Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 64

Læknablaðið - 01.08.1968, Qupperneq 64
184 LÆKNABLAÐIÐ til þess að fá nasasjón af meðferð þessara slysa. Þessi meðferð hefur verið bundin við mína persónu, og veit ég af 10 ára reynslu, hvert ónæði og fyrirhöfn hefur fylgt henni. En þessi 10 ára reynsla hefur líka sannað áþreifanlega og í æ ríkara mæli, hver nauðsyn er á þess- ari þjónustu. Eins og allir vita, sem nokkuð hafa séð til taugaskurð- lækninga, eru 200 þús. sálir of lítill hópur til þess að halda uppi taugaskurðdeild. Þangað til okkur hefur fjölgað svo, að nóg- ur efniviður er fyrir slíka deild, þarf einhver að sinna þessum parti af hlutverki hennar. Þegar ég hef verið af bæ, má segja, að enginn hafi verið til þess að sinna þessu, og er þó ekki alls kostar rétt. í mörg undanfarin ár hefur dr. Gunnar Guðmundsson verið hér, þegar ég hef verið í burtu, og hefur sjúkdómsgreiningin, sem er erfiðasti hlutinn af þessari meðferð, verið í góðum höndum hjá honum, svo og meðferð þeirra sjúklinga, sem þurfa ekki aðgerðar. En við þá fáu, sem þarfnazt hafa aðgerða, hafa handlæknar hlaupið undir bagga, með aðstoð og leiðbeiningu dr. Gunnars. Hitt er satt, að enginn maður á íslandi býr við það öryggi, sem góð taugaskurðdeild veitir, ef hann slasast á heila, og gildir þá einu, hvoi't ég er heima eða heiman, og ber ekki að sakast um það við Landakotsspítala. Hvað verður um þessa meðferð í framtíðinni, veit ég jafnlítið og nefndin, en hitt vitum við væntanlega allir, að það er ekki í tauga- skurðlækningum einum saman, sem við getum ekki boðið landsfólkinu þjónustu til jafns við fjölmennar þjóðir. í lok kafla nefndarinnar um Landakotsspítala segir; „. .. er rétt að komi fram, að lögboðin daggjöld til sjúkrahúsa af hálfu hins opin- bera eru í engu samræmi við raunverulegan kostnað.“ Hér erum við á einu máli nefndin og ég. En ekki hefur rekið á mínar fjörur vitneskja um, að nefndin, eða læknasamtökin, sem nú gera sér títt um heil- brigðisþjónustu, hafi lyft fingri til þess að ráða bót á þessu. Er þó væntanlega öllum ljóst, að til lítils er að brjóta upp á endurbótum, sem kosta fé, ef enginn fæst til þess að reiða féð af hendi. Þætti mér rétt, að téðir aðilar beittu kröftum sinum að því að fá næg fjár- framlög til þess að sinna sjúku fólki, ekki síður en hinu, hvern veg það yrði bezt gert. Það eru komin hér fleiri orð á blað en ég ætlaði, þegar ég settist niður, og finnst kannski sumum of mörg; þeim get ég sagt til hugar- hægðar, að mikill hluti þess, sem mér hefur komið í sinni, meðan ég skrifaði, er ósagður. Ég get þó ekki stillt mig um að auka einu við. Linnulaust er hamrað á því nú, að heilbrigðisþjónusta okkar sé léleg, spítalaþjónusta aftur úr, möguleikar ungra lækna nær engir til þess að nýta mikla þekkingu og góðar gáfur. Ég skal fúslega taka undir það, að allt gæti þetta verið betra, miklu betra. En mörgum hefur yfirsézt, hvað unnizt hefur á, undanfarna áratugi, enda hefur vopnabrakið ekki verið eins mikið. Ég veit af reynslu, að skilyrði ungra manna nú til góðrar læknisvinnu eru svo miklu betri en fyrir aldarþriðjungi, að hvergi er samjöfnuður. Ef eins heldur fram, sem ég vona, það sem lifir aldarinnar, þá verður gott að vera læknir á íslandi um aldamót — og væntanlega skárra að vera sjúklingur en nú er. -• . •J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.