Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 60

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 60
180 LÆKNABL AÐIÐ þremur árum bauðst Reykjavíkurborg til þess að standa undir halla- rekstri spítalans vegna sjúklinga úr Reykjavík. Var það stórhugur, sem aldrei fyrr hafði orðið á vegi spítalans, og borgaryfirvöldum til sóma. Um það bil 35 af hundraði sjúklinga spítalans hafa verið bú- settir utan Reykjavíkur, og um greiðslu fyrir þessa sjúklinga gegnir öðru máli. Daggjöld þau, sem sjúkrasamlög inna af hendi, eru aðeins hluti af raunverulegum spítalakostnaði, og ætti ekki að þurfa að taka það fram við lesendur Læknablaðsins. En hitt mega þeir heyra, að það hefur reynzt ókleift að fá bættan hallann af vist þessara sjúkl- inga. Er þó ekki um að kenna, að ráðamönnum heilbrigðismála hafi verið ókunnugt um þetta ástand, því að heilbrigðisstjórn hefur verið skýrt ýtarlega frá, hvernig þessum málum er háttað, bæði bréflega og í viðtölum. Hefur og landlæknir vitað þetta fullvel, en engu getað um þokað þrátt fyrir góðan vilja og ítrekaðar tilraunir. Þó er mér ljúft og skylt að minnast eins manns, sem fullan skilning hefur haft á þessum málum, og hefur ekki látið sitja við orðin ein, en það er forstjóri Sjúkrasamlags Kópavogs. En hann er einn tryggingamanna. sem ég hef átt samskipti við, sem hefur á því skilning, að tryggingar eru fyrir fólkið. Enn segir í margnefndri grein: „Undir þessa samstarfstilhögun fellur kennsla læknastúdenta og að einhverju leyti framhaldsnám lækna.“ Ég er nýkominn heim úr ferðalagi til Bandaríkja Norður-Ameríku. Meðal annarra borga, sem ég heimsótti þar, var Boston. Þar eru margir spítalar og góðir, en reknir með ýmsu móti. Eru sumir sjálfs- eignarstofnanir, sumir í eigu bæjarins, en aðrir eru reknir ai' Massachusettsríki. Eru þeir því aðskildir að fjárhag og reknir hver með sínum hætti. En eitt höfðu þeir saman allir, sem ég hafði spurnir af, þeir voru allir kennsluspítalar; um kennsluna sá Harvard Medicai School, og hefur sá skóli þótt hlutgengur, þar sem ég þekki til. Þeim í Boston finnst þeir ekki hafa of miklu úr að spila af efniviði tii kennslu, þó að þeir nýti það allt, sem til fellur hjá þeim. Hvað skyldi þá um okkur? Yfirlæknir handlæknisdeildar Borgarspítalans, — sem á, eftir því sem ég veit bezt, að vera „almenn handlæknisdeild“, og skiptir þá litlu máli, þó að mér finnist það „anachronismi“ —, hefur um árabil lagt stund á þvagfærasjúkdóma og annazt kennslu í þeim fyrir stúd- enta, jafnhliða starfi sínu í Landspítala, og er dósent við Háskóla ís- lands. Nú flyzt hann væntanlega á þessu ári suður í Fossvog. Hættir hann þá kennslu sinni við Háskólann og nýtist stúdentum ekki leng- ur af reynslu hans og sjúklingum? Ef svo er, þá er mér sú spurn ofarlega i huga: Hvað hefur Grænuborgartúnið fram yfir Fossvog til kennslu? Haldi hann hins vegar áfram kennslu sinni, vakna aðrar spurningar. í Borgarspítalanum er lyflæknisdeild, að vísu „almenn lyflæknisdeild“ — og þá líka „anachronismi“ að mínu viti, en for- stöðumaður hennar er gamalreyndur kliniker með mikla þekkingu. Hvers vegna mega stúdentar ekki njóta reynslu hans og leiðsagnar? í Fossvogi er röntgendeild, sem að búnaði öllum jafnast fyllilega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.