegt aukastarf. Ég hef hitt svo marga stráka í fyrirsætuheiminum sem hafa ekk- ert í bakhendinni og stóla algjörlega á þetta starf; eru kannski búnir að vera í þessum bransa í mörg ár og eru ennþá á byrjunar- reit. Það væri óskynsamlegt af mér að gefa læknisnámið upp á bátinn og einbeita mér að fyrirsætustörfum. Ég stefni bara á að finna mér skemmtilegt sérnám sem á vel við mig og vinna við það í framtíðinni. Hitt verður áhugamál.“ -kp Veitingastaðurinn Tapashúsið verður opnað í dag, föstudag. Það stendur við Ægisgarð, í námunda við hina rómuðu Hamborgarabúllu, og er nýjasta viðbótin í flóruna á hinum líflega veitingahúsareit við Reykjavíkurhöfn. „Við erum með mik- ið úrval og bjóðum upp á 50 tapasrétti á matseðlinum,“ segir Vigdís Ylfa Hreins- dóttir yfirkokkur. Vigdís segir áherslu lagða á spænskt hráefni, Serrano-skinku og fleira, í bland við íslenskt og hún býður meðal annars upp á tvíreykt hangikjöt. „Við erum með nýtt eldhús sem hefur ekki verið mikið í gangi á þessum stöðum. Við erum með pitsuofn, samlokugrill og tandoori-ofn þar sem við eldum svín og alls konar grænmeti.“ Eins og nafn staðarins ber með sér er mest lagt upp úr tapasréttum en „fólk getur líka pantað aðalrétti. Við erum líka með paellu, þjóðarrétt Spánverja, og ef fólk er haldið valkvíða þá erum við með tilbúnar átta rétta tapasveislur þar sem við höfum raðað saman réttum.“ Smekkur Spánverja fyrir saltfiski er rótgróinn og Vigdís segist ætla að bjóða upp á nokkurn fjölda saltfiskrétta. Það megi líka segja að saltfiskurinn og hafið tengi Ísland og Spán saman á hafnar- bakkanum. „Staðurinn er í gömlu saltfiskverk- unarhúsi sem búið er að gera upp. Allur panill er upprunalegur og okkur fannst passa vel að vera við sjóinn í gömlu salt- húsi,“ segir Vigdís um ákvörðunina um að koma staðnum fyrir við höfnina. Vigdís Ylfa segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á nýja staðnum. „Við ætlum að bjóða upp á góðan stað og ná upp góðri stemningu og þá kemur hitt af sjálfu sér.“ Spænskt eldhús í salthúsi Okkur fannst passa vel að vera við sjóinn í gömlu salt- húsi. Lúxusvilla Kára óseld Hávallagata 24, hin sögufræga lúxusvilla sem áður hýsti Jónas frá Hriflu og er nú í eigu Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, er enn óseld, tæpu hálfu ári eftir að húsið var fyrst auglýst til sölu. Húseignin er glæsileg, tæplega 400 fermetrar á besta stað, þar sem miðbærinn og Vestur- bær mætast, og teiknuð af sjálfum Guðjóni Samúels- syni. Aldrei hefur verið gefið upp verð á húseigninni en eins og fram hefur komið í fréttum stendur Kári í byggingu glæsihýsis í Kópavogi sem hann hyggst flytja inn í á næstunni. Facebook hrellir spekinga Facebook er að taka fólk á taugum víða um lönd eftir nýjustu breytingar á sam- skiptavefnum sem leggst vægast sagt misvel í notendur. Sumir eru þó verr settir en aðrir og þannig gufuðu samfélagsrýnarnir Ólafur Arnarson og Egill Helgason upp af Facebook í kjölfar breytinganna og voru beðnir um að gera grein fyrir sér með skilríkjum til þess að endurheimta sess sinn á Facebook. Netspekingurinn og aðgerðasinninn Gunnar Grímsson hlaut enn verri útreið þar sem honum var úthýst á þeirri forsendu að hann hefði skráð sig á vefinn með röngum fæðingardegi. Gunn- ars virðist bíða lengri þrautaganga en hinna tveggja þar sem honum hefur ekki boðist að gera grein fyrir sér. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir Gunnar sem hélt til Grikklands í vikunni þar sem hann tekur þátt í alþjóðlegri tölvuráðstefnu og ætlar einmitt að halda fyrirlestur um samskipta- miðla eins og þann sem nú hefur gert hann útlægan. Gunnar hugðist flytja fréttir af ráðstefnunni á Facebook-síðu sinni en sjálfsagt verður lítið úr þeim áformum. Eiríkur reynir að leiðbeina Tobbu Fyrsti þáttur Tobbu Marinós á Skjá einum var sýndur á miðvikudagskvöld. Þar fór Tobba um víðan völl og fékk meðal annars tvær vinkonur sínar í spjall, þær Lilju Katrínu Gunnarsdóttur, ritstjóra Séð og heyrt, og Elínu Arnars, ritstjóra Vikunnar. Þær stöllur unnu allar saman á sínum tíma hjá Birtíngi þar sem Lilja og Tobba störfuðu hlið við hlið á Séð og heyrt, meðal annars undir stjórn Eiríks Jónssonar. Eiríkur sendi Tobbu orðsendingu á Eyjubloggi sínu eftir að hafa horft á þáttinn. Þar benti hann henni á að: „Aldrei skal ræða við vini sína eða fjöl- skyldumeðlimi í fjölmiðlum og þá sérstaklega ekki í sjónvarpi. Verður aldrei ekta.“ Tobba svaraði lærimeistara sínum að bragði á sinn hátt á Facebook-síðu sinni: „en ég þekki alla minn fagri vatns- haus! Ég þekki meira að segja þig!“ Þannig að kennslustundinni er líklega ekki lokið. 66 dægurmál Helgin 23.-25. september 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.