Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 40

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 40
168 LÆKNABLAÐIÐ LÆKNABLAÐIÐ 54. árg. Ágúst 1968 FELAGSPRENTSMIÐJAN H F. LITIMIIVGARAIXIIMSÓKIMIR Framvindan í læknisfræði- legri erfðafræði hefur verið hæði mikil og fjölbreytileg síð- ustu 10 til 15 árin. Meðal þeirra greina erfðafræðinnar, sem ])róazt hafa með hvað mestum hraða, eru litningarannsókn- ir, frumuerfðafræðin. Greinar- fjöldinn í læknisfræðiritum um þessar tegundir rannsókna og ]>að ljós, sem þær hafa varpað á mörg torskilin vandamál, hafa ekki farið fram hjá nokkrum lækni. Grein um litningarannsóknir, sem birtist í þessu blaði, er ánægjuleg sönnun þess, að við höfum stigið fyrstu sporin til virkrar þátttöku í þessum vís- indum. Þessi rannsóknarstarfsemi verður mörgum læknum áhuga- verð, einkum þeim, sem fást vio fæðingarhjálp og barnalækn- ingar. Litningarannsóknir hafa varp- að nýju ljósi á orsakir fóstur- láta og vanskapnaða og eru verðmætasta aðferðin til ná- kvæmra rannsókna á tíðni og tegundum litningagalla og þeirra sjúkdóma, sem þeim eru samfara. Rannsóknir erlcndis hafa í seinni tíð vakið vonir um víð- tækari hagnýtingu litninga- rannsókna en hingað til hefur verið unnt að framkvæma. Kyngreining og greining litn- ingamynda hjá einstaklingum á fósturlífsstigi er nú framkvæmd á ákveðnum stöðum erlendis. Augljóst er, hve verðmætt ])að er, ef tímabærar greining- ar á vansköpuðum fóstrum geta orðið til að koma í veg fyr- ir óhamingju foreldra og hið þjóðfélagslega tjón, sem um- önnun vanskapaðra einstakl- inga hefur í för með sér. Læknisfræði nútimans hefur upp á lítið að l)jóða um með- l'erð, þegar um meiri liáttar vansköpun er að ræða. Ná- kvæm greining slíks ástands cr þó grundvallarforsenda erfða- fræðilegra skýringa og ráð- legginga. Það eru fleiri sjúkdómaflokk- ar en að ofan er getið, sem ávinningur er að beita litninga- rannsóknum við, og má í því sambandi minna á æxlissjúk- dóma, vissar tegundir hvít- hlæði og ónæmiskvilla. Það er augljóst, að litninga- rannsóknir er bæði tímabært og nauðsynlegt að framkvæma. hérlendis, og er þess að vænta, að húið verði vel að þeim rann- sóknum, svo að þær verði jafn- an tiltækar þeim læknum, sem glíma við erfið og viðkvæm vandamál.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.