Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1968, Side 26

Læknablaðið - 01.08.1968, Side 26
158 LÆKNABLAÐIÐ 5. TAFLA Cancer recti, 55 sjúklingar. Einkenni: Breyting á hægðum ............................... 50 = 91 % Sýnilegt blóð í hægðum .......................... 36 = 65% Almennur slappleiki og megrun ................... 27 = 50% Verkur .......................................... 25 = 45% Uppþemba og garnagaul ........................... 19 = 34% Einkenni frá þvagfærum .......................... 6 = 11%- Hiti ............................................ 3= 5% Uppköst ....................................... 3= 5% Finnanlegt æxli ................................ 2= 4% inn um, að ekkert alvarlegt sé á ferðinni, má Imast við, að margir mánuðir líði, þar til sjúklingurinn leitar að nýju læknis. og hefur ])á tapazt dýrmætur tími. Fyrsta læknisvitjun sjúklings- ins vegna þessa sjúkdóms er því alltaf sérlega mikilvæg. 2. og 4. tafla sýnir algengustu hyrjunareinkenni þessara sjúklinga með cancer coli og recti og 3. og 5. tafla algengustu einkennin, að öllu samtöldu, hjá þessum sjúklingum. Algengasta byrjunareinkenni cancer coli sjúklinganna reyndist vera verkur í kviðarholi, en algengasta byrjunarein- kenni sjúklinganna með cancer recti reyndist vera breyting á hægðavenjum. Þrjú algengustu einkcnnin meðal cancer coli sjúklinga voru breyting á hægðum hjá 82 af 100, verkur hjá 72 af 100, almenn- ur slappleiki eða megrun hjá 52 af hundraði. Hjá cancer recti sjúklingunum var langalgengasta einkennið breyting á hægðum, eða 91 af 100. 65 af 100 höfðu tekið eftir hlóði í hægðum, og 50 af 100 kvörtuðu um almennan slappleika eða megrun. Fjögur algengustu einkennin, bæði við cancer coli og cancer recti, voru þvi breyting á hægðum, verkur, hlóð í hægðum og almennur slappleiki, oftast nær samfara megrun. 1 sjúkraskrám 130 þessara sjúklinga mátti fá sæmilega greinargóðar upplýsingar um tímasetningu varðandi byrjun fyrstu einkenna og í 103 sjúkraskrám upplýsingar um, hvenær fyrsta læknisvitjunin átti sér stað. 58 af 100 þessara sjúklinga komu til deildarinnar áður en 6 mánuðir voru liðnir frá því að einkenni komu fram, en 30 af 100 komu aftur á móti ekki fyrr en eftir 1 -3 ár.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.