Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 47

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 47
LÆKNABLAÐIÐ 171 beitt við litningarannsóknir. Algengast er, að atliuguð sé litninga- gerð og litningafjöldi í frumum að undangenginni stuttri frumu- ræktun. Venjulega eru blóðfrumur ræktaðar; af þeim ræktast lymphocytar bezt. Til þess að örva vöxt eru frumurnar ertar með phytohemagglutini, sem veldur því, að kjarnaskipting byrjar í frumum, sem annars mundu ekki hafa skipt sér. Síðan eru frum- urnar ræktaðar í 2—4 sólarhringa. Nokkrum klukkustundum áð- ur en ræktun skal hætt, er colchicinum bætt í ræktunarvökvann, en ]iað veldur því, að kjarnaskipting stöðvast i metafasa, og er ]iví unnt að greina litninga í fleiri frumum. Að því loknu eru þær látnar í hypotoniskar saltupplausnir, þannig að gegnrennslis- (osmotiskur)-þrýstingur veldur því, að frumukjarnarnir þenjast lit og litningarnir aðskiljast. Þá er frumunum strokið á gler, þær litaðar, skoðaðar og Ijósmyndaðar gegnum smásjá. Með þessari aðferð má greina l'lesta litningagalla, sem máli skipta. Stundum er ]ió beitt einfaldari aðferðum, ef nægilegt er að ákveða kynferði frumnanna. Þær byggjast á því, að innihaldi fruma tvo X-litn- inga, þ. e. sé kvenkyns, má sjá merki annars þeirra. Eru þá oftast skoðaðar frumur, sem stroknar eru af yfirborðsþekjum likamans. Nota má strok frá munnslímhúð og ákveða fjölda þeirra frumna, sem innihalda kynkrómatín. Enn fremur má athuga leukocyta í hlóði með tilliti til kynkrómatíns. Frá upphafi hel'ur verið hið ágætasta samstarf við alla þá lækna, sem leitað hefur verið til. Við undirbúning rannsóknastof- unnar var haft náið samstarf við Kristbjörn Tryggvason, yfir- lækni barnadeildar Landspítalans, og aðra lækna deildarinnar, en klinísk rannsókn margra sjúklinganna hefur verið framkvæmd þar. Einnig var farið í Fávitahælið í Kópavogi og blóð tekið úr sjúklingum, sem þar voru vistaðir, í náinni samvinnu við yfir- lækni sjúkrahússins, frú Ragnhildi Ingibergsdóttur. Árangur starfseminnar Til 31. marz 1968 bafa verið gerðar litningaathuganir að und— angengnum frumuræktunum hjá 54 einstaklingum. Fundizt hafa 26 mongoloid-tilfelli, tvö Turner-syndrome og eitt Klinefelter- syndrome. Enn fremur fannst citt tilfelli af blöndun, þar sem annars vegar voru eðlilegar frumur, en hins vegar frumur, sem samrýmast Turner-syndrome. Tuttugu og fjórir reyndust hafa eðlilega litninga (1. mynd). Af ofangreindum 26 mongoloid- sjúklingum reyndust 24 vera með litningaþrennd svarandi til 21. litnings (2. mynd), en það er algengasta orsök mongoloidsmus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.