Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 51

Læknablaðið - 01.08.1968, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 175 gerð (mosaik). Er hann að nokkru leyti með eðlilegar frumur, en að nokkru leyti vantar annan kynlitninginn, Turner-syndrome. Litningagerð hans er því mosaik, XO/XY. Þessi sjúklingur er auk þess dvergur og álitinn vera af Russel Silver dvergvexti, en frá honum verður nánar skýrt á öðrum stað. Framtíðarverkefni Ekki er endanlega ákveðið, hver verkefni Rannsóknastofu erfðafræðinefndar verða. Þó þykir sjálfsagt að lialda áfram að rannsaka mongoloida. Arfgengi translocatio mongoloidismus er lilefni til að hraða eftir föngum rannsókn til staðfestingar á þess- ari sjúkdómsgreiningu í hverju einstöku tilfelli. Finnist „trans- locations“-tilfelli, er nauðsynlegt að skýra málið vel fyrir l'oreldr- um með ])að fyrir augum, að þau eignist ekki fleiri börn. Skýrslur liggja ekki fyrir um fjölda þessara sjúklinga hér á landi eða ann- arra meðfæddra galla. Megi gera ráð fyrir, að tíðni mongolo- idismus sé svipuð hér og í öðrum löndum, eigum við enn þá langt í land að finna þá alla. Tíðnin er álitin vera 1.4 af þúsundi lifandí fæddra barna,24 og ættu því um sjö sjúklingar að hafa fæðzt á öllu Islandi á árinu 1967, en gera má ráð fyrir, að fæðingartalan hafi nálgazt 5 þúsund. Eins og að ofan greinir, höfum við fengið þrjá frá árinu 1967, einn frá árinu 1966, þrjá frá árinu 1965, einn frá 1964, tvo frá 1963 og einn frá hvoru árinu 1962 og 1961. Með kynlitningagalla hafa aðeins fundizt fjórir sjúklingar, en að sumra áliti er tiðni þessara galla meiri en mongoloidismus eða samkvæmt heimildum 2.1 af þúsundi lifandi fæddra sveinbarna og 1.6 af þúsundi lifandi fæddra meybarna.25 Klínísk sjúkdóms- mynd fólks með kynlitningagalla getur verið mismunandi. Auk hinna þekktu sjúkdómsmynda, Turner-syndrome og Klinefelter- syndrome, hefur verið lýst ýmiss konar sjúklegu ástandi samfara kynlitningagöllum. Yfirlit um þetta má sjá í I. töflu. Af öðrum verkefnum má benda á athugun á litningum fóstur- láta, því að talið er algengt, að litningagallar séu orsök fóstur- láta. Hjá sjúklingum með leukemia myeloides chronica finnst Philadelphia litningur, en það er gallaður 21. líkamslitningur. Ástæða er til að leita að þessum galla meðal sjúklinga, sem hafa hvíthlæði af þeirri tegund, eða þeirra sjúklinga, þar sem sjúk- dómsgreining er erfið. Sýnt hefur verið fram á margs konar litningagalla í frumum, ræktuðum úr illkynja æxlum, og væri slíkt verðugt rannsóknarefni.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.